Forsetinn, þríflokkurinn og þjóðin

Valið sem forseti Íslands stendur frammi fyrir er á milli hrunflokkanna tveggja, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, auk Júdasardeildar Vinstri grænna annars vegar og hins vegar þjóðinni. Ólafur Ragnar Grímsson forseti er með það í hendi sér hvort lærdómur hrunsins verði sá að almenningur eigi að axla óreiðuskuldir samkvæmt ákvörðun að ofan eða að þjóðin fái að segja álit sitt á ákvörðun þríflokksins.

Í húfi er mun meira en ein ríkisstjórn. Verði Icesave-samningur ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins samþykktur án atbeina þjóðarinnar er hætt við að þau samfélagsöfl nái yfirhöndinni sem telja hrunið tæknileg mistök en ekki afhjúpun á rangri stefnu í grundvallaratriðum.

Forsetinn hlýtur að taka afstöðu með þjóðinni. 

 


mbl.is Forsetinn kominn að niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Vonum það Páll ! vonum það sáttarinnar og framtíðarinnar vegna.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 20.2.2011 kl. 13:47

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kjósum!

Guðmundur Ásgeirsson, 20.2.2011 kl. 14:01

3 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Páll. Það væri fróðlegt ef einhver rannsóknarblaðamaðurinn bæri saman nöfn þeirra alþingismanna Sjálfstæðisflokksins sem samþykktu tillöguna um Icesave-ábyrgð og lista yfir nöfn styrkþega kosningaframlaga (í lækkandi röð eftir styrkupphæð) sem var í hámæli fyrir um tveimur árum; hvort samhengi sé á milli styrkupphæðar og samþykktar á ólögunum. Tilgátan væri sú að Já-menn hafi með jái sínu verið að þóknast atvinnurekendum fremur en grasrótarkjósendum sínum, fólkinu í landinu. Þetta hljóta félagsmenn og kjósendur flokksins að gera kröfu um að verði rannsakað fyrir næstu kosningar.

Það er með öllu ótækt út af fyrir sig að almenningur sé að taka á sig þessa gífurlegu fjárhagslegu áhættu sem fylgir samþykki á Icesamningnum. Þar er verið að skuldbinda þjóðina, almenning, til margra áratuga. Ríkisstjórn sem í mesta lagi tórir í um tvö ár til viðbótar og alþingismenn sem hafa ekki lengra umboð eiga ekki að hafa leyfi til að binda almenning, íbúa og skattgreiðendur Íslands, mörg (10?) kjörtímabil inn í framtíðina og rýra við það með stórkostlegum hætti lífskjörin.

Hefur fólk ekki tekið eftir dæminu um kúgunina á almenningi á Haíti og afleiðingum hennar fyrir efnahag þess lands, eftir mergsjúgandi arðrán á þjóðinni þar í á aðra öld vegna óréttmætra skaðabótakrafna Frakklands?

Kristinn Snævar Jónsson, 20.2.2011 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband