Þriðjudagur, 1. mars 2011
Krugman, Lilja, krónan og pólitísku rökin
Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði Paul Krugman segir Ísland standa betur andspænis kreppunni en Írar þar sem Íslendingar búa að eigin gjaldmiðli en frændþjóðin okkar er hlekkjuð við evruna. Lilja Mósesdóttir þingmaður og hagfræðingur útfærir nánar hvað það þýðir að fleygja frá sér eigin gjaldmiðli eins og Samfylkingin krefst.
Hagfræðileg rök og reynslan segir eindregið og ótvírætt að okkur farnast betur með krónuna en án hennar.
Pólitísku rökin fyrir afnámi krónunnar eru þau að á Íslandi eru ónýtir stjórnmálamenn. Það eru gild rök á meðan Samfylkingin er stærsti flokkurinn á þingi.
Segir vexti lítið lækka með upptöku evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég hélt að pólitísku rökin með krónunni væru að hún sé nauðsynleg til að leiðrétta allan skaðann sem stjórnmálamenn valda.
Lúðvík Júlíusson, 1.3.2011 kl. 16:42
Kjarni málsins.
Ef valið stendur um íslenska stjórnmálamenn og íslenska hagstjórn annars vegar og evruna hins vegar er það auðvelt.
Þjóðin vill ALLT annað en íslenska stjórnmálamenn.
Rósa (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 18:07
Það er skynsamlegt að kynna sér hvað írskur hagfræðingur segir. Hann heitir Dan OBrien og er hagfræðilegur ritstjóri hjá Irish Times. Paul Krugman hefur vísað til hans í bloggi sínu. Dan skrifaði grein 25.2. sem hefst svona :ECONOMICS: Benefits for Ireland of being in euro have been greater than benefits for Iceland of having its own currency
LAST WEEK this column looked at the economic catastrophes suffered by Ireland and its north Atlantic island neighbour, Iceland. Comparing the peak-to-trough changes across a range of metrics, it found Iceland has suffered more seriously than Ireland by every major measure other than employment. Of the many conclusions to be drawn and observations made from these findings, two stand out. The first relates to pre-crash developments; the second to the post-crash period.
Slóðin er /www.irishtimes.com/newspaper/finance/2011/0225/1224290834892.html
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 18:52
Hér er upphaf á annarri grein Economic crash hits Iceland more than Ireland - except on jobs,,,,slóðin er http://www.irishtimes.com/newspaper/finance/2011/0218/1224290131854.html
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.