Fimmtudagur, 17. febrúar 2011
Skipulagðar fréttir um heimilisofbeldi
Þegar almannatenglar eru látnir hanna ,,þjóðfélagsumræðu" um afmörkuð málefni er ávallt sú hætta fyrir hendi að kappið beri menn ofurliði. Hættan snareykst ef ofbeldi og kynferðismál eru annars vegar og hins vegar nafnlausar heimildir.
Almannatenglar segja ,,þjóðfélagsumræðu" heppnast ef tiltekinn fjöldi frétta birtist um málefnið og viðtöl fást í Kastljósi og öðrum sambærilegum ljósvakaþáttum. Iðulega er þetta froða sem hvorki varpar nýju ljósi á málefnið né dýpkar skilning á því en örvar ímyndunaraflið því meira.
,,Þjóðfélagsumræða" af þessum toga er framkölluð af fagstéttum og áhugahópum sem hafa sannfæringu fyrir málefninu. Þegar almannatenglar bætast í hópinn er vá fyrir dyrum og nafnlausar heimildir fyrir uppsláttarfréttum grafa enn frekar undan trúverðugleika umfjöllunarinnar.
Aðeins fjórum heimilisofbeldismálum vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekkert ofbeldi á rétt á sér í neinni mynd.
En væri ekki tímabært að kanna eineltis-ofbeldi gegn börnum sem skylduð eru til að mæta í eineltis-grunnskóla þessa lands án þess að hægt sé að kæra slíkt til nokkurrar barnaverndar?
Eru skólarnir lögvarðir til að fara hvernig sem er með ósjálfráða börn án réttláts eftirlits? Og með hörmulegum afleiðingum fyrir ungmennin!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.2.2011 kl. 21:32
Hvers vegna mega aðrir ekki gera það sem Páll Vilhjálmsson er að gera með skirfum sínum oft á sólarhring ?
,,Þegar almannatenglar eru látnir hanna ,,þjóðfélagsumræðu" um afmörkuð málefni.."
Síðan er það annað mál með ofbeldið, hvort Páll er bara aðkoma umræðunni út á tún ! Er það Páli í hag ?
JR (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 23:07
Alveg sammála Páli en sé því miður ekki, hvernig er hægt að breyta þessu, sem væri svo sannarlega ástæða til. Þá er ég reyndar að tala almennt, veit ósköp lítið um heimilisofbeldi gagnvart börnum, sem fréttatengillinn vísar til.
Sigurður (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 00:07
Svokallaðir almannatenglar (PR) hafa aldrei verið almenningi til heilla. Sumir kalla þá blaðafulltrúa. Þeir eru í raun blaðurfulltrúar ákveðinna afla.
Helgi (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 00:20
Hlustaði á frétt um heilsufarsleg áhrif streitu um daginn. Þar var talað um viðamikla rannsókn frá streiturannsóknarstofnun Sænska ríkisins. Fréttaflassið var að streita "getur" verið hættulegri en of mikið vinnuálag. (skil ekki alveg hvar aðgreiningin var gerð á þessu tvennu).
Samkvæmt áralöngum rannsóknum var niðustaða hinnar konunglegu sænsku streiturannsóknarstofnunarinnar sú að besta ráðið gegn streitu væri að hvíla sig "vel" og hreyfa sig "reglulega".
Hallelúja!
Þetta var ein aðalfrétt á RÚV þegar verið var að rífa ICESAVE út úr fjárlaganefnd og hlaut a.m.k. 5 mínútur í helstu fréttatímum.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.2.2011 kl. 02:52
Þessi sænska stofnun er líklega á sama kalíberi og Lýðheilsustofnunin hér heima sem hefur það hlutverk eitt að ráðast nokkrum sinnum á ári í tugmilljóna auglýsingaherferðir til að skerpa á vatnsdrykkju, mjólkurdrykkju og tannburstun landans.
Þessi hundruð milljóna króna og einskis nýta hít hefur að því er virðist, algerlega sloppið við allar þreyfingar um niðurskurð. Ég held að "endnlegur afskurður" væri raunar málið.
Kjaftæðisvæðing okkar fróma lands á sér vonandi ekki margar hliðstæður í heimi hér. Opinberir alþýðusvæfingameistarar eru sannarlega að standa sig.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.2.2011 kl. 03:00
Skilaboðin eru: Hættið að hugsa um hvað við erum að möndla með peningana ykkarog reynið að hafa smá áhyggjur af heilsunni ykkar í staðinn. Þetta klikkar ekki.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.2.2011 kl. 03:05
Já, og skilaboðin eru líka: voða eruð þið ómerkileg að vera að hugsa um peninga á meðan verið er að berja konur og börn. Klikkar ekki heldur.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 09:17
Leggjum niður RÚV. Hverju er þjóðin bættari þó að dóttir Jóns í FME líti í spegil með jöfnu millibili. Leggum niður þetta drasl og sendum Kvennaathvarfinu andvirðið.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 10:38
Sammála þér Páll. Þetta er áróðursiðnaður og hjálpar ekki fólki til að vinna bug á misklíð og ófriði.
Guðmundur (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 11:55
Það er náttúrlega óbrygðult meðal gegn glæpum og heimilisofbeldi að samþykkja icesave og hnykkja svolítið á skattbyrðinni Elín. Svona ef menn vilja eitthvað samhengi í spunann.
Hvað skyldi það vera, sem helst eykur vansæld manna?
Jón Steinar Ragnarsson, 19.2.2011 kl. 01:17
Já, Jón Steinar. Það er þetta með samhengið og spunann. Helga Vala er búin að skrifa fleiri pistla um baráttu sína við sjúkratryggingar en reynir núna að gera undirskriftasöfnunina tortryggilega.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.