Sæluríki evrunnar; gjaldþrot og launalækkanir

Grikkland er gjaldþrota, aðeins tímaspurning hvenær það verður viðurkennt. Án vaxtalækkunar á lánum frá Evrópusambandinu verður Írland einnig gjaldþrota. Jaðarríki evrusvæðisins eiga enga möguleika að keppa við kjarnaríkið, Þýskaland, án þess að verulegar breytingar verði á efnahagskerfum þeirra.

Skýrsla ættuð úr bandaríska seðlabankanum segir skýrt og ákveðið að langtímaáhrif evru á jaðarríkin eru launalækkanir til að ná tapaðri samkeppnishæfni.

Long-run solutions to Europe’s problems also require economic reforms that increase competitiveness and reduce labor costs in the peripheral countries.

Í ofanálag þarf að samþætta efnahagsstefnu evruríkjanna með tileheyrandi miðstýringu og inngripum í efnahagskerfi einstakra ríkja.

Ein setning í bandarísku skýrslunni er sérstaklega áhugaverð.

In principle, a country could withdraw from the EMU and peg its currency to the euro at a rate it chooses.

Hér er Írum og Grikkjum bent á útgönguleið. Aðeins það að vekja athygli á bakdyrunum út úr húsi evrunnar segir heilmikla sögu um sæluríki Samfylkingarinnar.


mbl.is Moody's lækkar lánshæfiseinkunn Grikklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svona værum við líka gjaldþrota ef við hefðum

flogið inn í ESB á methraða 

eins og núverandi ríkisstjórn ætlaði. 

Viggó Jörgensson, 7.3.2011 kl. 21:04

2 identicon

Hér eru niðurstöður greinarinnar sem Páll vitnar til.Conclusion

The euro area’s first sovereign debt crisis has exposed the fiscal imbalances of its member countries. The crisis has highlighted disparities in macroeconomic fundamentals across the area, raising questions about the sustainability of monetary union. The benefits of a common currency come with the cost of adjusting fiscal policy to monetary union standards and setting macroeconomic goals that converge with those of other member countries. In response to the debt crisis, the area’s most troubled countries have adopted wide-ranging austerity measures focusing on short- and medium-term adjustment. Efforts are also under way at the EU level to promote fiscal stability. To achieve stability, the EU must address the striking disparities in the fiscal positions of its members, although disagreements about how to set fiscal standards are likely. Long-run solutions to Europe’s problems also require economic reforms that increase competitiveness and reduce labor costs in the peripheral countries. Some of those countries have put in place fundamental banking and labor reforms to achieve these goals. If they are implemented, they are likely to promote the convergence of euro-area economies and help sustain the euro area in the long run.

Fernanda Nechio is an economist at the Federal Reserve Bank of San Francisco.

Reference

Mundell, Robert. 1961. "A Theory of Optimum Currency Areas." American Economic Review 51(4, September), pp. 657—665.

More Economic Letters »

Print Subscribe RSS Feed Share

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 22:23

3 identicon

Og hér eru nýlegar fréttir af evrunni frá Íslandsbanka:

04.03.2011 10:56

Evran að hækka

Evran fór í fjögurra mánaða hámark gagnvart dollaranum í kjölfar ummæla bankastjóra evrópska seðlabankans, Jean-Claude Trichet, sem sagði í gær að það gæti verið að bankinn myndi hækka vexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sem verður í næsta mánuði. Fyrir ummæli bankastjóra hafði þess almennt verið vænst að bankinn myndi ekki hækka vexti sína fyrr en næsta haust. Hefur gengi evrunnar nú hækkað í þrjár vikur samfleytt gagnvart dollaranum og farið úr 1,3483 dollurum 14 febrúar síðastliðinn í 1,3962 þegar þetta er ritað. Hefur evran ekki verið verðmeiri í dollurum talið frá því í nóvemberbyrjun á síðastliðnu ári eða í fjára mánuði eins og áður sagði.

Ekki hærri gagnvart krónu síðan í maí í fyrra
Evran kostar nú 160,8 krónur og hefur hún ekki verið dýrari síðan um miðjan maí í fyrra. Hefur evran hækkað umtalsvert frá upphafi árs þegar hún kostaði 153,2 krónur. Skýrist sú hreyfing bæði af almennri styrkingu evrunnar á þessu tímabili auk veikingar krónunnar. Hið síðarnefnda er líklegast tilkomið vegna árstíðarbundinna sveiflna í gjaldeyristekjum þjóðarbúsins, inngripa Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði, minni munar á innlendum og erlendum vöxtum sem hefur skapast við vaxtalækkanir Seðlabankans og væntinga um afnám hafta og áhrif þess á framtíðarvirði krónunnar.

Verðbólga og aukinn hagvöxtur á evrusvæðinu
Verðbólgan á evrusvæðinu mældist 2,4% í febrúar og jókst úr 2,3% í janúar, en markmið Seðlabanka Evrópu er að halda verðbólgunni nálægt 2% til miðlungslangs tíma. Aukning verðbólgu á svæðinu núna í upphafi árs endurspeglar hins vegar að mestu hærra hrávöruverð, þ.e. hraða hækkun á orku- og matvælaverði. Þó að þessar verðbreytingar séu ekki innan valdsviðs bankans er bankinn smeykur við að sú aukna verðbólga sem þessar verðhækkanir hafa leitt til muni hækka verðbólguvæntingar á svæðinu. Skilaboð bankans í gær voru því í gefin m.a. til að skapa verðbólguvæntingum það ankeri sem verðbólgumarkmið bankans á að vera.

Hagvöxtur hefur verið að aukast á evrusvæðinu og er það mat evrópska seðlabankans að hann muni vera milli 1,3% til 2,1% í ár, og á milli 0,8% til 2,8% á næsta ári. Hefur lægri endi spár bankans verið færður upp á við sökum þess að horfur í efnahagsmálum heimsins hafa batnað og þar með horfur um útflutning evrusvæðisins og eftirspurn innan svæðisins. Á þetta sinn þátt í því mati bankans að stutt sé í næstu vaxtahækkun.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 22:40

4 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Var ekki Ísland tæknilega gjaldþrota nokkrum mínútum áður en AGS bjargaði okkur? Það gjaldþrot má skrifa á óráðsíu sem óx og dafnaði í skjóli krónunnar. Slæm efnahagsstjórn og spilling í hverju samfélagi fyrir sig er sjaldan gjaldmiðlinum að kenna en hér á landi hjálpaði ISK því að láta hlutina líta út eins og allt væri í himnalagi.

Sumarliði Einar Daðason, 8.3.2011 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband