Leynieigendur bankanna stjórna atvinnulífinu

Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins afhjúpaði svarthol endurreista atvinnulífsins á Íslandi: allir vita að bankarnir stjórna atvinnulífinu, ýmist með beinu eignarhaldi eða lánafyrirgreiðslu, en enginn veit hver á bankana. Vigdís beindi fyrirspurn til fjármálaráðherra en fékk engin svör

Bankarnir lutu forræði gegnheilla siðleysingja á tímum útrásar og ekki hefur frést af endurhæfingu stjórnendanna þar. Þeir lúta í dag eignarhaldi leynieigenda og ríkisstjórnin gerir nákvæmlega ekkert til að upplýsa okkur um hverjir stjórn atvinnulífinu í gegnum eignarhaldið á bönkunum.

Alþingi á ekki að láta bjóða sér þetta ástanda lengur. Þingmenn eiga að leggja fram lagafrumvarp sem segir að fjármálastofnanir sem hyggjast starfa hér á landi þurfi að gefa upp nafn og kennitölu eigenda sinna. Að öðrum kosti verði starfsleyfið tekið frá bönkunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Einarsson

Við fáum sama bullið aftur, enda eitthvað af þessum alþingismönnum eru þarna fyrir hagsmuni þeirra sem eiga pening,,

hætta að borga er eina lausnin.

Ósangjarnt að við sem ekki vorum boðnir í partýið sitjum uppi með reikninginn.... 'Island í dag

Ragnar Einarsson, 2.3.2011 kl. 23:24

2 identicon

Góð fyrirsögn, góður pistill. Hugtakið bankaleynd þarf að endurskoða. Til dæmis má færa rök fyrir því, að hún skuli ekki eiga við fyrirtæki, sem eru í beinni eða óbeinni eigu eða umsjá bankanna. Og jafnvel enn frekari takmarkanir, svo sem miðað við bankalán í hlutfalli við eiginfé. Markmiðið ætti að vera að koma þannig í veg fyrir hæpna gerninga, sem skekkja samkeppni í landinu (Hagar, 365 miðlar, Sjóvá og margt fleira). Sérstaklega þarf að koma í veg fyrir, að óhlutvandir bankastjórar nú eftir hrun skýli vafasömum gernginum sínum á bak við bankaleynd. 

Sigurður (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 00:49

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Allt uppi á borðum - engin leynd

voru aðalloforð þeirra Steingríms og Jóhönnu. 

Viggó Jörgensson, 3.3.2011 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband