Steingrímur J. stjórnar Vg með ógnunum

Erlendir einræðisherrar beita herlögum og útgöngubanni til að kæfa andstöðuna. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hótar hverjum þeim útilokun sem ekki fylgir foringjanum í ferðalaginu frá stefnuskrá flokksins til framtíðarlandsins í Brussel.

Steingrímur J. pantar ályktanir frá flokkfélögum þar sem krafist er afsagnar Atla Gíslasonar þingmanns sem sagði skilið við þingflokkinn með þeim höfuðrökum að samviska hans leyfði ekki stuðning við aðlögunarferlið sem Ísland er komið í gagnvart Evrópusambandinu fyrir tilstilli utanríkisráðherra en með þegjandi samþykki forystu Vg.

Foringjaræði Vg birtist einnig þannig að Atla og Lilju Mósesdóttur er úthýst úr nefndum alþingis, samkvæmt fyrirskipun formannsins.

Atli og Lilja eiga skoðanasystkini í þingflokki Vg. Þegar foringjaræðið birtist í öllu sínu veldi er orðið spurning hvort Ögmundur, Guðfríður Lilja, Jón og Ásmundur Einar eigi ekki að þakka fyrir sig og stofna nýjan flokk með Atla og Lilju.

Það er eftirspurn eftir stjórnmálaflokki með sómakennd.

 


mbl.is Ákveðin þversögn í kröfu um afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Animal Farm" hefur aldrei átt betur við en á Íslandi árið 2011. Öll dýrin eru jöfn ... en sum eru bara jafnari en önnur. Ef við gægjumst inn um eldhúsgluggann þá sjáum við Steingrím/Félaga Napóleon sitja þar við veisluborð, búinn að svíkja öll sín fögru orð, fórna gömlum félögum og vaða yfir allt og alla í blindri (valda)græðgi.

Við veisluborðið sitja ásamt Steingrími fulltrúar AGS og fjármagnseigenda, og ef við - líkt og dýrin í Animal Farm - lítum á milli, þá fáum við ekki lengur séð hver er hver.

Birgir (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 08:22

2 identicon

Mig minnir að Steingrímur J, Ögmundur og Hjörleifur Guttormsson hafi á sínum tíma sagt sig úr Alþýðubandalaginu á sínum tíma (1998) en samt setið áfram til loka þings sem óháðir.

Haukur (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 08:52

3 identicon

Steingrímur J. er orðinn eineltisseggur nr. 1 á Alþingi Íslendinga. Það er fróðlegt að sjá gremju hans og hvernig hann fær útrás fyrir hana.

Steingrímur J. er búinn að marka sér bás og er einn að þeim sem við fyrrverandi kjósendur hans verðum að setja á sérstök skattalög þar sem lífeyrir eftir sérlögum Steingríms J. Davíðs Odds og Dóra drukkna verða skattlögð eftir sér skattalögum og settur 95% skattur á þessi sérstöku eftirlaun.  Þá er búið að beita þessa kóna þeirra eigin bragði og fella þá alla saman.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband