Löðrungur í stað umræðu

Pólitískt klúður er smitandi og líklega hefur Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins setið einum of marga fundi með forsætisráðherra. Fyrir utan það að vera efnislega og siðferðilega röng afstaða að samþykkja kröfur Breta og Hollendinga vegna Icesave-reikninganna er pólitísk úrvinnsla formanns Sjálfstæðisflokksins með þvílíkum endemum að spyrja má hvaða erindi hann í stjórnmál yfir höfuð.

Í margar vikur hefur það legið fyrir að taka þarf afstöðu til Icesave-samninga ríkisstjórnarinnar. Formanni Sjálfstæðisflokksins var í lófa lagið að efna til viðtækrar umræðu um samninginn með rökum með og á móti. Í stað umræðu kom þögn sem reyndist svikalogn.

Af samþykktum flokksfélaga vítt og breytt um landið má ráða að almennir félagsmenn Sjálfstæðisflokksins telja sig hafa verið löðrungaða af formanni flokksins.

Félag hrunkvöðla, Viðskiptaráð, styður formanninn. Blessun frá hrunfólkinu dugir skammt í íslenskri pólitík anno 2011.


mbl.is Ólga vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loksins kannast SjálfstæðisFLokkurinn við bastarðinn.....Icesave er afkvæmi SjálfstæðisFLokksinns og framsóknar og ekki er það fagurt.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband