Icesave-bandalagið gegn þjóðinni

Ofaldir bankamenn vilja að íslenskur almenningur borgi Icesave-skuld óreiðubankans til að fjármálafíflskan fái framhaldslíf. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. vill að þjóðin borgi Icesave-skuldina til að ráðherrarnir haldi embættum sínum og vinstriflokkarnir stöðu sinni við kjötkatlana.

Bankamenn og ríkisstjórnin eru í bandalagi gegn þjóðinni sem á að borga Icesave-reikninginn.

Þökk sé forseta Íslands getur þjóðin mætt á kjörstað 9. apríl og sagt nei, við borgum ekki óreiðuskuldir hins falla Landsbanka til að fjármálaelítan og stjórnmálaelítan geti leikið sér áfram á kostnað almennings.


mbl.is Laun bankastjóra Arion banka 46 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

   Maður á ekkert einasta .!!   .......         fyrr en stórt MEI og aftur NEI við Icesave ..........þetta  verður að stoppa  ! Ser virkilega enginn þessa klikkun ????

ransý (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 14:22

2 Smámynd: Gunnar Waage

Þetta eru stemningsmenn, kallast að dansa í kirkjugarðinum.

Gunnar Waage, 6.3.2011 kl. 14:33

3 identicon

Nákvæmlega Páll. Fínn pistill.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 14:40

4 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega eru bankamenn og peningaöfl og ríkisstjórn þeirra, ICESAVE-STJÓRNIN, í bandalagi, í sterku bandalagi, gegn þjóðinni sem þau ætla að pína til að borga ICESAVE með öllum ráðum, með misnotkun á RUV, pólitíska miðlinum sem flytur orð ICESAVE-STJÓRNARINNAR sem fréttir væru, með misnotkun á skattfé þjóðarinnar í ICESAVE áróður núna kominn á fulla ferð.

Elle_, 6.3.2011 kl. 14:50

5 identicon

Icesave-stjórnin.

Það er réttnefni.

Karl (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 14:52

6 identicon

Það fylgir því mikið sálrænt álag að vera fógetinn í Nottingham. Það þarf að bera út einstæðar mæður og barnafjölskyldur sem standa ekki í skilum á ólöglegum lánum bankans. Það þarf að koma fyrirtækjunum sem bankinn hefur hirt í réttar hendur og afskrifa skuldir réttra aðila. Svo þarf að gera út af þau fyrirtæki sem þraukuðu hrunið með undirboðum og niðurgreiðslum til eigin fyrirtækja.

Allt kallar þetta á bónusa, kaupauka og álagstengdar greiðslur fyrir aumingja fógetann og hjálparmenn hans.

Hrói Höttur er fyrir löngu genginn í lið með fógetanum og Ríkharður velferðarkonungur kemur aldrei aftur frá Brussel þar sem hann segir löngum drykkjulangar hetjusögur af baráttu sinni við verðtrygginguna, AGS, gjafakvótakerfið og krossferð sinni fyrir réttlæt og baráttu við alþjóðlegt fjármálakerfi, hrunverjana, .. skál... eða var það krossferð fyrir alþjóðlega fjármálakerfið, Björgólf og Jón Ásgeir hikk, hikk, rop, man það ekki..

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 15:04

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er fólk nú ekki að tapa sér?! Allir í samsæri gegn fólkinu sem hefur aðra skoðun á þessu bölvaða Icesaveþ

Held að fólk verði bara að átta sig á að bankar, verkalýðsfélög, samtök atvinnurekanda og fleiri eru á því að Icesave sé partur af því að hér ríkir algjör stöðnun. Og þá um leið eru ekki lýkur á að atvinnuleysi minnki. Því atvinnuleys minnkar ekki nema að fyrirtæki geti aukið starfsemi sína og til þess þarf fjármagn. M.a. erlent fjármagn og það er dýrt þegar okkur er ekki treyst. Þá er rétt að huga að allri þeirri orku sem fer í deilur um þetta mál og í bið eftir lausn Icesave.

Minni á að Sigmundur Davíð, hluti framsóknar og Hreyfingar tala enn fyrir því að semja ekki. Aðrir m.a. nær allir sérfræðingar sem hafa skoðað þetta mál eru á því að það eigi að ganga að þessum samnng eða eru ekki búnir að gera upp hug sinn. Þar með talið Stefán Már sem allir andstæðingar Icesave hafa jú vitnaði í máli sínu til stuðning. Lárus Blöndal er nú hataður af því að hann eftir að hafa unnið að þessu máli í ár telur það áhættuminnst að ganga að þessu. Menn hafa bent á t.d. að vaxtakjör sem nú er búið að semja um sé undir því vaxtaálagi sem við getum búist við annarstaða. Þ.e. vaxtaálag ofan lán til okkar er nú í dag um 3,1% eða meira þannig að við gætum hvergi fengið lán nema með um 6% vöxtum. 

En fólk heldur áfram að röfla um þetta. Það kemur til með að kjósa um þetta 9 apríl og ég held að flestir séu búnir að gera upp huga sinn og þetta verði samþykkt. Þanig að fólk ætti bara að bíða rólegt fram að því að búið er að telja atkvæðin.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.3.2011 kl. 17:51

8 Smámynd: Gunnar Waage

"Lárus Blöndal er nú hataður" segir þú Magnús ?

Viltu ekki bara tala fyrir sjálfan þig vinur og sleppa þessum fjandans dylgjum. Það hatar engin Lárus Blöndal en þú ert aftur á móti haldin þeirr óskhyggju.

bkv

Gunnar Waage, 6.3.2011 kl. 18:03

9 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Held að fólk verði bara að átta sig á að bankar, verkalýðsfélög, samtök atvinnurekanda og fleiri eru á því að Icesave sé partur af því að hér ríkir algjör stöðnun.

Þetta er ekki rétt hjá þér, það er stöðnun út af því að við erum með hand ónýta ríkisstjórn sem ekkert getur gert rétt.

Ef Icesave verður samþykkt þá fyrst verður stöðnun, þessir peningar sem verða borgaðir í Icesave fara beint út úr hagkerfinu, peningur sem fer út úr hagkerfum hjálpar þeim ekki, þetta virkar á svipaðan máta og að fá skurð á æð, blóðið gagnast þér lítið fyrir utan líkamann, til að byrja með finnurðu ekki fyrir þessu en á endanum þegar blóðið fer að minnka í líkamannum þá verður maður slappur, þetta eru örlög hagkerfisins ef Icesave verður samþykkt!

Frekar væri að nota þessa 30 milljarða sem á að nota til að borga vexti af ólögvarinni kröfu í að koma hagkerfinu í gang aftur!!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 6.3.2011 kl. 18:06

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælt verið fólkið og flott umræða gegn mafíunni hjá öllum nema Magnúsi sem er fastur í flokksræðinu eins og hann kunni ekki annað geyið!

Sigurður Haraldsson, 6.3.2011 kl. 19:29

11 Smámynd: Elle_

Gott hjá hluta Framsóknar og Hreyfingunni að vilja ekki semja, enda semja eðlilegir menn ekki um fjárkúgun. Hinsvegar er eitt það hættulegasta við samfylkingarliðið hvað það hugsar ruglingslega og trúir þvættingi um að okkur vegnir vel ef við sættumst á erlenda fjárkúgun. 

Elle_, 6.3.2011 kl. 19:39

12 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur ertu Páll, frjálsar handfæraveiðar leysa fátæktar, byggða og

atvinnuvanda Íslendinga, ekki nýjar lántökur!

Aðalsteinn Agnarsson, 6.3.2011 kl. 19:47

13 identicon

Áhugavert að sjá álit Magnúsar og annarra borgunarsjúkra á þeim ágæta manni Lárusi Blöndal sem þeir voru heldur betur búnir að drulla yfir fram að því að hann var gerður að sölustjóra Icesave 3, snilldarsamningnum sem hann var ásamt öðrum sölumönnum ráðnir til að leysa með samningi og engu öðru en máttu alls ekki hóta dómstólaleiðinni, þar sem stjórnvöld höfðu allt frá upphafi gert Bretum og Hollendingum það ljóst að hún yrði aldrei farin.  Svipað og senda handboltalandsliðið í leik með þykka lopasokka á höndunum.

Lárus hefur alltaf sagt að hans skoðun er sú að engin lagaleg skyld er á okkur að borga krónu, sem og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor í Evrópurétti.  

Hvað ætli snillingurinn Magnús telji miklar líkur á að samningamenn komi til baka með samning sem þeir síðan berjast gegn að verði samþykktur?

Hverju veldur að menn eins og Magnús og td. stjórnarþingmenn og ráðherrar skuli yfirleitt leyfa sér að tjá sig um Icesave 3, eftir að hafa verið staðnir að ótrúlegasta sóðaskap við að ætla skipulega að ræna þjóðina meira en 500 milljarða með Icesave 2 og þá enn meira með Icesave 1 sem heldur betur átti að samþykkja skilyrðislaust vegna hræðslunnar við Evrópusambandsdraumurinn verði að martröðinni sem hann er orðinn að? 

Hvers vegna treystir Magnús frekar en þeir hinir sér ekki til að ræða jafn mikilvægt atriði? 

Hvers vegna ætti nokkur maður að nýta sér álit Magnúsar og annarra borgunarsjúkra nema þá að taka þveröfuga 180° ákvörðun af fenginni reynslu að þessir snillingar hafa alltaf haft rangt fyrir sér?

Hvernig í ósköpunum telur þetta lið sig vera marktækt í umræðunni núna og yfirleitt hafi siðferðislegt leyfi til að tjá sig opinberlega? 

Örugglega er það ekki vegna mikillar greindar þessara Icesave gungna. 

Að taka óráð þeirra alvarlega er á pari við að Steingrímur Njálsson teldist sérfróður í uppeldismálum og yrði ráðinn sem leiðbeinandi í sumarbúðir KFUM fyrir unga drengi í Vatnaskógi.

Lárus Blöndal aðaláróðursmaður stjórnvalda og borgunarsjúkra sem og lögfræðingur þeirra sem þeir taka mest mark á þessa dagana, hefur ásamt Stefáni Má Stefánssyni lagaprófessor í Evrópulögum skýrt út fyrir þjóðinni í 15 ítarlegum greinum að okkur ber engin lagaleg skylda er að greiða Icesave.  Hvorugur hefur hvikað frá þeirri skoðun sinni þó svo að stjórnvöld hafa reynt að halda öðru fram.  Sama á við með InDefence sem eru mjög ósáttir við vinnubrögðin og túlkun stjórnvalda á þeirra afstöðu og munu örugglega skýra frá sínum sjónamiðum þegar tími þykir henta.

Það er til háborinnar skammar að stjórnvöld beri fyrir sig samningamennina til að reyna að sannfæra þjóðina um hversu æðislega góðir samningamenn þeir eru.  Eitthvert bananalýðveldi sem hefur verið staðið að jafn ómerkilegum vinnubrögðum?

Aftur á móti er vandséð hvers vegna við ættum að ábyrgjast nokkurn opinn víxil með ríkisábyrgð, því miðað við allar yfirlýsingar stjórnvalda og borgunaróðara spunakerlinga, þá er upphæðin sem um er að ræða orðin það "lág", að hún hlýtur að verða horfin með öllu von bráðar miðað hversu "vel" hefur gengið.

Fljótlega förum við að eiga inni hjá Bretum og Hollendingum...

Nokkra greinar Lárusar Blöndals og Stefáns Más sem standa óhaggaðar að þeirra sögn og væri ráð fyrir borgunarsjúka að kynna sér.:

http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1335891

http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/netgrein.html?art_id=94089


http://www.mbl.is/mm/frettir/esb/skodun.html?art_id=75620

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband