Sunnudagur, 20. febrúar 2011
Jóhanna hótar þjóð og forseta í beinni
Í beinni útsendingu RÚV hótar forsætisráðherra að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um stöðu forseta Íslands vegna ákvörðunar hans um að vísa Icesave-samningnum í þjóðaratkvæði. Jóhanna Sig. hótaði jafnframt þjóðinni að hrófla stjórnlagaþingi upp á nýtt og að einn mánuður fengist í undirbúning.
Þjóðin hefur fengið nóg af Jóhönnu Sig.
Athugasemdir
Veslings makinn hennar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 16:27
Jóhanna er orðin þreytt,þá meina ég líka að fólk er orðið þreytt á henni.
Helga Kristjánsdóttir, 20.2.2011 kl. 17:36
Hvað veist þú um það hvort þjóðin sé búin að fá nóg af J'ohönnu eða ekki, ert þú þjóðin? Maður sem þóttist hafa kosið VG í Silfri Egils af því það hentaði málflutningi þínum.
Valsól (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 17:37
@Valsól - Ég held að það sé alveg rétt hjá Palla Vill að þjóðin sé búinn að fá yfir sig meira en nóg af Jóhönnu og hennar frekju- og yfirgangs stjórnunarstíl.
Sjálfur studdi ég VG í síðustu kosningum en ég get ekki stutt þessa ICESAVE/ESB ríkisstjórn sem hefur sundrað þjóðinni meir og verr en nokkur önnur ríkisstjórn á Lýðveldistímanum.
Ég vil þessa stjórn frá sem allra fyrst og að landinu verði stjórnað í sátt við fólkið í landinu og þá án aðkomu Samfylkingarinnar sem er skaðræðis flokkur tækifærissinna og ESB aftaníossa sem fara með frekju og yfirgangi gegn sinni eigin þjóð !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 17:57
@ Valsól.
Í október 2009 naut Jóhanna trausts 30% landsmanna.
Í apríl 2010 naut Jóhanna trausts 27% landsmanna.
Í maí 2010 naut Jóhanna trausts 24% landsmanna.
Í desember 2010 naut Jóhanna trausts 21% landsmanna.
Veit ekki með þig, en á minni mælistiku þá segir hún mér að þjóðin er komin með mikið meira en nóg af veslings konunni, og ekki miklar líkur á að hún hafi náð að rétta hlut sinn eftir stjórnlagaþingsheimskuna sem dygði til að meirihlutinn lýsti yfir trausti við hana.
En sjálfsagt ertu með þessa fínu Baugsfylkingarmælistiku og færð allt aðra útkomu og lest út úr tölunum gríðarlegt fylgi og traust á henni.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 20:39
Kaus Jóhönnu vegna kosningaloforðs, frjálsar handfæraveiðar, ef af yrði
leysti það byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga, strandveiðarnar
sem þau settu á, eru bara til að sýnast, slá ryki í augu fólks.
Aðalsteinn Agnarsson, 20.2.2011 kl. 21:25
Tími Jóhönnu kom, hann er bara liðinn núna.
Gunnar Rúnarsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 21:50
það hlytur að vera einstakt að ætla að sitja áfram af núverandi Rikisstjórn þegar hún er búin að fá utan undir 3var sinnum útaf Icesavemálinu !! Og það hljóta að vera serstakt karakter afbrigði sem geta það .Allir venjulegir myndu viðurkenna mistök sin og biðjast lausnar hið fyrsta !!
ransý (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 00:01
@Valsól. Er þetta Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hin alræmda : "Þið eruð ekki þjóðin?"
Kári (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 17:32
Þetta þing sem fyrirlítur þjóð sína og lýðræðið svo mjög má þakka fyrir hversu friðsöm og fáguð þjóð þetta er. Víða annars staðar væri búið að taka þau mörg af lífi. Þau eiga okkur ekki skilið og svona spillingarliði færi betur að vera einhvers staðar annars staðar.
Alvöru Íslendingur. (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 17:33
Afhverju ætti maðurinn að hafa þóst kjósa Vinstri Græna. Ég þekki fjölda manns sem hafa kosið bæði VG og xD. Það er ekki sjaldgæf manntegund. Yfirleitt er það fólk sem er ekki nógu sveitó og heimóttarlegt til að þrá að ganga í hvítramanna klúbbinn úrelta Evrópusambandið, og ekki nógu sligað og plagað af minnimáttarkennd og Stockholmssyndrome til að þrá að borga Icesave, og of vel menntað og greint til að fyrirlíta lýðræði. Um leið er þetta fólk engir flokkshundar og atkvæði þess því óútreiknanlegt. Ég hef kosið alla flokka á Íslandi nema tvo, annar þeirra er hægri, hinn vinstri. Ég gæti kosið annan þessara flokka næst. Sama gildir um flest fólk sem ég þekki sem er vitiborið, hugsandi og heimspekilega þenkjandi, það er sjaldan eða aldrei flokkshundar og ekki hægt að kaupa atkvæði þess í áskrift eins og heilalaus múgsins.
Vinstri-hægri-snú (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.