Föstudagur, 4. febrúar 2011
Uppreisn flokksmanna gegn Bjarna Ben.
Atburðarásin eftir yfirlýsingu formanns Sjálfstæðisflokksins um stuðning við Icesave-málið er afgerandi og ótvíræð. Almennir flokksfélagar þvo hendur sínar af umpólun Bjarna Ben. en hann fær viðhlæjendur á Fréttablaðinu og í Samfylkingunni.
Uppreisn almennra flokksfélaga gegn skýlausu broti flokksforystunnar á samþykktum landsfundar er víðtæk og þung sannfæring er um að við svo búið megi ekki standa. Annað tveggja er að flokksforystan sjái að sér eða flokkurinn fær nýja forystu.
Samþykkja ekki Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eða þá að náhirðarplebbar eins og þú og fleiri myndið ykkar eigin Davíðsklúbb..
hilmar jónsson, 4.2.2011 kl. 22:44
Þarf fleiri viti en Hilmar Jónsson til að benda okkur á mistök Bjarna og félaga, held ekki. Þegar eina liðið gargar af fögnuði er sama sinnis og hann yfir þessum gjörning þá er eitthvað að.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.