Jóhanna er brandari

Forsætisráðherra málaði sig út í horn með vanhugsuðum viðbrögðum við dómi Hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþings. Þegar hún í dag á flokkssamkomu Samfylkingar eys úr skálum reiði sinnar svara þeir sem verða fyrir í samræmi við aumkvunarverða stöðu Jóhönnu Sigurðardóttur.

Lilja Mósesdóttir þingmaður Vinstri grænna, sem gjarnan hefur orð fyrir heiðarlega hluta þingflokksins, segir á fésbókarsíðu sinni

Þegar frumvarpið um stjórnlagaþingið var í þinginu treysti ég það sem Jóhanna kallar órofa samstöðu innan Samfylkingarinnar og traust samstarf við formann og stærstan hluta VG, enda er ég hvorki lögfræðimenntuð né fulltrúi VG í Allsherjarnefnd. Það voru mistök og biðst ég afsökunar á því!

Samtök atvinnulífsins senda forsætisráðherra eftirfarandi sendingu

Forsætisráðherra á ekki að hræðast viðfangsefnin eins og ræða hennar á fundi Samfylkingarinnar ber með sér.  Ísland þarf á því að halda að forsætisráðherra þjóðarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir, taki ódeig þátt í því að leysa þau mál sem upp koma, þar á meðal stjórn fiskveiða, í stað þess að úthrópa atvinnulífið.  

Jóhanna Sig. verður eftir allt ekki dregin á hárinu út úr stjórnarráðinu. Það verða hlátrasköll sem þvinga Jóhönnu út enda tekur enginn mark á henni lengur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Froðufellandi forsætisráðherrann er orðinn "stórasti brandari í heimi".

Svo bregðast krosstré sem önnur tré. 

 Á Vísi.is má lesa þetta.:

Afsögn forsætisráðherra væri eðlileg

Þorsteinn Pálsson.

Fyrrverandi forsætisráðherra segir viðbrögð ráðherra við ákvörðun Hæstaréttar að ógilda stjórnlagaþingskosningarnar meiri áfall en sjálf ógildingin. Afsögn forsætisráðherra væri ekki óeðlileg í þessu samhengi.

Þetta er mat Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Í pistli í Fréttablaðinu í dag segir hann meðal annars.:

"Hvarvetna í lýðræðisríkjum hefði sá handhafi framkvæmdavaldsins sem borið hefði stjórnskipulega ábyrgð á svo alvarlegum mistökum tafarlaust þurft að taka afleiðingum þess að hafa ekki risið undir henni. Slík lagaleg og siðferðileg ábyrgð er svo víðsfjarri hugmyndaheimi forsætisráðherra að hann bað Alþingi ekki einu sinni afsökunar."


Þorsteinn rifjar upp að í siðferðiskafla rannsóknarskýrslu Alþingis sé sérstaklega fundið að því hvernig stjórnendur bankanna teygðu og toguðu túlkun á bankalöggjöfinni til að ná markmiðum sínum.

"Það var nákvæmlega þetta sem dómsmálaráðherra gerði við framkvæmd stjórnlagaþingskosninganna. Til að auðvelda framkvæmd þeirra var gengið á svig við skýr lagafyrirmæli og áratuga hefðir sem tryggja eiga leynilegar kosningar. Hagræðingin var metin meir en mannréttindin."


Hann bendir jafnframt á að í siðferðiskafla skýrslu rannsóknarnefndarinnar sé einnig fundið að því að eftirlitsaðilar skuli hafa túlkað lögin eins þröngt og verða mátti við mat á ábyrgð stjórnenda bankanna.

"Þannig ganga fyrstu viðbrögð meirihluta Alþingis gegn mikilvægustu ábendingunum í siðferðiskafla rannsóknarskýrslunnar. Afsögn forsætisráðherra væri ekki óeðlileg."
.........................
http://www.visir.is/vidbrogdin-voru-verri-en-ogildingin/article/2011865088366

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 22:30

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

.

Forsætisráðherra málaði sig út í horn með vanhugsuðum viðbrögðum við dómi 

.

Ekki "vanhugsuðum viðbrögðum" Páll. Þetta er as good as it gets!

Það eina sem hún kann og ann. 

Gunnar Rögnvaldsson, 29.1.2011 kl. 23:10

3 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Tekur "enginn" mark á Jóhönnu lengur?

Viltu ekki hugsa þig aðeins um Páll áður en þú varpar fram svona bull-alhæfingum sem standast enga skoðun?

Jóhanna nýtur bæði trausts og velvildar margra í þjóðfélaginu sem taka fullt mark á henni.

Hörður Sigurðsson Diego, 30.1.2011 kl. 09:20

4 Smámynd: Elle_

Já, því er nú verr að nokkrir gera það víst enn.  Og hvað veldur?  

Elle_, 30.1.2011 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband