Sunnudagur, 30. janúar 2011
Kviðrista vinstri grænna og Jóhanna
Jóhanna Sig. telur sig eiga Steingrím J. og þingflokk Vinstri græna eftir að forystan lyppaðist niður fyrir kröfu Samfylkingar í upphafi stjórnarsamstarfs að helförin til Brussel skyldi farin. Þegar stjórnmálaflokkur gefst upp á tilverugrunni sínum er flokkurinn ekki lengur sjálfs sín ráðandi. Andstaðan við ESB-aðild er barátta fyrir þjóðfrelsi sem í 80 ár hefur verið hornsteinn róttækra vinstristjórnmála á Íslandi.
Samlíking Steingríms J. við innyflin er vel til fundin. Formaðurinn og Júdasardeildin kviðristu flokkinn með ESB-umsókninni. Innyflin liggja úti og Jóhann traðkar á þeim í pirringi vegna þess að enn leynist líf í ærlegu deildinni í Vinstri grænum.
Vinstri grænum blæðir út og það hlakkar í Jóhönnu Sig. og samfylkingarforystunni.
Eigum ekki að hræra í innyflum hvers annars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll: Held að kommentin þín við fréttir moggans séu orðin óþörf.
Þú bloggar við nánast allar fréttir þar sem þú á ótrúlega þráhyggjulegan hátt fléttar SF, Baugi, VG og ESB í einn hrærigraut, og hann er örugglega orðinn lesendum þínum ljós.
Held að þetta sé alveg komið hjá þér......
hilmar jónsson, 30.1.2011 kl. 12:57
Endilega haltu áfram Páll. SF, Baugur, VG og ESB í einum hrærigraut er alveg ómissandi í morgunsárið með smá dassi af Hilmari Jónssyni.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 13:14
Hilmur, við skulum taka mark á Elínu.
Páll Vilhjálmsson, 30.1.2011 kl. 13:22
Hilmari finnst óþægilegt þegar bent er á svik Steingríms við kjósendur Vg. Þetta er þó hinn raunverulegi vandi ríkisstjórnarinnar og því fyrr sem hún gerir sér grein fyrir því, því fyrr getum við komist úr sporunum.
Í Silfrinu áðan vildi kollegi þinn Magnús Geir meina að nú ættum við öll að vinna saman. Þagga ætti í andmælaröddum. Þetta er tilboð Sf um að allir gangi nú í takti við hana svo hún þurfi ekki að vera uppá Vg komin með inngönguna í ESB.
En Sf kaus að vinna með Vg í hreinni "vinstristjórn". Þetta er sú sæng sem Sf breiddi út og Vg skreið uppí. Þeirra er klúðrið og þeirra er að leysa úr því.
Það er best gert, með heill íslensku þjóðarinnar í huga, með afsögn.
Ragnhildur Kolka, 30.1.2011 kl. 13:33
Og þingmaðurinn sem sagði af sér í 2 mánuði vegna spillingar, kom svona ljómandi vel út í Silfrinu, hehe....
hilmar jónsson, 30.1.2011 kl. 14:20
Höldum áfram á líkingamáli,S.F. er eins og handboltalið,nú virðist Össur vera á bekknum,meðan Jóhanna brennir af,trekk í trekk,blótar dómaranum sem dæmir ruðning á hana.
Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2011 kl. 14:56
Fullkomlega sammála Ragnhildi Kolka ! þarf ekki fleiri orð um það sem augljóst er ....
ransý (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.