Fimmtudagur, 24. febrúar 2011
Ríkisstjórnin gefur Hæstarétti og forseta langt nef
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. telur sig vera hafna yfir úrskurð Hæstaréttar jafnframt því sem ráðherrar stjórnarinnar ganga um götur og torg og hóta forseta lýðveldisins. Einræðistilburðir ríkisstjórnarinnar eru komin út yfir allt velsæmi og verður að linna.
Að láta sér detta í hug að efna enn á ný til ófriðar með tilraunum til að sniðganga Hæstarétt sýnir að ríkisstjórinni er varla sjálfrátt fyrir frekju og yfirgangi.
Ríkisstjórnin er í stríði við þjóðina.
Ekki kosið til stjórnlagaþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta var auðvitað eina lausnin og hún góð þar að auki.
Árni Gunnarsson, 24.2.2011 kl. 17:17
Það er kominn tími til að forsetinn leysi upp þingið og boði til kosninga.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 17:35
Í þokkabót er þetta stórkostlega heimskulegt. Stjórnlagaþingið átti að vera vettvangur fyrir endurskoðun stjórnarskrárinnar framhjá þinginu. Til þess að það hafi áhrif þarf að myndast breið samstaða um tillögur þess. Ef þinginu er komið á með svo vafasömum hætti er það fyrirfram útilokað.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 17:48
Ekkert við þetta að athuga enda vafalaust allir orðnir sáttir. Þetta frumhlaup Hæstaréttar verður bara að fyrirgefa. Það getur víst öllum orðið á í messunni.
Árni Gunnarsson, 24.2.2011 kl. 17:51
Fréttin er öldungis ótrúleg, en þetta er trúlega það sem koma skal:
Valhafarnir vilja fara tiltekna leið en fá ekki meðbyr. Þá er bara að fara samt þessa tilteknu leið sem pöpullinn er ekki nógu gáfaður að sjá að er hin rétta. Þetta minnir nú á kosningar sem farið hafa fram í Evrópu og fengu ranga niðurstöðu; voru þess vegna endurteknar.
Það voru ekki bara bankarnir sem voru fórnarlömb Hrunsins haustið 2008. Svo er að sjá sem heilbrigð skynsemi hafi lemstrast illilega í leiðinni.
Flosi Kristjánsson, 24.2.2011 kl. 18:11
Því miður. Fyrr leysir ríkisstjórnin upp þjóðina, forsetann og lýðveldið - og hún er á góðri leið með að minnsta kosti tvennt af þessu þrennu. Við erum ekki að tala um venjulegt sómakært fólk hér.
Gunnar Rögnvaldsson, 24.2.2011 kl. 18:15
Þetta er ágæt niðurstaða þó það hefði verið betra ef hún hefði komið út úr gildum kosningum. En auðvitað eru Sjallar fúlir eins og oft áður...
Skúli (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 18:22
Hárrett niðurstaða hjá Alþingi enda vildi almenningur þessa leið. Þrátt fyrir margar tilraunir þá hefur alþingismönnum ekki tekist að endurskoða stjórnarskrána vegna flokkshagsmuna, sú leið er því ófær. Hef trú á þessum hópi sem þjóðin kaus þó hinn umdeildi og hagsmunatengdi hæstirettur reyndi að eyðileggja kosninguna. Ósýnilegir hagsmunir liggja víða, það hljóta allir að sjá og finna.
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 24.2.2011 kl. 18:40
"Bölvaður kötturinn étur allt - og hann bróður minn líka" sögðu Bakkabræður í þjóðsögunni.
Ég þarf vonandi ekkert að rökstyðja frekar af hverju mér datt þessi þjóðsaga fyrst í hug þegar ég las blogg Páls...
Kolbrún Hilmars, 24.2.2011 kl. 19:00
Hver treystir hæstarétti Íslands? Enginn sem hefur kynnst hvílík afbrot hæstirétturinn hefur framið á saklausu fólki á Íslandi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.2.2011 kl. 19:23
PS. Það hefnir sín oft að nota knappan stíl - en til áréttingar á athugasemd minni hér að ofan þá vil ég taka fram að "kötturinn" var meint vísun til ríkisstjórnarinnar, ekki Páls
Kolbrún Hilmars, 24.2.2011 kl. 19:45
Takk, Kolbrún .
Páll Vilhjálmsson, 24.2.2011 kl. 20:26
Þetta er hið besta mál til að sýna fram á fáránleikafarsann endalausu hjá veslings Jóhönnu. Hún stóð á tröppum stjórnarráðsins og boðaði nýjar stjórnarliðakosningu með þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave 3, og það eftir mánuð.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.