Laugardagur, 29. janúar 2011
Hver flokkur semji stjórnarskrá - þjóðin kjósi síðan
Við þurfum ekki stjórnlagaþing til að semja stjórnarskrá. Látum stjórnmálaflokkana semja hver sína stjórnarskrá og kjósum síðan um þær fimm sem í boði verða.
Við borgum stjórnmálaflokkunum um 500 milljónir króna á ári í bein framlög. Kostnaðurinn við alþingi hleypur á hundruðum milljóna króna. Stjórnmálaflokkarnir eru einskins nýtir ef þeir geta ekki lagt fram eins og eina stjórnarskrá.
Enginn aukakostnaður nema við sjálfar kosningarnar. Engin hætta á að málaliðar Baugs komist að né sykursætar sjónarvarpsfígúrur.
Málið er dautt.
Athugasemdir
Hvað hefurðu á móti Ingu Lind? Útlit skiptir víst máli. Sjáðu bara Silju Báru
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2011 kl. 13:51
Skrif Páls eru smekklaust rugl. Nú á hver stjórnmálaflokkur að legga fram frumvarp að stjórnarskrá!! Af hverju ekki SA eða ASI? Eða Bændasamtökin en þau fá ríflega ríkisstyrki? Þorvaldur Gylfason heitir máliliði augs í orðbragði götustráksins. Skilur Páll virkilega ekki að Þorvaldur er eitt af færustu hagfræðingum landsins. Hann er alþjóðlega viðurkenndur fræðimaður en Páll er rugludallur sem rífst aðallega við sjálfan sig.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 13:58
Uss uss Hrafn, farðu nú að láta renna af þér
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2011 kl. 16:05
Fín hugmynd Páll!
Þórólfur Ingvarsson, 29.1.2011 kl. 17:07
Baugsþvegilsstjórinn magnaði skrifar.:
Alþjóð veit að hagfræðingar, háskólasérfræðingar, endurskoðendur, lögfræðingar, viðskiptafræðingar, bankamenn og útrásarauðrónar sem Baugsfylkingin lifir á, njóta gríðarlegrar "virðingar" innanlands sem utan eins og Hrafn sturtustjórinn sem "er rugludallur sem rífst aðallega við sjálfan sig." réttilega bendir á.
Þorvaldur Gylfason nýtur að auki sérstakrar "virðingar" hrunsmeistarans Jóns Ásgeirs og félaga, sem eins og hann njóta mikilla "virðinga" hérlendis sem erlendis fyrir sérfræðigrein sína og afrek í hagfræði, bankarekstri og viðskiptum.
Hvernig var aftur ástandið í landinu sunnudaginn 5. október 2008?
Alla þá helgi voru ráðherrarnir Geir, Össur, Jóhanna og Árni í ráðherrabústaðnum á neyðarfundum með bankastjórum og forkólfum lífeyrissjóðanna. Fyrir utan stóða blaðamenn og myndatökufólk vaktina því að eitthvað stórkostlegt var að gerast. Það fór ekki framhjá nokkrum manni.
Ekki var um annað talað, nema reyndar í Baugsfylkingarþættinum Silfri Egils, þar sat fræðimaðurinn "virti" Þorvaldur Gylfason og ræddi drjúgur að vanda um að "borgin gæti selt byggingarlóðir í Vatnsmýri fyrir að minnsta kosti 70 milljarða króna." Maðurinn alsjáandi sem sá allt fyrir, eins og hann og nokkrar Baugsfylkingarbloggrottur halda statt og stöðugt fram.
Svo óheppilega vildi til að nánast daginn eftir, var bankakerfið hrunið og og byggingarmarkaðurinn og byggingariðnaðurinn að sjálfsögðu með. Sveitarfélög þurftu að greiða milljarða króna vegna þess að úti um allt skilaði fólk þeim byggingarlóðum sem það hafði fengið úthlutað. Sennilega hefur fræðimaðurinn "heimsvirti" talið sig vera búinn að skýra þetta allt saman út fyrir þjóðinni.
Fræðimaðurinn "heimsvirti" sýndi mátt sinn og megin fyrir hrun sem sérstakur ofurlaunaður ráðgjafi Ingibjörgu Sólrúnu, Baugsfylkingarinnar og hrunsstjórnvalda.
Úr skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.
Þá áréttaði Ingibjörg síðar í skýrslu sinni.:
Ekki eru miklar líkur á að fræðimaðurinn "heimsvirti" hafi sent 20.000 króna reikning á viku fyrir hans frábæra vinnuframlag að standa vaktina fyrir þjóðina og á launum hennar.
Sennilega afgreiðir engin þetta betur en Vilhjálmur Árnason heimspekiprófessor og formaður siðfræðihóps rannsóknarnefndar Alþingis, þegar hann viðurkennir játar að það hafi komið sér mikið á óvart í störfum fyrir rannsóknarnefndina í hve ríkum mæli daglegur veruleiki sé hannaður af sérhagsmunaöflum og hve lítið viðnám hafi verið gegn slíkri iðju.:
Þar uppfyllir Þorvaldur Gylfason öll þau skilyrði sem titlar sig sem blaðamann Baugsmiðils og prófessor og pólitískt hlutdrægur álitsgjafi. Hann á skilyrðislaust að endurgreiða ofurlaun sín sem sérstakur ráðgjafi hrunsstjórnarinnar sem varaði hana aldrei við því sem hann segist hafa vita, segja af sér eða vera vikið úr háskólanum sem og missa öll eftirlaunafríðindi sem hann er búinn að mylja undir sig á kostnað þjóðarinnar sem hann brást.
Í anda "pólsku leiðarinnar" sem hann hefur predikað sem hæst um að eigi að gilda fyrir aðra afglapa sem brugðust þjóðinni á launum hennar.
Þorvaldur Gylfason ritaði grein 1995 sem bar heitið Hagvaxtarundrið í Asíu. Þar segir ma.: "Í Kóreu og Taívan eru embættismenn iðulega sóttir í háskólana. Þannig hefur Kóreustjórn tekizt að reka spillingarorð af embættiskerfinu þar, og þess var þörf, þar eð kóreskir embættismenn nutu lítillar virðingar meðal almennings langt fram yfir 1960."
Árið 2005 kveður Þorvaldur sér aftur hljóðs og nú heitir greinin.: "Asía: Ekkert að óttast". Eins og nafn greinarinnar ber með sér fjallar hún einkum um þá efnahagserfiðleika sem nokkrar þjóðir Asíu áttu við að stríða um þær mundir. Það vakti athygli að Þorvaldur kennir ekki síst spillingu meðal embættismanna þessara landa um erfiðleikana. Það virðist því ekki hafa skipt sköpum að sækja embættismennina í háskólana. Spillingin er enn til staðar og Þorvaldur segir að haft sé á orði að "allir stjórnmálamenn í Taílandi eigi banka og allir bankar eigi tvo stjórnmálamenn". Það eina sem virðist því hafa breyst við að embættismennirnir voru "sóttir í háskólana" er að þessum háskólamenntuðu embættismönnum tókst að telja sumum háskólamönnum í öðrum löndum trú um að engin spilling ætti sér stað.
Þorvaldur Gylfason hóf frá og með myndun fyrstu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar uppi miklar bölbænir um íslenskan efnahag. "Greatest Hits" úr bölbænunum safnaði hann í bókina "Síðustu forvöð" árið 1995. Síðar sama ár skrifaði hann greinina "Hagvaxtarundrið í Asíu". Skömmu síðar skall þar á ein frægasta kreppa sögunnar. Eftir kreppu á Íslandi þurfti hann hins vegar að bíða í nær 20 ár. Sæmilega skarpir skólakrakkar átta sig á að þeir sem spáð hafa Kötlugosi jafnt og þétt frá 1919 munu hljóta sína viðurkenningu fáráðlinga á endanum fyrir að hafa haft rétt fyrir sér.
Þorvaldur Gylfason hældi Taílendingum opinberlega fyrir skynsamlega hagstjórn í nóvember 1996, en nokkrum mánuðum seinna varð hrun hjá þeim.
Þorvaldur Gylfason hefur um árabil þegið laun frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á sama tíma og hann var einn fárra Íslendinga sem taldi nauðsynlegt að fá sjóðinn að málum hérlendis eftir bankahrun. Um launin upplýsti Þorvaldur aldrei.
Þorvaldur Gylfason skammaði Íslendinga fyrir óskynsamlega hagstjórn við sama tækifæri og spáði hruni, en í hönd fór átta ára góðæri, sem ekki hvíldi á lántökum (því að þær hófust ekki að ráði fyrr en 2004).
Þorvaldur Gylfason reiknaði 2006 rangt út Gini-stuðla fyrir Ísland 2004, þegar hann vildi sýna fram á, að tekjuskiptingin hér væri miklu ójafnari en hún er í raun og veru.
Þorvaldur Gylfason hefur brotið siðareglur Háskóla Íslands með margvíslegum hætti eins og ítrekað hefur verið bent á. Hann hefur ekki upplýst um hagsmunatengsl sín eða leiðrétt augljósar villur í rannsóknum sínum, t.d. það að hann studdist við rannsókn ríkisskattstjóra sem aldrei var gerð.
Þorvaldur Gylfason taldi 2005, að rannsókn lögreglunnar á fjárglæfrum Baugsfeðga væri dæmi um stjórnmálaofsóknir, en ætti sér ekki efnislega stoð.
Þorvaldur Gylfason hefur ekki þrátt fyrir margar áskoranir sagt eitt einasta orð gegn Baugsfeðgum fyrir fjárglæfra þeirra, þótt hann deili hvatskeytlega á alla aðra, sem komið hafa nálægt hruninu.
Þorvaldur Gylfason stundar grjótkast úr glerhúsi, og þjóðin á mun betur skilið en hann og hans líka í þeirri stofnun sem hefur útskrifað obbann af öllum þeim "heimsvirtu fræðimönnum og sérfræðingum" sem léku aðalhlutverkið í að þjóðin var rænd. Orðspor Háskólans er í rúst vegna "virtu" fræðimannanna. Hann hefur augljóslega reynst Jóni Ásgeiri og glæpagenginu mun betur í starfi sem hans varðhundur en þjóðinni.
Og hér kemur enn ein snilldin frá spámanninum, "heimsvirta fræðimanninum" og Baugsmiðlablaðamanninum Þorvaldi Gylfasyni í Fréttablaðinu 2004.:
Og þá skellihló mín….. (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 18:01
Upplýsingar fyrir Guðmund annan Gunnarsson. Þær gefa yfirlit yfir störf og fræðimennsku Þorvaldar. Góðar kveðjur til hægri.
Ferill
Starfsmaður í hagfræðideild Seðlabanka Íslands sumrin 1971-1972.
Starfsmaður hagrannsóknadeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins (Þjóðhagsstofnunar) sumrin 1973-1974.
Hagfræðingur í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington, DC, 1976-1981.
Ráðgjafar- og ritstörf fyrir Seðlabanka Íslands 1984-1993.
Ráðgjafarstörf og fyrirlestrahald á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 1993 og Fríverslunarsamtaka Evrópu frá 1992.
Ráðgjöf og rannsóknir fyrir Evrópusambandið, Alþjóðabankann og Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
Í ritstjórn European Economic Review 1986-1992. Ritstjóri frá 2002.
Í ritstjórn Japan and the World Economy frá 1989.
Í ritstjórn Scandinavian Journal of Economics frá 1995.
Aðstoðarritstjóri Macroeconomic Dynamics frá 1997.
[breyta]Rannsóknir
Rannsóknafélagi hjá Alþjóðahagfræðistofnuninni við Stokkhólmsháskóla 1978-1996
Rannsóknafélagi hjá SNS (Center for Business and Policy Studies) í Stokkhólmi 1996-2004.
Rannsóknafélagi við Center for Economic Policy Research í London frá 1987.
Rannsóknarfélagi við Center for U.S.-Japan Business and Economic Studies við New York University í New York frá 1989.
Rannsóknarfélagi við Center for Economic Studies við Háskólann í München frá 1999.
[breyta]Kennsla
Aðstoðarkennari í hagfræði við Princeton-háskóla 1975-1976.
Gistikennari við International Graduate School í Stokkhólmsháskóla 1982-1983.
Prófessor í þjóðhagfræði við Háskóla Íslands frá 1. júlí 1983, rannsóknaprófessor í hagfræði frá 1. janúar 1998 til 30. júní 2004.
Gistiprófessor í Princeton-háskóla 1986-1988.
Þorvaldur hefur einnig haldið fyrirlestra um allan heim og leiðbeint um hagfræði og hagstjórn á endurhæfingarnámskeiðum alþjóðastofnana fyrir embættis- og stjórnmálamenn.
[breyta]Félags- og trúnaðarstörf
Formaður stjórnar Kaupþings h.f. 1986-1990.
Deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands 1988-1990.
Formaður stjórnar Styrktarfélags Íslensku óperunnar 1988-1994.
Formaður fulltrúaráðs Styrktarfélags Íslensku óperunnar 1987-1988.
Formaður í Programme Committee í Evrópska hagfræðingafélaginu á 5. ársfundi félagsins í Lissabon 1990.
Formaður stjórnar hlutabréfasjóðsins Auðlindar h.f. 1990-1992.
Kjörinn í framkvæmdaráð Economic European Association 1992-1996.
Formaður sérfræðinganefndar, sem gerði úttekt á sænsku efnahagslífi 1997.
Kjörinn heiðursfélagi í Evrópska hagfræðingafélaginu 2004.
[breyta]
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 21:36
Hrafn gáfaði.
Ég er agndofa.
Hannes Hólmsteinn er mjög "virtur" fræðimaður hér sem erlendis og á hrikalega langa og flotta ferilskrá, og þess vegna hlýtur þú að vera alveg agndofa yfir allri snillinni sem frá honum kemur.
Eigandi Baugsfylkingarinnar þinnar, Jón Ásgeir Jóhannesson, var sagður gríðarlega "virtur" hér og ekki síður erlendis, og ferilskráin og stjórnarsætin myndu leggja síðu sem þessa í rúst, svo mikið pláss tæki hún.
Í dag nýtur hann engrar "virðingar" nema innan flokksins þíns og hjá froðufellandi forsætisráðherra og hinum ráðherrum flokksins þíns sem hann "styrkir" til þessara stórkostlegu starfa gegn hagsmunum þjóðarinnar.
En til eru ágætlega greindir sem láta ekki ferilskrá og meinta erlenda sem innlenda "virðinu" villa um fyrir sér hvað varðar það augljósa sem langflestir geta séð, nefnilega þegar keisarinn er á jafnaldranum einum saman.
En hvar er hægt að finna heimildir um meinta "virðingu" Þorvaldar erlendis?
Flestir líta á þá félaga sem dæmi um spunatrúða stjórnmálaflokka eins og þeir eru ódýrastir, og þá er ekki bara um skoðanaandstæðinga að ræða.
Báðir hafa ítrekað verið teknir með allt niðrum sig við slíka iðju í nafni Háskóla Íslands og góð dæmi um það sem kallað er akademískt vændi.
Er ekki á tæru að þú ert með ferilskrá Hannesar innrammaða upp á vegg eins og Þorvaldar?
Mun betri kveðjur í vinstri eyðimörkina.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.