Laugardagur, 29. janúar 2011
Jóhanna er brandari
Forsætisráðherra málaði sig út í horn með vanhugsuðum viðbrögðum við dómi Hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþings. Þegar hún í dag á flokkssamkomu Samfylkingar eys úr skálum reiði sinnar svara þeir sem verða fyrir í samræmi við aumkvunarverða stöðu Jóhönnu Sigurðardóttur.
Lilja Mósesdóttir þingmaður Vinstri grænna, sem gjarnan hefur orð fyrir heiðarlega hluta þingflokksins, segir á fésbókarsíðu sinni
Þegar frumvarpið um stjórnlagaþingið var í þinginu treysti ég það sem Jóhanna kallar órofa samstöðu innan Samfylkingarinnar og traust samstarf við formann og stærstan hluta VG, enda er ég hvorki lögfræðimenntuð né fulltrúi VG í Allsherjarnefnd. Það voru mistök og biðst ég afsökunar á því!
Samtök atvinnulífsins senda forsætisráðherra eftirfarandi sendingu
Forsætisráðherra á ekki að hræðast viðfangsefnin eins og ræða hennar á fundi Samfylkingarinnar ber með sér. Ísland þarf á því að halda að forsætisráðherra þjóðarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir, taki ódeig þátt í því að leysa þau mál sem upp koma, þar á meðal stjórn fiskveiða, í stað þess að úthrópa atvinnulífið.
Jóhanna Sig. verður eftir allt ekki dregin á hárinu út úr stjórnarráðinu. Það verða hlátrasköll sem þvinga Jóhönnu út enda tekur enginn mark á henni lengur.
Athugasemdir
Froðufellandi forsætisráðherrann er orðinn "stórasti brandari í heimi".
Svo bregðast krosstré sem önnur tré.
Á Vísi.is má lesa þetta.:
Afsögn forsætisráðherra væri eðlileg
Þorsteinn Pálsson.
Fyrrverandi forsætisráðherra segir viðbrögð ráðherra við ákvörðun Hæstaréttar að ógilda stjórnlagaþingskosningarnar meiri áfall en sjálf ógildingin. Afsögn forsætisráðherra væri ekki óeðlileg í þessu samhengi.
Þetta er mat Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Í pistli í Fréttablaðinu í dag segir hann meðal annars.:
Þorsteinn rifjar upp að í siðferðiskafla rannsóknarskýrslu Alþingis sé sérstaklega fundið að því hvernig stjórnendur bankanna teygðu og toguðu túlkun á bankalöggjöfinni til að ná markmiðum sínum.
Hann bendir jafnframt á að í siðferðiskafla skýrslu rannsóknarnefndarinnar sé einnig fundið að því að eftirlitsaðilar skuli hafa túlkað lögin eins þröngt og verða mátti við mat á ábyrgð stjórnenda bankanna.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 22:30
.
.
Ekki "vanhugsuðum viðbrögðum" Páll. Þetta er as good as it gets!
Það eina sem hún kann og ann.
Gunnar Rögnvaldsson, 29.1.2011 kl. 23:10
Tekur "enginn" mark á Jóhönnu lengur?
Viltu ekki hugsa þig aðeins um Páll áður en þú varpar fram svona bull-alhæfingum sem standast enga skoðun?
Jóhanna nýtur bæði trausts og velvildar margra í þjóðfélaginu sem taka fullt mark á henni.
Hörður Sigurðsson Diego, 30.1.2011 kl. 09:20
Já, því er nú verr að nokkrir gera það víst enn. Og hvað veldur?
Elle_, 30.1.2011 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.