Fimmtudagur, 10. mars 2011
Krónunni kennt um lélegan rekstur
Kortéri fyrir hrun komu íslensku banka-auðmennirnir fram með þá kröfu að Ísland ætti að taka upp evruna, ekki væri vinnandi vegur að stunda rekstur með krónunni. Bankamennirnir voru nógu ánægðir með krónuna þegar þeir byggðu upp veldið sitt og heyrðist hvorki hósti né stuna um að krónan væri til trafala.
Jón Sigurðsson forstjóri Össurar, sem þiggur litlar 119 milljónir króna í laun, er kominn með rekstur fyrirtækisins á hálan ís.
Jón reynir að bjarga sér með því að kenna krónunni um stöðu fyrirtækisins. Hvaða gjaldmiðill skyldi hafa verið hér á landi þegar Össur byggði upp alþjóðlegt veldi sitt?
Svartsýnni á horfur Össurar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
fljótandi gjaldmiðill er vandamál hjá fyrirtækjum sem stunda "stór" viðskipti á alþjóða vísu ....... þarf ekki hagfræðing til að lesa það út ...... eða hvað
Jón Snæbjörnsson, 10.3.2011 kl. 14:26
Sæll.
Flott færsla. Annars ætti krónan ekki að vera útflutningsfyrirtækjum fjötur um fót ef þau eru vel rekin. Ég held að nauðsynlegt sé að skoða þessi ummæli í því ljósi líkt og þú gerir.
Helgi (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 17:44
Nákvæmlega með þetta rett Páll !
ransý (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 23:12
margar litlar krónur saman gera líka skugga. Eins og 119 mjónir af þeim
Halldór Jónsson, 11.3.2011 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.