Föstudagur, 4. febrúar 2011
Uppreisn flokksmanna gegn Bjarna Ben.
Atburðarásin eftir yfirlýsingu formanns Sjálfstæðisflokksins um stuðning við Icesave-málið er afgerandi og ótvíræð. Almennir flokksfélagar þvo hendur sínar af umpólun Bjarna Ben. en hann fær viðhlæjendur á Fréttablaðinu og í Samfylkingunni.
Uppreisn almennra flokksfélaga gegn skýlausu broti flokksforystunnar á samþykktum landsfundar er víðtæk og þung sannfæring er um að við svo búið megi ekki standa. Annað tveggja er að flokksforystan sjái að sér eða flokkurinn fær nýja forystu.
![]() |
Samþykkja ekki Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eða þá að náhirðarplebbar eins og þú og fleiri myndið ykkar eigin Davíðsklúbb..
hilmar jónsson, 4.2.2011 kl. 22:44
Þarf fleiri viti en Hilmar Jónsson til að benda okkur á mistök Bjarna og félaga, held ekki. Þegar eina liðið gargar af fögnuði er sama sinnis og hann yfir þessum gjörning þá er eitthvað að.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.