Kortér-fyrir-þrjú stefnan í ESB-málum

Íslensk stjórnvöld hafa ekki enn skilgreint samningsmarkmið sín gagnvart Evrópusambandinu þótt rúmt ár er síðan viðræður hófust. Orðvar sendiherra ESB á Íslandi, Timo Summa, vekur athygli á þessu atriði í viðtali við Fréttablaðið í dag. Í samningsmarkmiðum umsóknarríkja eru brýnustu þjóðarhagsmunir skilgreindir. Af hálfu umsóknarríkis eru samningsmarkmiðin upphafið og endir umsóknarinnar. Ekki hjá íslenskum stjórnvöldum, sem virðast ætla sér inn í Evrópusambandið og finna út eftirá hvers vegna við fórum þangað inn.

Samfylkingin, sem ber ábyrgð á því að við sóttum um aðild, veit hversu mikilvægt er að skilgreina samningsmarkmið. Á landsfundi flokksins í nóvember 2003 var samþykkt að skipa nefnd um Evrópumál. Verkefni nefndarinnar var í fjórum liðum. Annar liður er eftirfarandi: „Skilgreina ítarlega hver helstu samningsmarkmið Íslendinga ættu að vera í aðildarviðræðum við Evrópusambandið með hliðsjón af stækkuðu Evrópusambandi." 

Evrópunefnd Samfylkingarinnar skilaði aldrei neinum samningsmarkmiðum. Fram að hruni vann flokkurinn ekki í Evrópumálum en stökk á þau eftir október 2008 til að draga athyglina frá ábyrgð Samfylkingarinnar á hruninu. Það var ekki ígrundað mat á hagsmunum Íslands sem bjó að baki Evrópustefnu Samfylkingarinnar heldur var það pólitísk taktík sem knúði á um leiðangur til Brussel.

Undirbúningsvinna vegna aðildarumsóknar Íslands var í skötulíki og af því leiðir er ferlið allt á forsendum Evrópusambandsins, eins og Björn Bjarnason bendir á í leiðara Evrópuvaktarinnar.

Íslenska stjórnkerfið þjónar ekki hagsmunum þjóðarinnar í Evrópumálum. Embættismenn láta misnota sig í þágu flokkspólitískrar umsóknar. Stefán Haukur Jóhannesson aðalsamningamaður Ísland varð ber að himinhrópandi dómgreindarleysi á fundi nýverið þegar hann þóttist ekki vita að Ísland myndi greiða með sér inn í Evrópusambandið.

Ísland á aðeins einn kost í stöðunni og það er að draga tilbaka umsóknina um aðild að Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Neðanmálsgrein til upprifjunar á upphafi lítt ígrundaðs Evrópuleiðangurs Samfylkingar. Í stað þess að spyrja beint hvort Samfylkingin ætti að beita sér fyrir því að Íslendingar sæktu um aðild að Evrópusambandinu lagði forystan eftirfarandi spurningu fyrir félagsmenn árið 2002 : „Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og að hugsanlegur samningur verði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar?"

Sjá blogg um þetta frá 2008.

Páll Vilhjálmsson, 12.2.2011 kl. 11:17

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

            Sú tæra vinstri,kann ekki mannganginn.

Helga Kristjánsdóttir, 12.2.2011 kl. 11:59

3 Smámynd: Elle_

Munum hvað Evrópuumsóknin er nátengd lögleysunnni ICESAVE: Evrópusambandið hefur oft lýst yfir kröfum um að við borgum ólöglegu kröfuna og það eru Evrópusambandssinnar sem vilja leggjast svo lágt.  Hafa víst ekki æru.

Elle_, 12.2.2011 kl. 12:49

4 Smámynd: Elle_

Gegn ICESAVE-KÚGUNINNI:  http://kjósum.is/ 

Elle_, 12.2.2011 kl. 12:55

5 Smámynd: Elle_

Prófa aftur, hitt virkaði ekki að ofan: http://kjósum.is/

Elle_, 12.2.2011 kl. 12:59

6 identicon

Hvernig les Skrattinn Biblíuna? Ég veit það ekki en ljóst er að Páll hefur ekki lesið viðtalið við Timo Summa. Hvert er aðalatriði viðtalsins? jú, Timo segir að tímasetning aðlögunar sé algerlega í höndum Íslendinga en í síðasta lagi á degi inngöngu. Mánuðum saman hefur Páll haldið því fram að samingsferli væri í reynd og samhliða aðlögunarferli.Þetta er rangt og Páll kýs að lesa þetta ekki.Timo hælir Íslendingum fyrir hágæða vinnubrögð. Þetta fór líka framhjá Páli. En hvað liggur næst fyrir? jú,Ísland mun leggja fram samningsmarkmið í hverjum málaflokki. Gangur ferlisins er sá að samningsmarkmið eru mótuð hjá stjórnmálaflokkum, Alþingi og ríkisstjórn. Þetta er hinn eðlilegi gangur málsins segir Timo. Páll las þetta ekki og skildi þarafleiðandi ekki.(Mun koma síðar að stefnumótun Samfylkingar í Evrópumálum.)

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 13:04

7 identicon

Mér finnst sérkennilegt að hvorki Guðmundur 2 né Gunnar hafa bent á merkilega könnun sem var gerð á vegum Viðskiptaráðs en aðalatriði hennar eru þessi:Í nýrri viðhorfskönnun sem Viðskiptaráð Íslands lét framkvæma fyrir Viðskiptaþing 2011 kemur fram að rúm 61% forsvarsmanna um 400 fyrirtækja telja annan gjaldmiðil en íslensku krónuna þjóna best hagsmunum íslensks viðskiptalífs.

Einungis 24% sama hóps telur að íslenska krónan þjóni þessum hagsmunum best, á meðan tæplega 15% telja að þessir möguleikar þjóni hagsmunum viðskiptaskiptalífsins jafn vel.

Könnunin var framkvæmd af fyrirtækinu Maskínu dagana 13.-31. janúar 2011. Alls voru 720 forsvarsmenn atvinnulífs í úrtaki könnunarinnar og svarhlutfall var um 57%.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 13:11

8 identicon

Heill og sæll Páll; sem og aðrir gestir, þínir !

Hrafn Arnarson !

Mér finnst rétt; að vekja athygli þína á því, að svokallað Viðskiptráð, eru hrein og klár hryðjuverka samtök, sem kyntu elda sína, sem meðal annarra, stuðluðu að falli þjóðfélagsins, Haustið 2008.

Því; eru tilvitnanir þínar, til þessa ''ráðs'', ómarktækar með öllu, ágæti drengur.

Mér sýnist; sem Íslendingar þurfi nú - að rísa upp; gegn ósómanum hér heima fyrir, og fara að fordæmi Túnismanna og Egypta,, skiljir þú, hvað ég á við, Hrafn minn.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi - sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 14:14

9 identicon

Hrafn.  Ætlarðu að segja mér að þú skiljir ekki eða þykist ekki skilja það sem stendur í tilskipun Evrópusambandsins og Páll hefur margoft vitnað í?

 Hann skrifaði.:

"Hvorki alþingi og enn síður þjóðin hafa veitt ríkisstjórn Jóhönnu Sig. umboð til aðlögunar Íslands að Evrópusambandinu. Í aðdraganda þess að alþingi samþykkti aðildarumsókn 16. júlí 2009 voru skipulagðar blekkingar hafðar í frammi um að Ísland færi í óskuldbindandi viðræður við Evrópusambandið.

Evrópusambandið býður ekki upp á óskuldbindandi viðræður, aðeins aðlögun sem felur í sér að umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp lög og regluverk sambandsins, samtals 90 þúsund blaðsíður. Í útgáfu Evrópusambandsins segir ótvírætt hvað aðlögun felur í sér."

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable. (bls. 9, annar dálkur).

 "Ef ríkisstjórninni helst á því að afsala fullveldi þjóðarinnar til Evrópusambandsins án þess að hafa umboð er komið fordæmi fyrir innlimun Íslands í Evrópusambandið án kosninga."

.................

Viltu gjöra svo vel að leggja fram þýðinguna sem Samfylkingin lét þig hafa.

Þú getur nú ekki ætlast til að inngönguandstæðingar fari að grafa upp einhverjar kannanir sem þú telur vera þér og þínum málstað hagstæðar, frekar en að við reiknum með að þú birtir staf sem hentar þér og þínu illa.

Aftur á móti, tek ég meira mark á að meirihluta íbúa evruþjóða sem eru á móti gjaldmiðlinum, eins og þeir eru á móti verunni í Evrópusambandinu.  Það eru upplýsingar sem skipta okkur mun meira máli en væntingar og hugmyndir þeirra sem hafa enga reynslu á því sama.  Óánægjan meðal íbúanna hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Þar sem við getum hvort sem er ekki tekið upp evruna án inngöngu, þá skiptir könnun eins og þessi mun meira máli.:

15. feb 2010

"Tæplega 60% forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja telja hagsmunum íslensks viðskiptalífs betur borgið utan Evrópusambandsins. Þó viðhorf séu skipt eftir atvinnugreinum, þá taldi einungis 31% aðspurðra að íslensku viðskiptalífi væri betur borgið innan ESB.

Þessi afstaða gegn aðild að Evrópusambandinu er á skjön við könnun sem Viðskiptaráð framkvæmdi fyrir ári síðan í tengslum við Viðskiptaþingið 2009. Í þeirri könnun var meirihluti hlynntur umsókn um aðild að Evrópusambandinu og taldi hana hafa jákvæð áhrif á stöðu efnahagsmála. Því má segja að veruleg breyting hafi orðið í viðhorfi íslenskra atvinnurekenda í garð ESB undanfarna 12 mánuði."

Mér lýst andskoti vel á dollar og náið samstarf í vesturátt, sem og norðurheimskautalöndin.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 15:56

10 identicon

Sæll, mér finnst að þú ættir að lesa viðtalið við Timo Summa sendiherra ESB. Hann er augljóslega að túlka viðhorf ESB í málinu. Það sem Páll skrifar er annað vandamál og óskylt. Allir hljóta að taka eftir því að hann margendurtekur sömu hluti. Oft birtir hann sömu pistlana lítið sem ekkert breytta. Tilvísunin sem þú minnist á er í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Það sem hann skrifar er einfalt og auðskilið. Meir að segja Staksteinn skilur það. Páll notar mikið efni af öðrum vefsíðum en gleymir stundum að geta þess. Sérstaklega ber að nefna amx.is. Það er auðvitað galli á könnun Viðskiptaráðs að spyrja ekki hvaða gjaldmiðill forystumenn í athafnalífi vilja í stað krónu. Í ljósi þess að 2/3 af bæði inn- og útflutningi Íslands eru til(frá) ESB löndum er kannski hægt að geta sér til um hugsanleg svör. Ég les að þér líst vel á $ og mörg lönd hafa tekið þennan gjaldmiðil upp og vegnað vel. Þorsteinn Már Baldvinsson , forstjóri Samherja, veðjar á evruna. (Hann bendir réttilega á að vaxtakjör eru allt önnur hér en á evrusvæðinu) Forsætisráðherra Dana telur að Danir neyðist til að taka upp evru á komandi árum. Hann telur dönsku krónuna of litla. Með góðum kveðjum.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband