Mánudagur, 31. janúar 2011
Ólína stillir Ögmundi upp við vegg
Þingmaður Samfylkingar segir að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra verði annað tveggja að éta orð sín um dómgreindarleysi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eða segja af sér ráðherradómi. Í færslu sem Ólína Þorvarðardóttir skrifaði á blogg sitt í kvöld orðar hún afarkostina ótvírætt
Ætlaði hann að starfa áfram undir verkstjórn þess sama forsætisráðherra hvers dómgreindarbresti hann hefði lýst? Ef svarið væri já ætlaði hann þá að draga orð sín til baka? Ef svarið við síðari spurningunni væri nei hvernig ætlaði ráðherrann þá að vera maður orða sinna?
Í framhaldi má spyrja Ólínu, ef Ögmundur bregst ekki við frýjunarorðum hennar, hvort þingmaðurinn treysti sér að styðja ríkisstjórn með Ögmund innanborðs?
Athugasemdir
Ólína er að máta sig í stól formanns Samfylkingar. Það er augljóst á afstöðu hennar frá áramótum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.1.2011 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.