Samstíga þjóð í innbyrðis ófriði

Þjóðin er samstíga í stærstu hagsmunamálum sínum. Við höfnuðum afgerandi í þjóðaratkvæðagreiðslu að taka á okkur skuldir óreiðumanna þegar við höfnuðum fyrri útgáfu af Icesave. Við krefjumst þessa að fá að greiða atkvæði um nýjan Icesave-samning.

Þjóðin var einhuga að sniðganga stjórnlagaþingkosningarnar, um þriðjungur kjósenda mætti á kjörstað.  Um 70 prósent þjóðarinnar vilja að Ísland standi utan Evrópusambandsins.

Í tvö ár hefur verið samstaða meðal þjóðarinnar að efna ekki til ófriðar á vinnumarkaði til að við getum unnið okkur úr eftirmálum hrunsins.

Þjóðin er einhuga um að verja grunngerð íslensks samfélags eins og það hefur þróast síðustu áratugina.

Afgerandi samhljómur er meðal þjóðarinnar að orkuauðlindir landsins skuli vera í almannaeigu.

Þeir sem segja Íslendinga ekki sýna sjálfum sér samstöðu vaða villu. Um 20-30 prósent þjóðarinnar eru atvinnuþrasarar með kverúlantaívafi á meðan 70 til 80 hundraðshlutar eru með trausta dómgreind og heilbrigða skynsemi.

Í heildina eru Íslendingar afbragðs fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða stjórnmálaflokkur styður og berst fyrir þessa þjóð sem þú svo vel lýsir? Ég held að það skorti tilfinnanlega stjórnmálafl sem kemur þessum málum áfram.

JóhannJ (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 18:20

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er dýrt spaug, Páll, fyrir samhenta þjóð, að kjósa yfir sig hreinræktaða vinstristjórn. Nú sjáum við með skýrum hætti hvaða merkingu þjóðaratkvæðagreiðsla hefur hjá þessu vinstra pakki. Þú fyrirgefur orðbragðið. Það er alveg sama hvar brugðið er niður fæti, hugtökin lýðræði, mannréttindi, þjóðaratkvæðagreiðsla o.s.frv. eru bara innihaldslausir og merkingarlausir orðaleppar í munni vinstrimanna, með fáeinum undantekningum. Því miður.

Gústaf Níelsson, 17.2.2011 kl. 20:35

3 identicon

Heldur er nú mikil hentistefnan hjá vinstra fólkinu þegar raunverulega liggur á að setja mál í þjóðaratkvæði.

Núna ríður á að fólk fái að hafa um málið að segja til að sátt náist um niðurstöðuna á endanum.

jonasgeir (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 20:40

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, Gústaf, þjóðin var í taugaáfalli eftir hrunið og í fyrsta sinn í stjórnmálasögunni fengu vinstriflokkarnir meirihluta. Öllum getur orðið á.

Páll Vilhjálmsson, 17.2.2011 kl. 20:40

5 identicon

Sammála þér um þetta Páll. Forsætisráðherra hefur hvað eftir annað sagt þjóðinni að hún verði að greiða Icesave skuldir óreiðumannanna vegna hinnar stórkostlegu áhættu sem dómstólaleiðin hafi í för með sér. Hvað veit hún um það, sem aðrir vita ekki? Fréttamenn hafa ekki mér vitanlega krafið hana um rök fyrir þessum upphrópunum. Er ekki löngu tímabært að hún segi okkur hvaða vitneskju hún býr yfir? Er það ekki lágmarkskrafa að þjóðin viti alla málavexti í jafn afdrifaríku máli? Ég tel satt að segja að það alþingi, sem núna situr, sé óhæft til þess að afgreiða þetta mál þótt það sé búið að troða málinu í gegn.

          Þorvaldur Ágústsson.

Þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 21:42

6 Smámynd: Gústaf Níelsson

Og verra þykir mér Páll, þegar forusta Sjálfstæðisflokksins og bróðurparturinn af þingflokki hans, leggst á sveifina með óhæfri ríkisstjórn í þessu sérkennilega Icesave-máli. Er stjórnmálamönnum nútímans óljóst að skattlagningarvaldi þeirra eru takmörk sett? Hvaðan kemur þeim heimild til þess að leggja skuldir á herðar þeim, sem ekki stofnuðu til þeirra? Það hefur orðið augljós trúnaðarbrestur á milli þings og þjóðar - stjórnmálamennirnir eru hreinlega getulausir með öllu og láta hrekjast undan yfirgangssömum Bretum og Hollendingum. Það er siðferðislega rangt af stjórnmálamönnum að leggja skuldir á almenning, sem stofnaði aldrei til þeirra. Hvar eru annars allir siðfræðingarnir núna?

Myndi breskur og hollenskur almenningur láta það yfir sig ganga að stjórnmálamenn þeirra sendu þeim reikning til að dunda við að greiða næstu þrjá áratugina, eða svo, sem næmi jafnvel meira en ársfjárlögum ríkja þeirra, vegna þess að einkafyrirtækjum heppnaðist ekki viðskiptatækifærið? 

Örugglega ekki.

Gústaf Níelsson, 17.2.2011 kl. 21:46

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður bara verður orðlaus! af hugaflugi þínu !!,helt bara að þetta ættiryrðu ekki til,en það er nú það!!!/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 17.2.2011 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband