Fimmtudagur, 3. mars 2011
Ekta fábjána á alþing
Á miðöldum spegluðu evrópskir furstar sig í hirðfíflum. Á Íslandi á 21. öld speglar íslenska stjórnmálaelítan sig í Besta flokkinum. Hvað sem segja má á um fábjánahjörðina þjónar hún göfugu markmiði.
Yfirfíflinu þrýtur vonandi ekki örendið áður en kemur að þingkosningum.
Besti flokkurinn á landsvísu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Munurinn er þó sá, að á miðöldum var hirðfíflið í þjónustu furstans, en í reykjavík er furstinn hirðfíflið.
Axel Jóhann Axelsson, 3.3.2011 kl. 13:48
Eiginlega merkilega mikið framboð af hirðfíflum í dag.
Þau eru mörg á launum hjá fjölmiðlunum, þar sem þau spegla furstana í þingi.
jonasgeir (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 14:07
Íslendingum hefur lengi fundist fyndið
að kjósa þorpsfíflin til valda.
Pláss á landsbyggðinni hvíla sig á sjálfumglöðum kjánum
með því að senda þá á Alþingi.
Hlægja svo á eftir þeim.
Viggó Jörgensson, 3.3.2011 kl. 14:17
Í 46. kafla Gylfaginningar (Snorra-Eddu) segir frá þrautum þeim fjórum er Þór þreytti í höll Útgarða-Loka. Ein þeirra fólst í því að drekka úr horni nokkru. Þór svalg allstórum en þraut örendið og varð að lúta úr horninu (til að anda) eins og sagan segir enda náði annar endi hornsins út í hafið. Til þessa vísar orðatiltækið e-n þrýtur örendið ‘e-n skortir kraft, úthald (til að ljúka e-u)’.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.3.2011 kl. 15:09
Hvað situr á þingi núna í ríkisstjórn annað en hirðfífl og fábjánar ? (og X-D í stjórnarandstöðu)
Sævar Einarsson, 3.3.2011 kl. 15:54
BDS, S-b (litla s (áður Æ)) og annað sull eru upp til hópa aðilar sem ekkert kunna annað en vera tilberar á skini skroppnu þjóðarbúinu.
Þar til að ríki og borg tekur jafnt á móti frjálsum markaði til hjá sér og sker niður (meira en þessa 20 (fyrir utan LS) sem eru svo ráðnir aftur án auglýsinga) að sama hlutfalli, hreynsar út skítinn sem liggur í öllu kerfinu og hefst handa við að byggja traust frá grunni að þá gerist í raun ekki neitt nma að myndast fótur fyrir annað hrun
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 17:25
Ertu að halda því fram að fábjánarnir á alþingi séu ekki ekta?
josef asmundsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 22:20
Það er til annar nýr flokkur sem hyggur á framboð á landsvísu, og er ekki með neinn fíflagang: Samtök Fullveldissinna.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2011 kl. 02:09
Hirðfíflin höfðu mikilvægt hlutverk. Þau skemmtu fólki en höfðu leyfi til að segja sannleikann um óþægileg mál. Þau voru einhvers konar samviska hirðarinnar. En þau urðu að leika hlutverkið vel og gæta sín. Í reykjavík er annað ástand. hirðfíflið er um leið furstinn. Hann segir óþægilega hluti en ræður líka. Í því felst niðurlæging fjórflokksins.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.