ESB efast um stöðu ríkisstjórnar Jóhönnu Sig.

Vantraust í garð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. vex erlendis í kjölfar þess að Hæstiréttur tekur fram yfir hendur stjórnarinnar í stjórnlagaþingsmálinu og að forsetinn skuli neita að skrifa undir Icesave-lögin. Evrópusambandið er sérstaklega áhyggjufullt þar sem aðlögunarviðræður Ísland eru í uppnámi nú þegar og myndu lenda í algerri upplausn ef stjórnin færi skyndilega frá.

Evrópusambandið kaupir þjónustu hjá Capacent Gallup á Íslandi til að kortleggja stöðu mála hérlendis. Í nýjasta spurningarvagni Gallup er spurning sem hljóðar svona

Hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs muni standa út kjörtímabilið?

Ólíkt ríkisstjórn Jóhönnu Sig. lítur Evrópusambandið ekki á viðræður sínar við íslensk stjórnvöld sem tómstundamál heldur af alvöru. Þegar Evrópusambandið telur óvissu ríkja um stöðu ríkisstjórnar Íslands er fokið í flest skjól fyrir aðildarsinnum í Samfylkingunni.


mbl.is Fjárfestar fælast frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnarfarsleg óvissa og áhætta henni tengd á Íslandi fælir erlenda fjárfestingu frá Íslandi. Innlendir fjárfestar halda einnig að sér höndum af sömu ástæðum.

Þetta er mat Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka. Hann gagnrýnir jafnframt björgunaraðgerðir stjórnvalda til handa ýmsum fjármálastofnunum um allt land, löngu eftir að hrunið átti sér stað haustið 2008. Slíkt sé ekki til þess fallið að stuðla að hagræðingu í fjármálakerfinu á Íslandi. (Frétt MBL.is)

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 09:42

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Allt er umdeilanlegt. Hæstiréttur er svartasti bletturinn í Íslensku embættis-kerfi með mikil afbrot að baki sem enginn hefur getað stoppað. þar er græna ljósið fyrir Íslensku og erlendu spillingar-öflin!

 Mér finnst ekki málnefnanlegt eða sanngjarnt að miða ágæti Jóhönnu Sigurðardóttur við slíkt glæpaveldi. Hæstaréttar-mafían er trúlega aðalástæðan fyrir að Jóhönnu Sigurðardóttur og fleirum hefur ekki orðið meira ágengt upp í gegnum tíðina. Og hörmulegt bankarán með tilheyrandi eymd og landflótta eru afleiðingarnar af gjör-spilltum hæstarétti til margra áratuga.

 þegar glæpamanna-hæstaréttar-embættið hindrar fólk með misbeitingu valds og hreykja sér svo af að standa sig betur en sá sem þeir reyna að kúga í skjóli æðstavalds landsins, þá er spillingin komin á eins alvarlegt stig og hægt er.

 Við skulum hafa gagnrýnina sanngjarna og samkvæma staðreyndunum! það er farsælast fyrir réttlætið og alla! 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.2.2011 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband