Ólína stillir Ögmundi upp við vegg

Þingmaður Samfylkingar segir að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra verði annað tveggja að éta orð sín um dómgreindarleysi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eða segja af sér ráðherradómi. Í færslu sem Ólína Þorvarðardóttir skrifaði á blogg sitt í kvöld orðar hún afarkostina ótvírætt

Ætlaði hann að starfa áfram undir verkstjórn þess sama forsætisráðherra hvers dómgreindarbresti hann hefði lýst? Ef svarið væri já – ætlaði hann þá að draga orð sín til baka? Ef svarið við síðari spurningunni væri nei – hvernig ætlaði ráðherrann þá að vera maður orða sinna?

Í framhaldi má spyrja Ólínu, ef Ögmundur bregst ekki við frýjunarorðum hennar, hvort þingmaðurinn treysti sér að styðja ríkisstjórn með Ögmund innanborðs?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ólína er að máta sig í stól formanns Samfylkingar. Það er augljóst á afstöðu hennar frá áramótum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.1.2011 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband