Kaupþing; sekt liggur fyrir

Íslensku auðmennirnir rændu bankana innan frá, svo mikið var staðfest í rannsóknaskýrslu alþingis. Í þeirri rannsókn sem stendur yfir í samvinnu íslenskra og breskra yfirvalda um innherjarán á Kaupþingi segir eftirfarandi í Telegraph

The SFO and Icelandic officials then started an investigation to ascertain whether “substantial value” was extracted from the bank “in the weeks and days before it collapsed”. The investigators are also probing claims of market abuse, excessive loans to related parties and fraud.

Rannsóknin á aðeins eftir að leiða í ljós hvort tekst að sanna afbrotin. Það er engin spurning um sekt. Líkið er á almannafæri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

"Rannsóknin á aðeins eftir að leiða í ljós hvort tekst að sanna afbrotin. Það er engin spurning um sekt."

Án sannana verður engin sekt og engin sök. Hvað sem fólki finnst. Held að þessir skrattar muni sleppa ótrúlega billega frá sínum vondu málum. Því miður. Þeir eru hálli en álar.

Björn Birgisson, 9.3.2011 kl. 18:11

2 identicon

Frekar undarlegt að þú skulir gráta yfir því Björn.

Mikið hefur þú skrifað um að íslenskur almenningur eigi að fá að greiða Icesave reikningin, sem er jú ein stærsta skuldayfirfærsla skrattanna sem þú kallar svo á ættingja minna og þinna.  

jonasgeir (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 18:39

3 Smámynd: Björn Birgisson

jonasgeir, áttu ekki annan betri? Ótrúlegt þvaður er þetta!

PS. Heyrði í fréttunum að 63% ætluðu að segja já 9. apríl, samkvæmt Gallup.

Björn Birgisson, 9.3.2011 kl. 19:14

4 identicon

Það eru aðeins vitorðsmenn glæpagengjanna sem fara fram á að þjóðin greiði fyrir þá skuldir þeirra og einfeldningar sem hlýða og með því gerast samsekir.  Þar fara Baugsfylkingarsnatar beggja stjórnarflokkanna fremstir í flokki og rotinn armur Sjálfstæðisflokksins sem óttast að með nákvæmri rannsókn sem fylgdi NEI - inu afhjúpi þeirra þátt hrunsins ennfremur.  Sem betur fer er ekki öll þjóðin jafn illa á vegi stödd að vinna úr þeim upplýsingum sem liggja ljóst fyrir.  Enda svaraði 85% meirihluti borgunarsinna í könnun að þeir hefðu ekki minnstu hugmynd um út á hvað Icesave 3 samningurinn gengi.  Samt ætluðu þeir að samþykkja hann.  Sama gerði allur þingflokkur Baugsfylkingarinnar í báðum stjórnarflokkunum við glæsisamning Svavars Icesave 1, sem þeir samþykktu hörmungina án þess að hafa séð hann. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband