Miðvikudagur, 23. febrúar 2011
Ríkisstjórnin heggur til forsetans
Ráðherrar, þingmenn og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar steyta hnefanum af bræði út í forseta Íslands vegna þess að hann vísaði Icesave-málinu í þjóðaratkvæði. Össur Skarphéðinsson vill að Jóhanna Sig. geri sér ferð út á Bessastaði og tali yfir hausamótunum á Ólafi Ragnari, ef marka má sérstakan talsmann utanríkisráðherra.
Bræðiköst ríkisstjórnarinnar í garð Hæstaréttar og forseta lýðveldisins gera ekki annað en að auglýsa örvæntinguna sem ríkir í stjórnarráðinu.
Orkan sem fer í reiðina væri betur notuð í uppbyggilegri verkefni, til dæmis að draga tilbaka umsókn Íslands að Evrópusambandinu.
Þráinn: Þingmenn lesi 11. grein stjórnarskrárinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það ætti að vera orðið flestum ljóst, nema Össuri, að ferð Jóhönnu á Bessastaði hlyti að enda eins og atlaga Jóhanns Haukssonar að ÓRG.
Ekki viss um að Ólafur telji Jóhönnu og Steingrím eiga neitt inni hjá sér.
Ragnhildur Kolka, 23.2.2011 kl. 23:14
JSH (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 23:30
Hugmyndin, sem ætlar samkvæmt fréttum að verða ofaná, um að skipa ógildu stjórnlagaþingmennina í "stjórnlaganefnd" er í takt við hugsunarlausa frekjupólitík þessarar stjórnar.
Ólöglegt 36 prósenta þing er kannski ágæt leið til að senda "íhaldinu" fingurinn en það gefur auga leið að slíkt þing mun ekki mynda samstöðu um nýjan grundvallarsáttmála.
Ríkisstjórnin er einfaldlega ófær um forystu fyrir lýðræðislegu samfélagi. Hún kann ekki að setja fram valkosti sem hægt er að fylkja fólki um, útskýra sitt mál og vinna fylgi við stefnu sína. Hún djöflast í sama farinu, áorkar engu og lafir á þrjóskunni einni saman.
Hvernig lentum við eiginlega í þeirri stöðu að komast hvorki lönd né strönd fyrr en Jóhanna Sigurðardóttir - af öllum - tekur sönsum?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 23:32
Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur og væntanlega stjórlaga-eitthvað, segist hafa heimildir fyrir því að ríkisstjórnin hafi rætt beitingu 11. greinarinnar. Séu þessar heimildir eitthvað annað en hugarfóstur Eiríks, þá er óhætt að segja að örvænting stjórnarinnar sé komin langt yfir hættumörk.
Til þess að eitthvað gerist varðandi 11. greinina, þá þurfa 48 þingmenn að samþykkja tillöguna um að kjósa forsetann frá. Menn geta ekki horft til allra þessara 44ra er sögðu já við Icesave, til þess að smala upp í þann fjölda. Ellefu af þeim 44 sögðu já við Icesave, studdu tillögur um þjóðaratkvæði og er því varla tilkippilegir í þessa geðveiku vegferð stjórnvalda með 11. greinina. Auk þess gengi þeim enn verr að sannfæra einhverja 4 af þeim er sögðu nei við Icesave eða sátu hjá, því allir þeir aðilar greiddu einnig atkvæði með þjóðaratkvæðinu.
Kristinn Karl Brynjarsson, 23.2.2011 kl. 23:36
Þetta er atlaga að lýðræði í landinu og Sovét-Ísland virðist vera í burðaliðnum, þegar Icesave var samþykkt sást Össur lesa um Gulagið og virðist það vera táknrænt fyrir þá umræðu stjórnarliða og sendisveina þeirra hjá fjölmiðlunum nú. Komið hefur í ljós að stjórnarskrá okkar bara hin ágætasta og vonandi að hún verði látin í friði sem og forsetinn sem er síðasta haldreipi okkar í þeim atlögum sem ríkisstjórnin virðist ætla að gera að lýðræðinu og gegn þjóð sinni.
Ásdís Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 23:46
Tekur einhver mark á þessum háaldraða geðilla fretkarli Gísla Baldvinssyni?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 23:49
Sem betur fer er Eiríkur Bergmann ekki pappírs virði, Krisinn og raunar stór undarlegt að nokkur fjölmiðill leggist svo lágt að taka viðtal við hann.
Það hefur aldrei staðið steinn yfir steini í hans málflutningi. Haustið 2008, skömmu eftir hrun sagði þessi maður, sem kallaði sig þá evrópufræðing, að ekki tæki nema 3 mánuði að ganga frá samningi við ESB, eftir að umsögn hefði verið lögð fram og nánast í beinu framhaldi fengjum við evru! Staðreyndin er sú að það tók nærri ár að fá svar frá ESB um hvort þeir ætluðu að ræða við okkur, annað ár að lesa saman regluverk ESB og bera saman við okkar. Eftir það er hægt að setjast að samningsborði, sem þó er ekki eiginlegt samningsborð, þar sem ekki verður um samninga að ræða, heldur undanþágur einhverra mála til ákveðins tíma! Varðandi upptöku evru eru mestar líkur á að sá gjaldmiðill verði liðinn undir lok þegar við höfum loks möguleika á að taka hann upp.
Þetta er aðeins eitt dæmi af fjölmörgum um málflutning Eiríks Bergmann, málflutningi sem aldrei hefur staðist, hvorki rök né sannleika!
Því er vart hægt að taka mark á orðum Eiríks Bergmann.
Gunnar Heiðarsson, 23.2.2011 kl. 23:56
Það er gott, að ríkisstjórnin atist svona í Ólafi Ragnari og ræði um að setja hann af samkvæmt 11. grein stjórnarskrárinnar. Þetta sýnir bara, að hún er ötullega að grafa sína eigin gröf, og veitir ekki af. Hún gerir þá loksins eitthvað þarflegt. Engar líkur eru núna á því, að slíkur málflutningur nái nema til þeirra hundtryggu atkvæða, sem stjórnin þarf hvort sem er aldrei að sannfæra.
Sigurður (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 01:20
Það væri fínt að stjórnin reyndi að setja hann af stalli samkvæmt 11. grein stjórnarskrárinnar, því samkvæmt henni þarf víst að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um það mál.
Fari sú atkvæðagreiðsla forsetanum í vil hlýtur það að vera eðlilegt að forsetinn leysi upp þingið í framhaldi, skipi starfstjórn þar til boðað hefur verið til, og kostningar haldnar.
Gunnar Rúnarsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.