92% andstaða gegn ESB-aðild byggð á þekkingu

Bændur er sú stétt sem hvað ítarlegast hefur greint þær breytingar sem yrðu á íslensku atvinnulífi og efnahagskerfi við inngöngu í Evrópusambandið. Á síðustu árum hafa bændur og samtök þeirra staðið fyrir fundum, gefið út skýrslur og farið í vettvangsferðir til ESB-landa, einkum þeirra norrænu, til að kynna sér afleiðingar aðildar.

Skoðanakönnun sem sýnir níu af hverju bændum á móti aðild að Evrópusambandinu staðfestir reynslu Norðmanna af tveim þjóðaratkvæðagreiðslum, árin 1972 og 1994. Þeir Norðmenn sem bjuggu yfir mestri þekkingu um Evrópusambandið voru eindregnastir í andstöðunni við aðild.

Eftir því sem umræðan um aðild eykst verður andstaðan harðari.
mbl.is Bændur leggjast gegn ESB aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Þetta er mjög málefnaleg færsla hjá þér. Til samanburðar er ESB-sinni (Guðlaugur Hermannsson) sem skrifar færslu út frá sömu frétt sem engin rök færir fyrir staðhæfingum sínum um þá dýrð sem Íslendingum býðst við aðild að ESB. Í þeim fáeinu málsgreinum sem færsla hans er, eru jafnmargar vitleysur.

Þegar ég skoða bloggfærslur þeirra sem annars vegar styðja aðild og hins vegar þeirra sem eru andsnúnir, þá er viturleg rökfærsla algjörlega hjá hinum síðarnefnda hópi. Það eina sem andstæðingar geta á borð borið eru ýmist tilvitnanir í ESB-embættismenn eða ríkisstjórnir aðildarlandanna eða þá innistæðulausar staðhæfingar um stöðu Íslands og annarra smáríkja í ESB. Hins vegar forðast þeir að skrifa um Noreg, sem er lýsandi dæmi um efnahagslega sterkt lýðrækisríki, sem stendur utan ESB.

Vendetta, 6.3.2011 kl. 17:00

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Talað tungum tveimur eins og bændaforustan... við ætlum ekki að veita íslenskum neytendum aðgengi að ódýrari matvælum...af því það hentar ekki bændaforustunni... og við ætlumst til að allir taki útflutningi frá Íslandi fagnandi þó við ætlum að haga okkur eins og Bakkabræður ...sem lokuðu sig inni í bænum og sultu í hel af því þeir héldu að tunglið væri útlent herskip..

Jón Ingi Cæsarsson, 6.3.2011 kl. 18:23

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Réttast væri að öll ESB lönd tækju okkur eins og við tökum ESB löndum...að þau leggi ofurtolla á allar vörur frá Íslandi þannig að tæki fyrir allan útflutning okkar þangað...það væri kaup kaups... er það ekki ? En þessir sjálfhverfu íslendingar ætla að halda áfram að koma fram af hroka og heimsku eins og fyrir hrun.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.3.2011 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband