Neysluviðmið er tæki til launajöfnunar

Neysluviðmið mun hækka lægstu launin, sem varla mega vera lægri en 200 þús. kr. og lækka hæstu launin. Lausleg athugun á forsendum neysluviðmiðs gefur til kynna að það endurspegli ,,normal" útgjöld fjölskyldu.

Vísitöluútreikningar af þessu tagi eru áhugaverðir og til margra hluta nýtir. Á hinn bóginn er neysla meira en krónur og aurar. Neyslan er hluti af sjálfsvitund fólks og félagsleg staða þess er háð ýmsum neyslutáknum s.s. gerðum ökutækja og verðmæti húseigna.

Afstaða til neysluviðmiðs verður fóður í pólitíska umræðu.


mbl.is Neysluviðmiðin á netið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þetta á að vera tæki til að hækka lægstu laun þá þarf að hækka þau meira en upp fyrir 200þús. kr. Ég keyrði í gegnum þessa reiknivél og komst að því að til að vera einn í heimili í leiguhúsnæði þarf tekjur upp á ca 450-500þús fyrir skatta (400-450þús ef í eigin húsnæði). Í báðum tilvikum mundi ég halda að húsnæðisþátturinn væri stórlega vanmetinn þar sem leigan var reiknuð á 70þús fyrir 71fm og 60þús fjármögnun á eigin húsnæði.

 Þessar tölur standast ekki þannig að það sem þessi reiknivél segir mér er að allir sem eru með minna en 450þús á mánuði eiga ekki nokkurn séns á að láta enda ná saman.

Kjartan (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 17:13

2 identicon

Ég verð að vera sammála Kjartani. Miðað við 4 fullorðna á mínu heimili er gert ráð fyrir að ég þurfi dæmigerða 170 fm. íbúð. Þessa dæmigerðu íbúð á að vera hægt að leigja fyrir 87.522 á mánuði plús viðhaldskostnað (hússjóður?) upp á 9.350. Það gerir 96.872 á mánuði. Hvar ég á að geta fundið 170 fm íbúð fyrir þetta verð veit ég ekki en ef einhver veit um slíkt má hann endilega láta mig vita.

Ólafur (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 17:46

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ólafur það gæti verið að þú fengir íbúð úti á landi fyrir þennan pening en ekki á höfuðborgarsvæðinu!

Sigurður Haraldsson, 7.2.2011 kl. 18:17

4 identicon

Ólafur; þú segir fjórir fullorðnir í heimili. Hve margir af þeim hafa vinnu? Þó sagt sé í viðmiðunum að þú þurfir 170 fm er leikur einn fyrir þig að ákveða að þú þurfir minna. Ég bý sjálfur (2 fullorðnir og 2 börn) í ca. 110 fm og kemst ágætlega af með það.

Jón (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband