Stjórnlist Samfylkingar og Þorvaldur þrjúprósent

Samfylkingin tamdi sér snemma tækifæriskennda siðleysisstefnu þar sem hvergi örlar pólitískri kjölfestu. Stjórnlagaþingið er angi af stjórnmálastarfi sem lýtur engum meginreglum og hefur engan tilgang annan að ná völdum.

Í gær voru fyrstu viðbrögð Jóhönnu Sig. formanns Samfylkingarinnar að bylta réttarríkinu með því að efna til stjórnlagaþings þrátt fyrir ógildingu Hæstaréttar og nýta þingmeirihlutann  á alþingi til að kjósa stjórnlagfulltrúana sem fengu framgang í ólöglegum kosningum.

Þar með hefði Jóhann Sig. tryggt að Þorvaldur Gylfason hefði fengið forsætið á stjórnlagaþingi. Þorvaldur þessi er kenndur við þrjúprósentin en það er hlutfall kosningabærra manna sem stendur á bakvið hann en eins og alþjóð veit var kosningaþátttaka um 30 prósent.

Þjóðin hafnaði stjórnlist Samfylkingarinnar í stjórnlagaþingskosningunum í nóvember. 


mbl.is Stjórnlagaþing verið þrætuepli flokkanna frá upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pólitískur málarekstur

26.1.2011 Fréttir

arnithor

Árni Þór Sigurðsson þingflokksformaður VG vill að Alþingi endurtaki kosningu til Stjórnlagaþingsins. Það sé hið einfalda svar við dómi Hæstaréttar um ágalla á kosningunni. Hann segir reynt að gera málið tortryggilegt á allan hátt og krefjast þess að einhverjir sæti ábyrgð. Málareksturinn fyrir Hæstarétti hafi verið pólitískur og þingmenn eigi að svara þeirri spurningu hvort þeir styðji þá lýðræðisnýjung sem felst í Stjórnlagaþingi eða ekki.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband