Ólíkt hafast þeir að Ólafur Ragnar og Össur

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er meðvitaður um hagsmuni Íslands í bráð og lengd. Í Silfri Egils í dag fór hann yfir möguleika þjóðarinnar til að sjá óbornum kynslóðum Íslendinga fyrir lífsgæðum eins og þau best gerast í heiminum. Forsetinn nefndi meðal annars  norðurslóðir og fyrirsjáanlegar breytingar þar vegna hlýnunar. 

Til að Íslendingar njóti góðs af þeim tækifærum sem bjóðast vegna aðgengis að norðurslóðum þurfum við að hafa samningsumboðið sjálfir. Við þurfum sem fullvalda þjóðríki að semja við Rússa, Bandaríkin, Kanada, Norðmenn og Grænlendinga um hvernig málum skuli hagað á norðurslóðum.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gætir ekki hagsmuna Íslands þegar hann reynir að troða okkur inn í Evrópusambandið. Í Evrópusambandinu myndu samningar sem lytu að viðskiptum og fiskveiðum vera gerðir fyrir okkar hönd af mönnum frá Brussel. Hagsmunir meginlandsríkja Evrópu gagnvart viðsemjendum eins og Rússum, Bandaríkjamönnum og Kanada eru margvíslegir. Að stórum hluta eru þeir hagsmunir Íslendingum óviðkomandi.

Össur ætti að kannast við Brusselleiðangurinn er feigðarflan og hætta við þessa vitleysu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband