Sunnudagur, 20. febrúar 2011
Viðskiptaráð, stjórnin, Bjarni Ben. og Icesave
Forsetadagur er að kveldi kominn. Við fáum Iceave-atkvæðagreiðslu þar sem Viðskiptaráð og þríflokkur Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Júdasardeild Vinstri grænna eru annars vegar og hins vegar þjóðin.
Þarf að spyrja að leikslokum?
Athugasemdir
Úr frábærum pistli á Andríki.:
"Hver er þessi Jóhann Baugsson sem var alveg óður á Bessastöðum í dag?"
http://andriki.is/
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 00:38
Ég verð að játa, að í fyrri færslum Páls þótti mér hann hafa ofurtrú á Ólafi Ragnari Grímssyni, þótt ég ritaði engar athugasemdir. Jæja, spá hans gekk eftir, og vantrú mín reyndist ekki á rökum reist. Það er aldeilis gott. Og mér kom einnig þægilega á óvart, að Ólafur Ragnar kvað í kútinn hina skipulögðu og lágkúrulegu gagnrýni á kjósum.is. Þetta var eins heiðarleg söfnun og hægt er að ætlast til, og frumkvöðlar hennar hafa gert þjóðinni mikið gagn.
Sigurður (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.