Þingmenn Sjálfstæðisflokksins gætu skipt sköpum

Ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafna tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu ásamt ríkisstjórnarflokkunum verður afgerandi þingmeirihluti gegn því að þjóðin fái að segja sitt álit á Icesave-samningunum.

Afgerandi meirihluti gegn þjóðaratkvæðagreiðslu á alþingi hækkar þröskuldinn sem  Ólafur Ragnar Grímsson þarf að stíga yfir til að synja væntanlegum lögum staðfestingar og vísa þar með Icesave-samningum til þjóðarinnar.

En Ólafur Ragnar er skreflangur maður.


mbl.is InDefence hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þeir GÆTU skipt sköpum.

En ekki úr því sem komið er.

Það er búið að kaupa allt þetta fólk. Frá því síðasta vor hafa stjórnarflokkarnir unnið í því að kaupa hvern og einn einasta þingmann Sjálfstæðisflokksins til stuðnings við Icesave. Þetta hefur verið gert með ýmsum gjöfum og greiðum, bitlinum, soprslum og utanlandsferðum.

Því miður.

Jóhanna (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 19:46

2 identicon

Trúi því ekki að nokkur hugsandi maður bindi vonir við forsetann.

Þeim manni er á engan veg treystandi.

Rósa (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 21:07

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þá er bara eftir að fá Geir H. til að endurtaka: GUÐ BLESSI ÍSLAND.

Sigurður I B Guðmundsson, 15.2.2011 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband