Fimmtudagur, 3. febrúar 2011
ESB-áætlun Jóhönnu til heimabrúks
Áður en Jóhanna varð forsætisráðherra var hún með efasemdir um að Ísland ætti heima í Evrópusambandinu. Jóhanna féllst á að gera aðild að kosningamáli fyrir síðustu kosningar til að setja eitthvað annað á dagskrá umræðunnar en setu Samfylkingarinnar í hrunstjórn Geirs H. Haarde.
Jóhanna segir fátt um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í áramótaávarpi sínu fyrir mánuði minntist forsætisráðherra ekki einu orði á Evrópusambandsaðild. Í ávarpi á flokksráðsfundi nýverið sagði Jóhanna það eitt að Samfylkingin myndi tryggja að þjóðin fengi að greiða atkvæði um aðildarsamning.
Jóhanna Sig. er ekki með neina ESB-áætlun umfram það að sækja um. Aðildarumsóknin var alltaf hugsuð til heimabrúks.
Allt samkvæmt áætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.