Miðvikudagur, 2. febrúar 2011
Krónan er bakhjarl efnahagsbatans
Krónan er ómissandi verkfæri í efnahagsstjórnun landsins. Við hrunið lækkaði gengi krónunnar og dreifði byrðum jafnt á háa sem lága. Jafnframt stórbætti gengislækkunin samkeppnisstöðu landsins, fleiri ferðamenn heimsóttu landið og innlendur iðnaður tók fjörkipp.
Án krónunnar væri Ísland með írska útgáfu af kreppunni sem er hvorttveggja dýpri og langærri eins og alþjóð viðurkennir.
Aðildarsinnar sem vilja farga krónunni og taka upp evru eru í reynd að biðja um að þjóðin verði kefluð á höndum og fótum og geti sér enga björg veitt en verði komin upp á náð og miskunn Evrópusambandsins.
Vextir lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er hárrétt hjá þér! Kíkið á þetta, ef þið hafið ekki séð þetta http://www.youtube.com/watch?v=HwQv5VAqQAg
anna (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 11:22
Íslenskir ráðamenn og bankamenn reyndu allt hvað þeir gátu til að bjarga bönkunum. Það var gengið fram á ystu nöf. Seðlabanki Íslands varð gjaldþrota sem er einsdæmi á Vesturlöndum. Nú voru tveir kostir fyrir stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ríkið gat lýst yfir vanskilum (samsvarar gjaldþroti fyrirtækja og einstaklinga) og leitað nauðarsamninga. Þessa leið hafa ýmis ríki farið og er Argentína líklega þekktasta dæmið. Hin leiðin var að einkabankarnir færu í gjaldþrot. Það hafði í för með sér gífurlegt tap erlendra kröfuhafa, s.s. þýskra banka sem höfðu reyndar grætt mikið á íslenskum bönkum áður. Við þessar aðstæður hrinur gengi krónunnar að verðgildi. örmyntin sem var mikilvægur örlagavaldur í hruninu og leiksoppur innlendra og erlendra vogursjóða og fjármálabraskara fellur eins og steinn í loftleysi og það er ekki ákvörðun neinna stjórnvalda. Með einni svipan er ísland gert að láglaunalandi og erlendar og innlendar skuldir vaxa í óþekktar hæðir. En í öllu þessu felast möguleikar. Þau fyrirtæki sem hafa tekjur í erlendum gjaldeyri og greiða kostnað í íslenskum krónum sjá fram á bjarta framtíð. Skýrasta dæmið eru sjávarútvegsfyrirtæki. Á síðustu árum hafa tekjur þeirra vaxið mun hraðar en kostnaður. Eigið fé fyrirtækjanna hvarf nánast 2008 en nú vex það hratt aftur. Í nýjustu Hagtíðindum má lesa nánar um þetta.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.