Miðvikudagur, 23. mars 2011
Flokksklíkur rotta sig saman
Fréttir um að forysta ríkisstjórnarflokkana ræði við Framsóknarflokk annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokk um að verða þriðja hjólið undir vagni ,,hreinu" vinstristjórnarinnar eru til marks um örvæntinguna í stjórnarliðinu.
Ríkisstjórnin lafir á nafninu einu saman. Hún hvorki stjórnar né setur dagskrá umræðunnar. Nánast allt sem stjórnin kemur nálægt verður að klúðri; morgunfréttirnar eru þær að fyrsti kvenkynsforsætisráðherra lýðveldisins brjóti jafnréttislög.
Í samkeppni um eymdarrök fyrir framhaldstilvist ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. með þriðja hjólið undir vagni eru þessi í forystu: aðilar vinnumarkaðarins vilja það.
Athugasemdir
Þetta óhæfa fólk fær nú fyrri ummæli og hroka eins og b´júgverpil í höfuðið.
Jóhanna fordæmdi menn hér áður fyrr fyrir brot á jafnréttislögum en telst nú hafa brotið þau sjálf.
Hún er fysti kven-forsætisráðherra í sögu þjóðarinnar.
Öfgamennirnir í VG fordæma nú Atla Gíslason en tóku Þráni Bertelssyni fegins hendi þegar hann sagði sig úr flokknum sem hann var kjörinn á þæing fyurir og gekk til liðs við VG.
Fólkið sem áður fordæmdi foringjaræðið hjá öðrum hefur nú hafið það upp á nýtt stig.
Fólkið sem fordæmdi spillingu og skort á gegnsæi hefur nú aukið leyndarhyggjuna og ógeðið um allan helming.
Þannig mætti áfram telja.
Þessi ríkisstjórn hefur valdið ólýsanlegum vonbrigðum.
Hún verður að fara frá til að endurreisnin geti hafist.
Rósa (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 10:35
Ef einhver flokkur á eftir að verða að þriðja hjóli þessarar ofboðslega slæmu landsstjórnar.. ..tja.
Sá flokkur mun tapa öllum trúverðugleika.
Og mun í það minsta ekki fá mitt atkvæði í 40 ár.
jonasgeir (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 10:59
Vonandi leysist þessi stjórn upp sem fyrst. Bind vonir við þjóðfund sem efnt verður til 29.mars í Tjarnarbói.
Helga Kristjánsdóttir, 23.3.2011 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.