Laugardagur, 12. febrúar 2011
Jón Ásgeir fær einkaveruleika hjá 365
Í boði Landsbankans fær Jón Ásgeir Jóhannesson að halda eignarhaldi sínu á 365 fjölmiðlum eins og ekkert hafi í skorist. Jón Ásgeir leggur áherslu á að tapa ekki fjölmiðlaveldi sínu vegna þess að blöð og rafmiðlar í hans eigu búa til sérhannaðan veruleika handa eiganda sínum.
Í kvöld bjó Stöð 2 nýja útgáfu af heiminum handa Jóni Ásgeir og Fréttablaðið/visir.is endurvarpaði hönnun veruleikans.
Samkvæmt fjölmiðlum Jóns Ásgeirs er hann skilvís og maður orða sinna. Án fjölmiðlanna væri Jón Ásgeir fortapaður. Landsbankinn hlýtur að sjá stóran mann í Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.
Athugasemdir
Það verður aldrei það sama einhver Jón og Jón Ásgeir !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
ransý (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 22:42
Hve marga ráðamenn og aðra ríkisbubba skyldi Jón Ásgeir vera með í vasanum?
Númi (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 22:57
ESB AÐILD ER ÚTRÁSARÆVINTÝRI ÍSLENSKU EMBÆTTIMANNAELÍTUNNAR.
Jóhanna og Steingrímur vita að ef einhver kann til verka í útrás á kostnað þjóðarinnar þá er það Jón Ásgeir. Fjöregg beggja eru fjölmiðlarnir sem þau hafa sameiginlega í hendi sér.
Hegðun og tilsvör ríkistjórnarinnar er í öllu hátterni nákvæmlega eins og var hjá banka- og útrásarmönnum- eins og bergmál!
Enda voru flestir stjórnendur gamla Landsbankans ráðnir sem ráðgjafar núverandi ríkisstjórnar - ásamt Jóni Ásgeiri svo er allavega að sjá.
Útkomanaf þessu öllu mun því miður verða sú sama það verður ANNAÐ HRUN! Embættismannaelítan ætlar að bjarga eigin skinni og sinni útrás sama hvað það kostar. Nema eitthvað verði til að stöðva þetta ferli.
Það er trú mín að bjartasta von Íslands og eina von Íslands er þjóðin sjálf.
Anna Björg Hjartardóttir, 13.2.2011 kl. 00:41
Svo að ég hljómi eins og Grána gamla, þegar hún á góðum degi er að úthúða íhaldinu: Það þarf að rannsaka í smáatriðum og birta opinberlega, hvers vegna Landsbankinn og Arion banki hafa stutt Bónusfeðgana í einu og öllu (þótt Jón Ásgeir launi síðarnefna bankanum það ofeldi, eins og hann er maður til). Hver trúir, að fagleg bankasjónarmið hafi ráðið för? Bankaleynd var aldrei hugsuð til að hylma yfir með bankamönnum, sem breyta rangt. Né heldur pólitískum yfirboðurum þeirra. Slík rannsókn á athæfi þessara tveggja banka er ein helzta forsenda þess, að friður geti skapazt í samfélaginu.
Sigurður (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.