Írland er hjálenda ESB

Evran er orsök hrunsins á Írlandi vegna þess að hún skýldi landinu frá aðhaldi markaðarins. Á þessa leið er greining fyrrum seðlabankastjóra Írlands, Patrick Honohan. Viðskiptablaðamaðurinn Jeremy Warner segir Íra ekki eiga þann valkost að hætta með evru þar sem óðara yrði gert áhlaup á írsku bankana um leið og hugmyndin færi á flot.

Írar verða að láta sér nægja að senda stjórnmálamenn sína til Brussel með bænaskrá í hendi og biðja um lægri vexti á lánum frá Evrópusambandinu.

Írski efnahagshryllingurinn er nefnilega sá að Írar voru knúðir til að taka lán svo að írskum evru-bönkum yrði bjargað en þjóðin stendur ekki undir lánunum.

Vegna þess að Írar eru í Evrópusambandinu geta þeir aðeins valið um það hvort þeir verða hengdir eða skotnir Írskt fullveldi er með heimilisfestu í Brussel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir krækjuna á pappír Honohan.

Það er aðeins ein leið út úr evrunni. Það er ekki þessi leið sem liggur út í gegnum skorsteinana, heldur sú staða, eða réttara sagt sá möguleiki, sem skapast þegar bankakerfi Írlands er alveg komið í þrot og er undir áhlaupi. Þá þarf að loka bökunum því annars verða þeir tæmdir. En um leið, og þetta þarf helst að gerast yfir langa helgi, þá er hægt að klippa á símalínur til útlanda, loka flugvöllum, loka samgöngum, og opna bankakerfið á ný á mánudag, en þá í nýrri írskri mynt. Þá er of seint að flýja með innistæður. Þetta er hugmynd Paul Krugmans. Þetta er sjaldgæfur möguleiki, og kannski framkvæmanlegur

Við munum ekki fá að heyra um neitt þess háttar fyrr en það hefur gerst. En það krefst þess þó að prentvélarnar séu til staðar í kjallara seðlabankans og að her landsins sé í hæstu viðbragðsstöðu.

Ég vorkenni írsku þjóðinni.  

Gunnar Rögnvaldsson, 24.2.2011 kl. 16:27

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Pappírs lögregla ESB má heldur ekki komast að því að Írar séu að brugga peninga, í nokkrum aðdraganda aðgerðarinnar.  

Gunnar Rögnvaldsson, 24.2.2011 kl. 16:33

3 identicon

The way things are going, by the end of next year, the interest payment on our total debts — just the interest payments — might well be 85pc of the 2010 income tax take. Income tax in 2010 was €14.125bn and with all the bank debt we are taking on, the interest payments by the end of 2012 will be €12bn per annum.

As a result of the renegotiation of the Lisbon Treaty, a regulation was adopted by the EU which allows for the citizens of Europe to demand by petition a change in EU legislation. The “European citizens’ initiative” enables citizens to ask the Commission to bring forward legislative proposals if the supporters of an initiative number at least one million and come from more than a quarter of member states.

A referendum in Ireland could be the beginning of this process because the only way to get an EU-wide deal, which is what we need, is to mobilise citizens around the EU. Given that together Irish, Greek, Spanish and Portuguese banks owe German and French banks over €920bn, there are plenty of other citizens who will have an interest in getting the banks to pay for what the banks have done.

http://www.davidmcwilliams.ie/2011/02/23/bit-of-something-is-better-than-all-of-nothing-for-ecb

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband