Þriðjudagur, 15. febrúar 2011
Össur með bundið fyrir augun í Litháen
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra heimsótti Litháen og falaðist eftir stuðningi við umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Litháar játtu því enda telja þeir sig eiga Íslendingum skuld að gjalda vegna stuðnings okkar við sjálfstæðisbaráttu þeirra fyrir 20 árum.
Litháum er annt um sjálfstæði sitt og þess vegna ætla þeir að fresta upptöku evru en áætlanir gerðu ráð fyrir að evra yrði lögeyrir í Litháen árið 2014. Stjórnvöld óttast að evruvæðing hagkerfisins muni leiða til verri lífskjara, m.a. með því að lífeyrir lækki. Evruríkin eru 17 og glíma við margháttaðan vanda þar sem ein mynt þjónar ekki hagsmunum ólíkra hagkerfa.
Frestun Litháa á upptöku evru endurspeglar vaxandi óvissum um framtíð myntsvæðisins.
Auðvitað veit utanríkisráðherra Íslands ekkert um umræðuna í Evrópu um framtíð evrunnar. Össur hvorki heyrir né sér neitt sem brýtur í bága við samfylkingarveruleikann.
Athugasemdir
Það er alveg sama hvar Össur er staddur , hann er alltaf með bundið fyrir augun og steypumerg í eyrunum.
Númi (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.