Miðvikudagur, 26. janúar 2011
Gunnar Helgi í þjónustu valdsins
Í einu orðinu segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor segir framkvæmdina á stjórnlagaþingskosningum ólögmæta samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. Í næsta orði segir Gunnar Helgi að alþingi gæti sem best skipað þá 25 sem fengu framgang í ólögmætum kosningum í nýtt stjórnlagaþing.
Prófessorinn segir sem sagt að löggjafinn geti ómerkt niðurstöðu Hæstaréttar ef það þjónar hagsmunum valdhafa.
Líklega kennir Gunnar Helgi samfylkingarfræði við Háskóla Íslands.
Athugasemdir
En þetta er stórsniðug hugmynd hjá honum.
Sjáðu til.
Ef það verður kosið aftur, þá verður þú og ég og fleiri skattgreiðendur bandvitlaus yfir kostnaðinum.
Og ef málið verður látið niðurfalla, og ekkert stjórnlagaþing þá verð ég og margir fleiri kjósendur bandvitlaus að lýðræðið fái ekki að ráða.
En þú kannski með sjálfstæðisflokknum ánægður með óbreytt ástand ?
ekki samfylkingarkona ! (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 19:20
Páli til upplýsingar er hér listi yfir bækur sem Gunnar Helgi hefur skrifað. Listi yfir ritgerðir í erlendum og innlendum fræðiritum er afar langur og myndi sennilega sprengja þolmörk tilfallandi athugasemda.
Ritaskrá.A2. Bækur Íslenska stjórnkerfið (önnur útg.) (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2007) 288 bls. Íslenska stjórnkerfið (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006) 259 bls. Staðbundin stjórnmál. Markmið og árangur sveitarfélaga (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2001) 199 bls. Úr digrum sjóði. Fjárlagagerð á Íslandi (Reykjavík: Félagsvísindastofnun-Háskólaútgáfan, 1999) 236 bls. Þróun íslensku stjórnarskrárinnar (Reykjavík: Félagsvísindastofnun, 1994) 152 bls. Embættismenn og stjórnmálamen (Reykjavík: Mál og menning, 1994) 194 bls. (ásamt Halldóri Jónssyni og Huldu Þóru Sveinsdóttur) Atvinnustefna á Íslandi 1959 - 1991 (Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 1992) 142 bls. Farmers' Parties. A Study in Electoral Adaptation (Reykjavík: Félagsvísindastofnun, 1991) 259 bls. Evrópustefnan. Aðlögun Íslands að þróun Evrópubandalagsins (Reykjavík: Öryggismálanefnd, 1990) 89 bls. Ísland og Evrópubandalagið (Reykjavík: Öryggismálanefnd, 1987) 129 bls.Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 20:23
Að maður skuli vera neyddur til að borga Háskólarusli og hirðfíflum Baugsfylkingarinnar laun í gegnum skattana er afar súrt.:
Mjög góð skrif um þátt Baugsmiðilsins RÚV og snillingsins.:
http://blog.eyjan.is/einar/
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 22:32
Hrafn. Endilega skýrðu út þetta enn eitt snilldar copy/paste innlegg frá þér?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 22:36
Þessari tillögu Gunnars er plantað. Hann er fenginn til þess að opna dyr fyrir Jóhönnu. Það verður mikil andstaða innan vinstri flokkanna ef hún reynir þetta.....og stjórnlagaþingið verður algerlega marklaust.
Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 22:52
Ekki er einhugur meðal lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal um ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings.
Skiptar skoðanir eru þeirra á milli varðandi hversu nákvæmlega eigi að fylgja lagabókstafnum.
Eiríkur segist, í samtali við Fréttablaðið, setja spurningarmerki við ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar og hefði viljað sjá traustari rökstuðning.
„Þrátt fyrir ágalla tel ég ekki efni til að ógilda kosninguna. Ég byggi það á því að í lögum um kosningar til Alþingis. Þar er meginreglan sú að kosningar skulu ekki ógildar þrátt fyrir að ágallar hafi verið á þeim, nema ætla megi að þeir ágallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Þannig finnst mér að Hæstiréttur hefði kannski þurft að rökstyðja betur af hverju hann kemst að þessari niðurstöðu þrátt fyrir tilvist þessa ákvæðis."
Með því segist Eiríkur ekki vera að taka efnislega afstöðu til málsins, en hann bætir því við að það góða við þennan úrskurð sé að hann marki þá stefnu að héðan í frá verði aðstandendur kosninga að vanda til verka í hvívetna.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 23:30
Er ekki fjölskipaður Hæstiréttur búinn að segja sitt seinasta orð sem kemur til með að standa, og einhver álit lagakalla út í bæ, einungis til pólitísks heimabrúks í Baugsfylkingunni? Svona til að reyna að lappa uppá handónýta ímynd fólks sem segist ekki ætla að virða lög og reglur, og þá með gömlu kerlinguna afmyndaða af geðveikislegri heift fremsta í flokki organdi í hótunarhlutverkinu hlægilega?
Eiríkur lögfróði er til dæmis af einskærri tilviljun ásamt konu sinni fastir verktakar hjá núverandi stjórnvöldum og með laun uppá nokkrar milljónir. En auðvitað er það algert aukaatriði og hefur ekkert með álit hans að gera. Trúverðugleikinn á pari við engan trúverðugleika Baugsfylkingarinnar og spunatrúða hennar í málinu grátbroslega.
Fullkomlega óhæf Jóhanna á skilyrðislaust að segja af sér og vera dregin fyrir Landsdóm fyrir vanrækslu í starfi og fyrir henda 800 - 1000 milljónum í þennan skrípaleik, ófær um að sjá til þess að farið yrði eftir nákvæmlega skráðum og skýrum leiðbeiningum um hvernig á að sjá um framkvæmd kosninga ef að menn ætla sér ekki að brjóta lög.
Á nákvæmlega sama hátt og hún gerði Geir Haarde ábyrgan fyrir vítaverðum störfum Baugsfylkingarmannanna illræmdu Björgvins G. Sigurðssonar og Jóns Icesave-talsmannsins Sigurðssonar, yfirstjórnendum Fjármálaeftirlitsins, þá gefur augaleið að hún ein ber alla ábyrgð á klúðrum sinna undirmanna, sem hún er svo mikil bleyða að kenna um skemmdarverkið á stjórnlagarþingskosningunni með milljarðinum sem það mun kosta þjóðina.
"Ekki benda á mig" og "þetta er allt ljóta íhaldinu að kenna" heilkennið og geðveikisleg framkoma hennar á þingi segir allt um að hún veit manna best að hún er heimaskítsmát og sokkinn á kaf í Baugsfylkingarskíthauginn.
Það er fullkomlega óásættanlegt að þetta pakk verði látið komast upp með að orga að allir aðrir eigi að axla ábyrgð, en síðan hlaupa eins og hræddar rottur þegar ljósið lýsir á það. Jafnt skal yfir alla ganga, - og það á líka við ruslið í Baugsfylkingunni.
Það hlýtur að vera stutt í að uppúr sjóði og það illilega á Austurvelli.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.