Atvinnurekendur hafna ESB-aðild

Sjálfstæðir atvinnurekendur eru hvað gagnrýnastir á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðeins 11 prósent sjálfstæðra atvinnurekenda telja að aðild yrði til hagsbóta, en í öðrum starfsstéttum er hlutfallið 39 - 45 prósent. Könnun Eurobarometer sýnir að stjórnendur og háskólamenn eru hlynntari aðild en þeir eldri og reyndar vilja ekki aðild.

Vinstrimenn eru jákvæðari til aðildar en hægrimenn, íbúar í þéttbýli jákvæðari en þeir sem búa á landsbyggðinni.

Þeir sem eru svartsýnir vilja frekar aðild að Evrópusambandinu en hinir sem eru bjartsýnir.

Dæmigerður íslenskur aðildarsinni er skilgetið afkvæmi hrunsins; millistjórnandi í banka, býr í 101 Reykjavík, kýs Samfylkinguna og er önugur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ég hef aldrei unnið í banka fábjáninn þinn.

Jón Frímann Jónsson, 23.2.2011 kl. 16:45

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Nei, Jón Frímann, enda sagði ég dæmigerður aðildarsinni.

Páll Vilhjálmsson, 23.2.2011 kl. 16:48

3 identicon

Sæll Páll.

Snaggaralegt og gott svar hjá þér til Jóns Frímanns þó svo hann geri sig sekan eins og svo oft áður um dónaskap með því að kalla þig "fábjána" .

En það er ekkert nýtt hjá honum Jóni Frímanni að slá um sig í geðvonnsku sinni yfir litlum árángri ESB trúboðsins á Íslandi með því að kalla okkur ESB andstæðinga hinum ljótustu nöfnum, jafnvel fasista.

Jón Frímann er nefnilega enginn venjulegur eða dæmigerður ESB aðildarsinni.

Af því að hann er ofstopafullur og heilaþveginn ESB- Elítu dýrkandi.

Hann er nú pólitískur flóttmaður í ESB ríkinu Danmörku og kemur ekki heim fyrr en Ísland er orðið innlimað Stórríkinu. 

ESB- Stórríkið með litla Ísland innlimað er fyrirheitna landið hans !

Honum verður sem betur fer aldrei að ósk sinni ;)

Ætli hann komi þá nokkurn tímann heim ?  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 17:41

4 identicon

Þeir sem hafa lengri skólagöngu að baki eða eru enn í skóla virðast frekar telja að Evrópusambandsaðild yrði Íslandi til
hagsbóta en þeir sem hafa lokið styttri skólagöngu. Þannig telur 41% þeirra sem voru í námi fram yfir tvítugt og 42% þeirra
sem eru enn í skóla að aðild yrði Íslandi til hagsbóta á móti 32% þeirra sem luku námi á aldrinum 16-19 ára og 27% þeirra
sem luku námi fyrir 16 ára aldur. Fólk telur frekar að Evrópusambandsaðild yrði Íslandi til hagsbóta eftir því sem það býr í
meira þéttbýli, eða 46% þeirra sem búa í stórum bæ eða borg, 32% þeirra sem búa í litlum eða meðalstórum bæ og 23%
meðal þeirra sem búa í dreifbýli eða þorpi. Fólk er líka almennt frekar á því að aðild yrði Íslandi til hagsbóta eftir því sem
fjöldi heimilismeðlima eykst. Þannig telja 42-45% þeirra sem búa á heimili með tveimur eða fleiri öðrum að aðild yrði til
hagsbóta á móti 29-30% þeirra sem búa einir eða með einum öðrum. Um helmingur stjórnenda telur að aðild yrði Íslandi til
hagsbóta en aðeins 11% sjálfstæðra atvinnurekenda. Um 28% eftirlaunaþega eru svo sömu skoðunar en 39-45% annarra
starfsstétta. Í samræmi við niðurstöðurnar fyrir viðhorf til ESB aðildar telur rúmlega helmingur vinstrisinnaðra að ESB aðild
yrði til hagsbóta á móti 39% þeirra sem flokkast fyrir miðju og 27% hægrisinnaðra. Rúmlega helmingur þeirra sem segja að
hlutirnir séu á réttri leið á Íslandi telja að ESB yrði okkur til hagsbóta miðað við 38% þeirra sem segja að hlutirnir séu hvorki á
réttri né rangri leið og 26% þeirra sem segja þá á rangri leið. Íbúar höfuðborgarsvæðisins, Suður- og Suðvesturlands telja
frekar að aðild yrði til hagsbóta, eða í 38-45% tilvika miðað við 25-29% meðal þeirra sem búa norðar.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 18:35

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur Ingvarsson, Þú ert nú sjálfur búsettur á Spáni. Þannig að þú skalt ekkert vera að rífa kjaft við mig. Þú hefur ekki efni á því.

Jón Frímann Jónsson, 23.2.2011 kl. 18:37

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þegar maður les svona pistla eins og þennan þá veltir maður fyrir sér hjá hverjum menn eru á launum. Meira að segja hér í íhaldsbænum Vestmannaeyjum þar sem ekki er allt vaðandi í millistjórnendum í bönkum er aukinn áhugi fyrir ESB, hef reyndar ekki áttað mig á því af hverju. Kannski er það bara af því að menn eru önugir?

Gísli Foster Hjartarson, 23.2.2011 kl. 19:13

7 identicon

Hefur Jón Frímann unnið launað starf?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 19:14

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Umræðan snýst um fábjána (hvað sem það nú er) eða búsetu fólks?

 Icesave og málefnaleg umræða um aðalmálið víkur fyrir svona tilgangslausu og rakalausu þrasi. Niðurrif og einhliða rakalaus áróður og þras eru dragbítar á málefnalegum rökræðum.  það er ekki undarlegt að vitræn umræða staðni hér á landi þegar rökin vantar.

 Jón Frímann er eflaust ágætis drengur. Hann mætti bara vera málefnanlegri. Ég verð að viðurkenna að þótt ég fegin vildi hlusta á ólík sjónarmið með málefnalegum rökstuðningi og læra af þeim, þá varð ég ekkert klókari af að lesa bloggið hjá Jóni blessuðum, því miður.

 því mig langar svo gjarnan að skilja rökin fyrir bæði með og á móti? Ætli ég sé kannski fábjáni?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.2.2011 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband