Föstudagur, 11. mars 2011
Reglugerðarhálmstrá aðildarsinna
Aðildarsinnar eru orðnir svo örvæntingarfullir um framgang umsóknar Samfylkingarinnar um aðild landsins að Evrópusambandinu að hvert hálmstrá er gripið fegins hendi. Aðalfrétt á forsíðu Fréttablaðsins í dag er reglugerðarbreyting í Brussel sem að uppfylltum skilyrðum heimilar aðildarþjóðum að ákveða hámarksafla úr staðbundnum stofnum.
Samninganefnd Íslands, sem er á launum hjá Össuri að fegra málstað aðildarsinna, segir í greiningu á stöðu sjávarútvegsmála
Sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins byggist á þremur meginþáttum: Sameiginlegri fiskveiðistjórnun, sameiginlegri utanríkisstefnu og samræmingu opinberra fjárframlaga og markaðar. Reglur ESB um fiskveiðistjórnun fela m.a. í sér að sambandið hefur fullar valdheimildir (e. exclusive competence) til lagasetningar á sviði fiskveiða.
Reglugerðarbreytingin sem Fréttablaðið slær upp á forsíðu í dag gæti verið afturkölluð á morgun vegna þess að Evrópusambandið hefur ,,fullar valdheimildir" samkvæmt Lissabonsáttmálanum að breyta sjávarútvegsstefnunni.
Athugasemdir
Merkileg frétt og gæti að því er virðist breytt samningsstöðu Íslands.
Verðuskuldar forsíðu án vafa.
Karl (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 09:58
Samninganefndin eða réttar sagt aðlögunarferilsnefndin er ein risastór Icesave glæsisamninganefnd Svavars Gestssonar. Hann eins og hún átti sér bara einn draum að semja, sama hvað það kostar. Nennti ekki að láta þetta hanga yfir sér. Núverandi nefnd er einungis skipuð ESB fíklum á lokastigi sjúkdómsins. Samningurinn er dæmdur að fara jafn glæsilega í þjóðaratkvæðagreiðslunni, ef að það nær svo langt?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.