Laugardagur, 5. mars 2011
Árni Páll talar máli auðmanna
Viðskiptaráðherra Samfylkingar talar máli auðmanna þegar hann harmar meint gjaldeyrishöft. Auðmenn búa við gjaldeyrishöft þar sem nýfengin reynsla sýnir að útlendir peningar í höndum þeirra eru álíka vel varðveittir og sælgæti í barnslúku. Almenningur þekkir ekki til gjaldeyrishafta nema af afspurn.
Maður fær 350 þús. kr. út á farseðli og getur straujað kortið sitt í útlöndum í ofanálag. Hvaða gjaldeyrishöft eru það?
Árni Páll og Samfylkingin eru löngu hætt að tala fyrir hagsmunum almennings. Auðmenn og Evrópusambandið eru ær og kýr Samfylkingarinnar.
Segir krónuna kalla á gjaldeyrishöft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á sameinuðum fundi nefnda Alþingis með Seðlabankamönnum á föstudag kom Lilja Móses með þá hugmynd að taka hér upp nýjan íslenskan gjaldmiðil, og færði fyrir því þau rök meðal annars að þá myndu menn neyðast til að gera grein fyrir peningum sem hefði verið skotið undan skatti hingað til. Mér finnst þetta mun áhugaverðari leið heldur en að taka hér upp evru eða dollar. Athyglisvert er að enginn fjölmiðill hefur fylgt þessu eftir með viðtali við Lilju. það er eins og VG elítan hafi sett fjölmiðlabann á órólegu deildina. Fasistarnir leyfa víst bara eina skoðun.....
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.3.2011 kl. 16:01
Takk fyrir að vekja athygli á þessu, Jóhannes Laxdal, þetta hafði farið framhjá mér.
Auðvitað ættum við að íhuga að skipta um mynt til að svæla fram illa fengið fé. Þeir sem eru með allt sitt á þurru, launþegar og heiðarlegir atvinnurekendur, geta skipt á fyrirframgefnu gengi á meðan dólgarnir færu í biðröð og yrðu að gera grein fyrir peningasekkjunum.
Við þurfum að finna nafn á nýja gjaldmiðilinn. Mark er gamalt orð en kannski ekki nógu þjált.
Páll Vilhjálmsson, 5.3.2011 kl. 17:32
Hvernig væri að nota orðið sem Lilja notar sjálf :
• auka trúverðugleika íslensks gjaldmiðils – en krónan hefur ímynd áhættugjaldmiðils
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 19:08
Jóhannes skrifar: Það er eins og VG elítan hafi sett fjölmiðlabann á órólegu deildina. Fasistarnir leyfa víst bara eina skoðun.....
Já og bann á nánast alla almenna borgara sem eru andvígir ríkisstjórnarhelförinni. Grafalvarleg þöggun er viðhöfð í RUV RÍKISSTJÓRNARÚTVARPINU. Og allir fjölmiðlar nema AMX, Andríki, Morgunblaðið og kannski Viðskiptablaðið steinþegja um skaðræði ICESAVE.
Elle_, 6.3.2011 kl. 01:50
Loksins kemur nothæf hugmynd til björgunar mynt landsmanna! Hvernig væri bara nýkróna - var ekki svipað gert í Frakklandi eitt sinn?
Lúshreinsun fjármála þjóðarinnar!
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.