Miðvikudagur, 23. mars 2011
Jóhanna kallar Önnu Kristínu á teppið
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra braut jafnréttislög samkvæmt niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála. Í stað þess að viðurkenna brotið pantar ráðuneytið lögfræðiálit sem segir að ekkert brot hafi verið framið. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins segir
Forsætisráðuneytið hefur þegar farið yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála og málið í heild með ríkislögmanni og mun fara ítarlega yfir það með honum og fleiri aðilum og bjóða kæranda til fundar um málið svo fljótt sem kostur er til þess að fara yfir það.
Forsætisráðherra ætlar sem sagt að kalla Önnu Kristínu Ólafsdóttur á teppið og lesa henni pistilinn.
Er ekki komið nóg, Jóhanna Sigurðardóttir?
Segir faglega staðið að málum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Palli...hún er ekki að "kalla hana á teppið" eins og Davíð vinur okkar gerði forðum við Hallgrím Helga vegna Bláu handarinnar...hún er einfaldlega að bjóða henni í kaffi og kleynur og smá spjall...ekkert að því...og ikannski að bjóða henni smá sárabætur...koníaksstaup kannski með.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 14:52
Í október 2002 skrifaði Jóhanna Sigurðardóttir grein á heimasíðu sína og lagði fram frumvarp þess efnis að úrskurðir kærunefndar jafnréttismála yrðu gerðir bindandi.
Í apríl 2004 fór Jóhanna fram á að Björn Bjarnason, þáverandi dóms og kirkjumálaráðherra, yrði settur af sem ráðherra eftir að kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði að hann hefði brotið jafnréttislög með því að skipa karlmann hæstaréttardómara í stað konu sem var ekki síður hæf að mati nefndarinnar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 14:59
Nú höfum við álit Jóhönnu og annað frá séra Jóhönnu. Hvort skyldi nú vera trúverðugra?
Ragnhildur Kolka, 23.3.2011 kl. 16:15
Hvernig virka þessi lög ???????
Var konan ekki no 5 í röðinni í hæfnisprófinu ?
Sigurður Helgason, 23.3.2011 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.