Miðvikudagur, 2. febrúar 2011
Ábyrgð forsætisráðherra á klúðrinu
Stjórnlagaþingið var samfylkingarklúður frá a til ö og forsætisráðherra ber sérstaka ábyrgð á málinu. Jóhann Sig. kallar til sín forystumenn flokkanna til að dreifa ábyrgðinni annars vegar og hins vegar finna aðrar leiðir úr klúðrinu en að viðurkenna mistökin.
Stjórnarskráin kom hvergi nærri hruninu og ætti að fá að vera í friði fyrir taugaveiklun hrunvæddrar stjórnmálamenningar. Ef vilji er til að gera breytingar á stjórnarskrá ætti að fara þekktar leiðir að þeim áfanga.
Krafan sem stendur upp á Jóhönnu Sigurðardóttur er að hún viðurkenni að stjórnlagaþingið hafi verið mistök.
Rætt um aðra kosningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Óttalegt bull er þetta í þér.
Klúðrið er Hæstaréttar, útibúi íhaldsins.
Sigurður (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 08:10
Pappakassar innsiglaðir með límmiðum. Ég veit ekki. Svo verður enn meiri losaragangur í næstu svona kosningu sem verður etv. esb kosning? Koma á fordæmi. Hvað á maður að halda um fólk sem ekki er treystandi?
GB (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 08:19
Mikið er hatur þitt á Samfylkingunni Palli minn....
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 08:24
Hvað er líklegt að gerist? Höfðað verði mál og ógildingu Hæstarétts á kosningunni hnekkt. Sterk lagaleg rök má færa fyrir því að niðurstaða Hæstaréttar standist ekki. Virtir lögmenn eins og Ragnar Aðalsteinsson og Eiríkur Tómasson halda þessu fram. Það er stór ákvörðun að ógilda kosningar og rökstuðningur Hæstaréttar er afar veikburða. Kosningaréttur er mikilvæg mannréttindi. Dæmi frá öðrum löndum ,t.d. Þýskalandi og BNA sýna okkur að stjórnlagadómstólar þar fara ekki sömu leiðir og Hæstiréttur hér. það er auðvitað hægt að kjósa aftur og líklegast að sú verði raunin. Einnig er hægt að skipa stjórnlaganefnd en sú leið er ólíkleg.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 08:26
Hæstiréttur vísar í lög um kosningar til Alþingis eftir bókstafnum þegar henta þykir en styðst svo ekki við skýra forsendu þeirra laga fyrir ógildingu kosninga heldur gengur þar miklu lengra.
Þetta lykilatriði í úrskurði Hæstaréttar gengur engan veginn upp.
En Heimssýnarflokkurinn er með Samfylkinguna alveg á perunni svo það brenglar sýn á öll mál.
Arnar (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 09:11
Framkvæmdastjóri(í hlutastarfi)Heimssýnar er með Samfylkinguna alveg á perunni(stundum 5(!!)samfylkingarblogg á dag).
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 09:56
Sá formaður sem gegndi forystu í flokki forsætisráðherra næst á undan henni, gerði sér grein fyrir því að það skiptir miklu máli að hafa fólk með sér þegar mikilvægum málum er ráðið til lykta. Þetta var kallað samræðupólitík og átti að vera mótvægi við átakapólitík fyrri ára.
Við vorum sjálfsagt mörg sem kímdum í laumi yfir þessu tali í byrjun. En þegar maður stendur frammi fyrir myndbirtingu hinnar síðarnefndu tíkurinnar, á Alþingi og í öðrum opinberum umræðum, þá verður manni ljóst að þessa dagana grasserar átakpólitíkin sem aldrei fyrr, með öllu því sem fylgir og fylgja ber: gífuryrði, skammir og reiðilestrar.
Flosi Kristjánsson, 2.2.2011 kl. 10:22
Hrafn og Arnar.
Ekki veitir nú af að Palli Vill taki alvarlega á þessum tækifærissinnaða og ófyrirleitna hrunflokki íslenskra stjórnmála, Samfylkingunni.
Flokkur sem kann ekki að biðjast afsökuna eða viðurkenna mistök sín og notar allan sinn kraft í það eitt að troða þjóð sinni undir ESB helsið í Brussel.
Slíkur flokkur er þjóðhættulegur fyrir sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar og honum þarf svo sannarlega að afhjúpa þá og veita þeim öflugt aðhald!
Palli Vill stendur svo sannarlega vaktina í þeim efnum, svo þeim svíður undan, enda fylgið að hrynja af þeim. Meira en fjórðungur fylgis Samfylkingarinnar farinn síðan í síðustu kosningum samkvæmt síðustu skoðanakönnun !
Ætli það sé ekki bara töluvert Palla Vill að þakka og gengdarlausu ESB trúboði flokksforystunnar, sem gengur sem betur fer ákaflega illa í þjóðina !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 10:23
Mikill ótrúlegur lúser er Hrafn baðvörður Baugsfylkingarinnar. Það er undantekning að snillingurinn geti skrifað á eigin spýtur staf sem er ekki bein árás á Pál og hefur ekkert með málefnið að gera. Nema það er copy/paste ESB biblíutexti eins sem ekki er getið hvaðan, og undantekning ef það tengis umræðunni.
Pál má vera hreykinn því að á engum flokki en Baugsfylkingunni og höfuðstöðvum eigandans Jóni Ásgeiri, er haldið út vöktum af bloggrottum sem skilja eftir sig úrganginn á hættulegum síðum handónýtum málstaðnum. Páll er óvinur No.1. Alvarlegar hótanir eru sjálfsagðar hjá þeim drullusokkum sem við það starfa, og hafa verið birtar á síðum dagblaða öðrum til upplýsinga á hvaða plani Baugsfylkingin starfar. Engir legðust svo lágt en Baugsfylkingarliðar og þá væntanlega haldið úti af Evrópusambandsaurunum góðu.
.....................
@ Arnar. Þú er væntanlega búinn að funda með hæstaréttardómurunum sex og Róbert Spanó, til að kynna þeim þínar "merku lagarannsóknir" sem lögfræðiprófessor? - Eða ef til vill enn einn sófasérfræðingur?
.........................
Svo vitna menn í tvo lögmenn og fullyrða að "sterk rök" benda til að hæstaréttardómurinn standist ekki skoðun. Annar þeirra Eiríkur Tómasson er fastur starfsmaður stjórnvalda ásamt eiginkonu sinni með milljóna búntin í vasanum aðeins á þessum starfstíma hreinu vinstristjórnarinnar. Hverju veldur að slík tengsl þykja ekki áhugavert hjá heykvíslahjörðinni? Hvað með Ragnar Aðalsteinsson? Er hann ef til vill Baugsfylkingarmaður sem hefur engum pólitískum hagsmunum að gæta. Er hann ef til vill að vinna fyrir reikning? Eða myndu "aðeins" hægrimenn kaupa sér álit lögmanna ef jafn alvarleg staða sem þessi kæmi upp?
Engin efaðist um ágæti þessa sex dómara á þeim tíma sem mönnum bauðst að gera athugasemdir. Hvers vegna voru þeir ekki þessir viðurstyggilegu Sjálfstæðismenn þá? Hverju veldur að ráðning þeirra var ekki tortryggða? Munið þið Baugsdóminn frá sömu dómurum? Gengu þeir ekki pólitískra erinda Sjálfstæðisflokksins þá? Eða Baugsfylkingarinnar? Þetta vinstra rusl er með slíkum eindæmum miklir lúserar með organdi forsætisráðherraþjóðarskömmina fremsta í flokki.
Hæstiréttur dæmir eftir þeim lögum sem Alþingi leggur þeim fyrir að gera og rökstuðningurinn er skýr. Engin getur dæmt um hvort að einhver hafi skaðast af slóðaskap stjórnvalda. Hvað hefði gerst ef þeir hefðu tekið upp vinnubrögð stjórnvalda og heykvíslahjarðarinnar og ekki virt lögin? 65% þjóðarinnar ærast yfir því að lög eru ekki virt af Hæstarétti? Hver er þá tryggingin að lög verði virt þegar Jónar Jónssynir þyrftu að leita réttar síns hjá rétti sem fer ekki að lögum?
Kosningarreglur voru þverbrotnar og eitthvað bull að það "skaðaði engan" gefi ykkur þann rétt að brjóta lög. Virðingin fyrir þessum skrípaleik sem þjóðin hafnaði er slíkur að sandkassabörn eins og baðkrumminn ættu ekki einu sinn að leggjast svo lágt að reyna að halda á lofti. Skemmtilega þá hefur ekki farið hátt í Baugsmiðlunum og RÚV að Edda Jónsdóttir eftirlitsmaður ÖSE sagði í einhverju földum fréttatíma, að ef að ÖSE hefði annast kosningareftirlitið í stjórnlagaþinskosningunni að öll þau atriði sem Hæstiréttur tiltók í dóminum, hefðu verið þess eðlis að þau hefðu kært framkvæmdina og kosningarnar.
Því leggja liðsmenn heykvíslahjarðarinnar Baugsfylkingarinnar Hrafn og Arnar "lögspekingarnir" fram lista yfir lögbrot sem þjóðinni er frjálst að brjóta þegar það "skaðar engan." Skemmtilegt, að sömu rök eru þau sem auðræflarnir sem lögðu þjóðfélagið í rúst hafa notað vegna meinta afbrota þeirra. "Þau sköðuðu enga."
Aftur á móti er óskiljanlegt að allt í einu að það þykir ekki sjálfsagt hjá ykkur heykvíslahjörð Baugsfylkingarinnar að hundsa niðurstöðu Hæstaréttar. Það skaðar örugglega engan ekki satt. Best að öllu að fyrir mikinn meirihluta þjóðarinnar er að þið haldið áfram að klúðra þessum fáránleikafarsa og láta þennan panel úr Silfri Egils berjast í egótrippi í fjölmiðlum í óþökk þjóðarinnar og undir skrækjum kellingarinnar sem klúðrar öllu sem hún kemst í námundann við. Drullist til að setja stjórnlagaþingsfarsann á fjalirnar, til að skerpa enn betur á mörk meirihlutans sem er búin að fá meira en nóg af stjórnvöldum og aðallega ofbeldi Baugsfylkingarinnar í dauðateygjunum.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 16:47
Er bannað að vera á móti hinum helbláa Guðmundi 2. eða? Hann verður alltaf svo æstur og dónalegur og uppnefnir alla þegar einhver er ekki á sömu skoðun og hann og sérstaklega ef þeir fylgja "Baugsfylkingunni". Má fólk ekki bara vera sammála um að vera ósammála í þessu stjórnlagaþingsmáli? Það er bara endalaust skítkast hérna. Ræða málefnalega!
Skúli (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 17:10
Sýnist þér kratakommar eins og Hrafn og fleiri mæta hér inn til að ræða málefnalega með að ausa Pál Baugsfylkingardrullu?
Þetta með að fara í manninn en ekki boltann, er stærstum hluta andmælenda hans regla en ekki undantekning.
Hefur Skúli haft miklar áhyggjur af því?
Það er sennilega það sem krötum og kommum þykir vera "málefnalegar" umræður þegar þær beinast ekki að þeim og þeirra trúarbrögðum. Skítkast á aðeins að leyfa í eina átt.
Hvað er málið. Ég vil endilega að heykvíslahjörðin haldi þetta fáránlega fjölmiðlasjónþing með að virða ekki landslög, því betra getur ekki gerst fyrir okkur andstæðinga stjórnvalda og flokksdraslið sem stendur þeim að baki.
Skil ekki hvernig fólk nennir að fárast yfir stjórnvöldum, því að þetta er bara eitt af fleiri tugum stærri mála sem þeim hefur tekist að klúðra með glæsibrag. Klúðrið stoppar ekki við ólöglegar kosningar, er jafn öruggt og að nýr dagur kemur á morgun. Allt á sömu bókina lært. Sú gamla hlýtur að skrækja málið alla leið....
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 17:59
Ég hugsa nú að það vilji fáir halda stjórnlagaþingið ("fjölmiðlasjónþing") þegar ekki er farið eftir lögum og ekki er ég að gagnrýna Hæstarréttardóminn þó margir aðrir geri það. Mér sýnist andmælendur bloggarans Páls ekkert ómálefnalegri en hann og margir aðrir, það hafa allir sínar skoðanir og já, mér finnst slæmt þegar farið er í manninn en ekki í boltann. Hins vegar, gerir þú það? Það eru reyndar mjög margir hérna á moggablogginu sem fara í manninn og það er slæmt. Og hver var að segja að skítkast eigi að leyfast í aðra átt? Meinarðu þá í þá átt sem þeir ("Kratakommar") beina honum eða í þá átt sem þú beinir honum? Finnst þér í lagi að kasta skít í menn sem eru ósammála þér í pólitík? Mér sýnist þú mun ómálefnlalegri hér í þessarri færslu heldur en Hrafn. Hættiði þessu bara, allir! Flókið?
Skúli (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 18:59
Ég svara þessum fastagestum eða bloggrottum eins og JR, Hrafni og nokkrum öðrum, ÞEGAR mér blöskrar þeirra tæklingar ÁN BOLTANS. Persónulegt skítkast og sóðaskapur um persónuna Pál, sem hafa ekkert með pistilinn að gera í hvert sinn, sem augsýnilega hittir þá ansi illa fyrir. Páll ber af öðrum bloggurum og stendur fyrir ákveðin mál sem hann fylgir eftir að hörku.
Ég hef ekki vanið mig á að fara í manninn nema það er gert að fyrra bragði við mig eða aðra. Það heitir að svara í sömu minnt. Hvað þér finnst og þá væntanlega með að fylgjast vel með, verður að vera þitt mál, og ekki láta þér detta í hug að ég fari sérstaklega eftir því sem þér finnst. Þessar eilífu aðdróttanir um Pál um hver greiðir hvað og sjálfskipuð ritstjórn Baugsfylkingarmanna á síðunni um að alls ekki má fjalla um flokkinn þeirra, ESB, Baugshyskið eða ríkisstjórnarinnar nema þá í aðdáunarskyni er svo ótrúlegur hroki að hálfa er nóg. Það er rottugangur á síðunni ekki síður en bókstaflegt skítkastið.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 19:52
Æ kommon Guðmundur ekki þessa viðkvæmni hérna. Rottugangur og hroki, er það ekki á öllum bloggsíðum þar sem menn koma saman til að skipast á skoðunum? Mér kemur nú ekki á óvart að Samfylkingarmenn komi á þessa síðu að tjá sínar skoðanir enda töluvert mikið af færslum um flokkinn, ríkisstjórnina, ESB o.s.frv. á síðunni enda sérstakt áhugamál Páls. Ég er ekkert að biðja þig um að fara eftir því hvað mér finnst enda gæti mér ekki verið meira sama. En skemmtilegt að sjá að þú telur þig vera einhvers konar siðferðispostuli sem berst gegn röngum athugasemdum þeirra sem koma með mótgagnrýni (eða rottugangi) við bloggfærslurnar hér og allt í góðu með það, sérstaklega ef það eru "Baugs"menn!
Skúli (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.