Föstudagur, 25. febrúar 2011
Gerræði og klíkuhugsun
Það er eftir öðru að leynd sé á gögnum sem liggja til grundvallar störfum nefndar um ógildar stjórnlagaþingskosningar. Minnisblaði Gests Jónsson, um að endurkosning sé eina færa leiðin, er stungið undan. Vinnubrögð af þessu tagi sá fræjum tortryggni og geta aldrei myndað eðlilega umgjörð um endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Æ betur kemur á daginn að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna er stjórnvald ófriðar. Taumlaus valdahyggja í bland við dómgreindarlausan ofstopa er ríkt einkenni á ríkisstjórninni.
Sitjandi ríkisstjórn stendur í vegi fyrir endurreisn Íslands.
Uppkosning talin eina leiðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Baugslögfræðingurinn og sérfræðingurin í plotti með sitt álit.
Númi (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 07:50
Menn ættu að fara varlega í að setja samasemmerki milli lögmanna og skjólstæðinga þeirra.
Ragnhildur Kolka, 25.2.2011 kl. 10:26
Sagðirðu skjólstæðinga Ragnhildur?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 12:31
Þessir pistlar þínir bera öll merki um "dómgreindarlausan ofstopa"
og "sá fræjum tortryggni og geta aldrei myndað eðlilega umgjörð" um eitt né neitt.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 10:56
Þess konar einstaklingar sem finnst þetta eðlileg tilhögun eru ekkim eðlileg afurð síns samfélags, heldur í grunninn alræðissinnar, sem liði betur í Íran þar sem forynginn gæti ákveðið allt út og suður fyrir þau, og klerkar ávítað þau fyrir brot á reglum og lögum, og þar liði þeim vel, innan ramma sem aðrir sköpuðu fyrir þau.
Engin þjóð með sjálfsvirðingu breytir eigin stjórnarskrá fyrir tilstilli ólöglega kjörinna einstaklinga, í svo háðuglegum kosningum.
Engin þjóð er meiri en sjálfsvirðing hennar. Sýnum okkur sjálfum þá virðingu að kjósa okkar eigin leiðtoga til að breyta okkar eigin stjórnarskrá, í átt til batnaðar, en ekki sem skálkaskjól fyrir andlýðræðislegar tilhneigingar ríkisstjórnarinnar.
Þetta er ólöglega kjörið þing sem naut einungis stuðnings lítils hluta þjóðarinnar jafnvel samkvæmt niðurstöðu þessa ólöglega gjörnings. Það var illa staðið að þessu og hið mesta fúsk og eins og gert til þess að hæðast að Íslensku þjóðinni. Ríkisstjórn sem ekki virðir lög og rétt er ekki hæf til að stíra siðmenntuðu þjóðfélagi og á betur heima í ofríki ættbálkakerfis einhvers staðar í frumskóginum. Hér er siðmenning, og réttlætisgyðjan er blind, og á að vera blind. Hún sér hvorki hægri né vinstri, svarta né hvíta, karl né konu, því hún er réttlát.
Flokkshundum fullum ofríkis ráðlegg ég að gerast bara talibanar. Þið eruð til háðungar bæði fyrir hönd góðra og gildra hugsjónamanna sócíalismans eins og Trostky og Olaf Palme, og John Stuart Mill myndi ekkert vilja hafa saman að sælda með hægriflokkshundum Íslands heldur. Þið eruð samskonar pakk og kominn tími til að þið stofnið ykkar eigin flokk: Flokk ofstækismanna, en ofstækismaður er hver sá sem dæmir skoðun eftir hvaðan hún kemur, en ekki hver hún er, orð eftir eiganda þeirra, og réttmæti gjörnings, svo sem þessa stjórnlagaþings, eftir því hvar hann er flokksbundinn eða foreldrar hans. Nýja Ísland hefur ekkert pláss fyrir ofstækismenn og ofríki. Gerið okkur þann greiða að flytja til Saudi Arabíu, hægri sem vinstri! Réttlætisgyðjan hirðir ekki frekar um rautt eða blátt en svart eða hvítt og MEGI JUSTITIA RÍKJA Á ÍSLANDI...því HÚN EIN ER OKKAR FJALLKONA!!!
Með löghlýðinni kveðju,
Heiðvirður vinstrimaður.
Í nafni Justitia (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 03:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.