Sunnudagur, 30. janúar 2011
Er Grímur Sæm. Keflvíkingur?
Helstu rökin fyrir endurreisn gjaldþrota Sparisjóðs Keflavíkur voru að ,,hin staðbundna taug." Staðbundin taug fjárglæframannanna sem stýrðu SpKef náði til Reykjavíkur þar sem Valsarinn Grímur Sæmundsen fékk milljarða króna að láni á haldgóðra veða.
Viðskiptablaðið vekur athygli á að fiskur er undir steini í málatilbúnaði suður með sjó.
Endurreisn SpKef getur ekki orðið á þeim forsendum að bjálfarnir sem keyrðu sjóðinn í þrot sitji áfram og fái almannafé til að leika sér fram að næsta gjaldþroti.
Athugasemdir
Lyktin er mikil og vond.
karl (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 16:28
Tenging Gríms er í gegnum Bláa lónið, sem vissulega er á Suðurnesjum. Hverju það breytir um óvarkára lánastefnu er svo annað mál.
Andrés Magnússon, 30.1.2011 kl. 16:37
Ég held, að "bjálfarnir" í Sparisjóðnum í Keflavík séu allir eða flestallir farnir, þótt það gerðist alltof seint. Strax við uppgjör á fyrstu sex mánuðum árins 2008 með 10,6 milljarða tapi var ljóst, að búið var að eyðileggja sjóðinn. En áfram sátu "bjálfar" lengi enn, eins og ekkert hefði í skorizt, þökk sé Fjármálaeftirlitinu. Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri tilkynnti 22. apríl 2009, að hann mundi hætta á árinu, sem hann gerði en ekki umsvifalaust. Ýmsir viðskiptavinir og óbreyttir starfsmenn eru víst líka farnir, og endurreisn á sjóðnum með ríkisfé er ærið umdeilanleg. Ég er ekki einu sinni viss um, að almenningur í héraðinu knýi á það, enda er sjóðurinn varla lengur mikilvæg lánastofnun fyrir hann.
Sigurður (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.