Samfylkingin og vantraustið

Um 84 prósent þjóðarinnar vantreystir stjórnmálaflokkum, samkvæmt könnun Eurobarometer. Stjórnmálaflokkar eru á opinberu framfæri og eiga að bjóða almenningi lausnir sem hægt er að velja á milli. Lágmarkssamhengi þarf að vera á milli lausna sem stjórnmálaflokkar bjóða og það sem almenningi finnst rýmilegt að sé á boðstólum. Að öðrum kosti skapast trúverðugleikakreppa sem birtist í vantrausti.

Samfylkingin bauð við síðustu kosningar gjaldmiðil sem drepur efnahag ríkja sem ekki ganga í takt við stórríki Evrópu, Þýskaland og Frakkland, eins og kom skýrt fram hjá sænska þingmanninum Jonas Sjösted á hádegisfundi Heimssýnar.

Samfylkingin býður Evrópusamband sem er hannað fyrir meginlandsþjóðir Evrópu. Samfylkingin er sá stjórnmálaflokkur á Íslandi sem mesta ábyrgð bera á vantrausti almennings í garð stjórnmálaflokka.

Samfylkingin ætti að bjóða fram annars staðar en á Íslandi.


mbl.is Evran vandamál en ekki lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vantraustið er rosalegt og hefði nú þegar leitt til breytinga í flestum alvöru löndum.

En vantraustið á sér ekki einungis rætur í Samfylkingunni sem er reyndar sérstaklega ógeðfelldur flokkur.

Gleymum ekki svikum VG við kjósendur sína og framkomu Steingríms Sigfússonar. Hún er óskiljanleg og helgast bara af vanhelgu bandalagi sósíalista við spillingaröflin í Samfylkingunni.

Gleymum ekki Sjálfstæðisflokknum sem enn neitar að gera upp við hrunið og þá sem bera ábyrgð á því.

Gleymum ekki hinum dæmalausu þing mönnum Framsóknarflokksins að formanninum slepptum.

Gleymum ekki ríkisstjórninni þar sem enn sitja "styrkþegar" auðmanna auk fólks sem er svo öfgafullt að þjóðin hræðist það.

Gleymum ekki þinginu þar sem enn sitja fjölmargir "styrkþegar" glæpalýðsins.

Vantraustið er fullkomnlega eðlilegt en engan vegin bundið við Samfylkinguna.

Það kemur til af ónýtri ríkisstjórn, ónýtu þingi og ónýtum flokkum.

Allt þetta þarf að hverfa áður en traust skapast á ný.

Karl (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 14:58

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Samfylkingin fékk flest atkvæði í síðustu kostningum eða 29%. Þrátt fyrir að vera í hrunstjórninni með Sjálfstæðisflokknum.

Það er sönnun þess að fólk treystir Samfylkingunni. 

Fint að líta á staðreyndir einusinni og einusinni.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.2.2011 kl. 16:28

3 identicon

Já, Þruma ... við skulum endilega líta á nokkrar staðreyndir:

Smkv. Þjóðarpúlsi Gallup var fylgi Samfylkingar í  febrúar 2008 35%.

Í september 2008 33%.

Í apríl 2009 30%.

Í júlí 2009 25%.

Í desember 2009 23%.

Í maí 2010 22%.

Í októver 2010 18% ... sem er uþb. helmingur þess sem það var fyrir hrun.

Fólk treystir Samfylkingunni, segirðu? Athyglisvert ... af hverju er fylgi flokksins þá í frjálsu falli?

Birgir (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 17:51

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er ekkert að marka skoðanakannanir.... niðurstaða kosninga er eina staðreyndin sem er óhagganleg.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.2.2011 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband