Fimmtudagur, 24. febrúar 2011
Valdataka 101 Reykjavík
Ógildu stjórnlagaþingsfulltrúarnir eru yfirgnæfandi úr miðbæjarkúltúr Reykjavíkur. Með góðum vilja má finna einn eða tvo úr hópi 25-menninganna sem gætu talist til landsbyggðarinnar. Ríkisstjórnin ætlar að sniðganga úrskurð Hæstaréttar og dubba upp ógilda stjórnlagafulltrúa til að setja landinu stjórnarskrá. Jafnframt er svo búið um hnútana að rödd landsbyggðarinnar heyrist ekki á vettvangi umræðu um nýja stjórnarskrá.
Ríkisstjórnin löðrungar sómakennd þjóðarinnar trekk í trekk.
Fær sama verkefni og þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er orðið trend hjá Samfylkingunni að sniðganga Pál Hreinsson og Hæstarétt. Í haust afneituðu þau skýrslu RNA þegar tillögur þingmannanefndarinnar voru forsmáðar. Núna er ógilding Páls og Hæstaréttar á gölluðum stjórnlagaþingskosningum vanvirt. Ef þetta er upptakturinn fyrir niðurrifsstarfsemi stjórnvalda gagnvart dómskerfinu í komandi sakamálum gegn hrunglæpamönnum þá býð ég ekki í það. Afstaða stjórnvalda virðist vera sú að hrunið hafi verið vegna smávægilegra hnökra í fjármálakerfinu en ekki þeirrar skipulögðu fjárplógsstarfsemi sem lýst er kyrfilega í skýrslu RNA. Það skýrir líka veglega ríkisstyrki til nýrra ævintýra Björgólfs Thors og lánafyrirgreiðslu til Jóns Ásgeirs. Það er ekki lítil gjá milli stjórnvalda og þjóðarinnar heldur regin haf.
Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 19:34
Einfalt og hefur lengi verid.
Samfylkingin er oged.
jonasgeir (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 19:47
Leiðinlegt að sjá Hreyfinguna standa að þessu. Nýbúið að henda út 8. greininni um endurheimtur á innistæðum og þau enn að reyna samvinnuleiðina. Hvað eru þau að pæla?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 20:01
Það er engin þörf á Stjórnlagaþingi. Lausnin er að Samfylkingin sjá ljósið í myrkrinu, þe að setja Þorvald Gislason sem formann Samfylkinginnar, og Jóhönnu sem Forseta.
Björn Emilsson, 24.2.2011 kl. 20:14
Bar a að bena á að ólít mörgum nefndum og ráðum sem hafa verið skiptaðar til að koma með hugmyndir, frumvörp og fleira þá voru nú um 80 þúsund eða um 35% kosningabærra manna sem völdu þetta fólk. Síðan verður það þjóðarinnar að meta í þjóðaratkvæðagreiðslu tillögur þeirra eftir að Alþingi hefur samþykkt þær. Það var engin þessara fulltrúa sem svindlaði sér inn í þennan hóp, það voru ekkert svindl í þessum kosningum það var fundið að umgjörðinni og ljóst að niðurstaðan hefði verið eins þó að kosningaklefar, strikamerki og eftirlit fulltrúa með talningu hefði verið skv. lögum. Þannig að þarna fer hópur sem endurspeglar vilja fólks sem mætti á kjörstað. Sé ekki að nýjar kosningar hefðu þjónað neinum tilgangi þar sem að væntanlega hefðu þá sömu einstaklingar verið valdir og þeir sem mættu ekki á kjörstað hefðu væntanlega setið heima aftur því að þeir höfðu ekki áhuga á þessu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.2.2011 kl. 21:11
Ég er sammála því að of fáir tengjast landsbyggðinni í hópnum. Ari Teitsson, Erlingur Sigurðarson og Dögg Pálsdóttir eru þó þaðan.
Örn Bárður Jónsson er fæddur og uppalinnn á Ísafirði og telur sig Vestfirðing.
Lýður Árnason hefur starfað á Vestfjörðum. Ég á ekki heima í 101 Reykjavík, hef aldrei verið á kaffihúsum og tel mig hafa starfað jafnmikið á landsbyggðinni og hér og sinnt landsbyggðinni í ævistarfi mínu.
Í stuttri kynningu á málefnum mínum er sérstaklega getið um það að hagsmunir hennar verði ekki fyrir borð bornir. Þá kynningu gerði ég áður en kosið var.
Landsbyggðin hefði getað komið fleirum að ef fleira fólk þaðan hefði boðið sig fram og tekið þátt í kosningunum. Til þess að ná árangri verður að taka þátt.
Alþjóðlega er talað um "functional urban area", þ.e. raunverulegt borgarsamfélag þar sem íbúar eru minnst 15000 og tekur 45 mínútur eða minna að komast inn að miðjunni.
Samkvæmt því má skilgreina höfuðborgarsvæðið á milli Borgarness og Hellu.
Og Akureyrar-borgarsvæðið sem Eyjafjarðarsvæðið austur að Skjálfandafljóti.
Utan þessa skilgreinda höfuðborgarsvæðis búa 26% kjósenda og því ættu að vera 6 fulltrúar af svæðinu utan höfuðborgarsvæðisins.
Ómar Ragnarsson, 24.2.2011 kl. 22:07
Skil ekki afhverju stjórnvöld fatta ekki að þegar Hæstiréttur ógilti kosninguna var málið sett á byrjunarreit. Þessir 25 voru því ekki kosnir til eins eða neins.
Skil ekki hvernig þetta fólk hefur geð í sér að sitja í einhverri framhjáleiðarnefnd eftir allt sem á undan er gengið.
En svo er líka til fólk sem er tilbúið að kaupa stolna hluti.
Steinarr Kr. , 24.2.2011 kl. 22:50
Þetta er nú samt það fólk sem þjóðin kaus og það kalla ég ekki að löðrunga þjóðina. Við sem völdum þetta fólk hljótum að vera sátt.
Ragnhildur Gunnarsdóttir, 24.2.2011 kl. 22:59
Ég kaus Andrés Magnússon, Ragnhildur. Nei, þetta er ekki rétta leiðin.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 09:32
NEI Magnús Helgi og Ragnhildur, þjóðin kaus ekki þessa menn og konur. Það var einunigs 35% kosningarbærra manna sem mættu á kjörstað, einungis einn fækk næg atkvæði til að teljast kosinn án millifærslna á atkvæðum.
Staðreyndin er nefnilega sú að fáránleikinn við framkvæmd þessara kosninga blöstu við hverjum þeim sem hafði fyrir því að kynna sér framkvæmdina. Það varð m.a. til þess að ég ákvað að sitja heima frekar en að taka þátt í þessum skrípaleik. Því ef ég greiði atkvæði þá vil ég vita að sá sem ég er að greiða atvkæði mitt fái það en verði t.d. ekki millifært á einhvern annan. Ég veit að það voru fleiri sem voru sama sinnis. Þar af leiðandi fannst manni maður fá uppreisn æru þegar Hæstiréttur benti á þessa ágalla.
Síðan er það nú einu sinni svo að þegar framkvæmd kosninga er ólögleg þá er málið komið á byrjunarreit og enginn verið kjörinn. Ef þingmönnum finnst nú sæmandi að skipa menn í nefnd sem voru ólöglega kosnir þá eru þeir að lýsa því yfir að ekki þurfi að fara eftir úrksurði Hæstaréttar, þ.e. þeir eru að segja að það sé enign þörf á lögum, gerum bara það sem við viljum og teljum rétt burtséð frá því hvað lögin segja. ERGO: Alþingi er bara ónauðsynlegt, eða hvers vegna eigum að að hafa alla þessa menn á þingi ef þeim finnst síðan sjálfum óþarfi að fara eftir þessum lögum.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.