Þriðjudagur, 25. janúar 2011
Jóhanna fyrirlítur lýðræðið
Í stað þess að biðja þjóðina afsökunar á klúðrinu og læra af mistökunum forherðist Jóhanna Sig. eins og hver annar illa gerður síbrotamaður. Þjóðin hafnaði stjórnlagaþingi sem Jóhanna og Samfylkingin reyndu að troða upp á almenning. Um þriðjungur kosningabærra manna mætti á kjörstað.
Forhertur og síklúðrandi stjórnmálamaður eins og Jóhanna Sigurðardóttir er þjóðinni dýr. Stjórnlagaþingið er aðeins fremst í röð yfirgengilegra mistaka á borð við Icesave og ESB-umsókn.
Forsætisráðherra lætur sér til hugar koma að alþingi taki fram fyrir hendur Hæstaréttar og handvelji þá sem fengu framgang í ólögmætum kosningum. Eru engin takmörk fyrir ósvífni forsætisráðherra?
Kemur ekki til greina að hætta við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvenær losnar þessi forsmáða þjóð við þetta hryllilega fólk?
Karl (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 17:54
Hvaða hryllilega fólk Karl?
Fólkið í núverandi stjórn sem almenningur barðist fyrir að fá í stjórn?
Júlíus Valdimar Finnbogason, 25.1.2011 kl. 17:59
Hver var það aftur sem sagði að fólk fær það sem það á skilið í kosningum?
Viktor Alex (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 18:00
Það fyrsta sem þurrskreytingin lét út úr sér var: "setjum bara lög á þetta [yfir lögleysuna]"
Þvílíkur sauður.
Ekki vill hún hlýta æðsta dómsstigi landsins heldur skapa sér sjálfri nýtt og æðra.
Meira að segja Daó gekk ekki svona langt í einræðistilburðunum!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 18:05
Júlíus.
Hina pólitísku elítu sem lagt hefur samfélagið í rúst og gefur skít í almenning.
Karl (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 18:58
Hvaða elíta er það? X-D?
Fólk þarf nú líka að gangast í ábyrgð fyrir eigin neyslu en það er víst bannorð á Íslandi í dag að fólkið taki smá ábyrgð að kaupæðinu sem gekk yfir.
En ussss, tölum ekki um það, þetta er allt öðrum að kenna.
Júlíus Valdimar Finnbogason, 25.1.2011 kl. 19:19
ja loksins fekk Jóhanna málið !! ekki þó af ást til þjóðr sinnar ,heldur ESB ath það !! ,þvilik skömm ! ...ef hun byðst ekki lausnar fyrir sig og sina og það strx á mogun .þá held eg að það hljóti einhver að hjálpa henni út !!!
ransý (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 21:09
Ég er sammála...Svo má taka fram að allar þjóðir með langa og stollta lýðræðissögu eins og við, nema við sjálf, bera mikla og djúpa virðingu fyrir stjórnarskrá sinni......hér má nefna Frakkland og Bandaríkin, en jafnvel Bretar með sitt Magma Carta og ófullkomnu, en þó um sumt virðingarverðu hefð, virða sína stjórnarskrá. Það eru brotamenn við Vestræna siðmenningu eins og þýska ríkið sem hefur farið út í að breyta sinni stjórnarskrá, afþví þeir urðu sér til skammar og hugsjónum lýðræðisins. Sama ástæða fyrir þeir breyttu þjóðsöng sínum, sem fyrirlitlegt fólk hér á landi vill líka breyta, en engin þjóð hefur breytt nema af skömm hingað til.....Við verðum að sína smá stollt, annars fer fólk í alvörunni að líta á okkur sem hryðjuverkamenn eins og Gordon Brown laug upp á okkur. Það mætti halda Jóhanna og þau geri það líka. Nógu mikið grátbáðu þau á hnjánum um að fá að taka við höggunum, gera iðrun og borga Icesave I af "siðferðilegri skyldu" eins og þau bulluðu út úr sér í geðveiki Stockholms Syndrome og House-Negro-syndrome...Svei sé þeim sem hafa ekkert stollt! Þeir eru óvinir lýðræðisins!
Democracy! (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 21:09
Það hlýtur að hafa verið svindlað einhvers staðar, annars væri þetta þing gilt. Réttlætisgyðjan er blind, það er glæpur sem hægt að sækja fyrir alþjóðadómstólum að samþykkja ólöglegt þing, og þetta er ólöglegt þing.
Það góða sem stjórnlagaþing hefur lagt til er þrískipting ríkisvald, sem innifelur meðal annars að dómsvaldið sé algjörlega sjálfstætt og það sé með öllu ólöglegt að framkvæmdavaldið ógildi neinar ákvarðanir þess, en í Frakklandi og Bandaríkjunum þar sem alvöru þrískipting gildir, þá hefði verið hægt að fangelsi Jóhönnu og aðra ráðherra út af Lýsingarmálinu, fyrir að framfylgja ekki fyrirskipunum Hæstaréttar og sýna honum óvirðingu... Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir vil ekki sjá slíkt, sem sést á því hversu hún vanvirðir dóma Hæstaréttar í þessu máli. Hún vill halda áfram að geta valtrað yfir þjóðina í trossi við dóma Hæstaréttar. Man einhver eftir Lýsingarmálinu sem hefði getað bjargað ótal heimilum frá gjaldþroti, hefði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir ekki ákveðið að ógilda með öllu dóma Hæstaréttar, eins og ævinlega kom hún þarna auðvaldinu til bjargar í öllum þess stríðum gegn almenningi á vonarvöl.....Þar slær hjarta hennar ríkisstjórnar, fyrir peningalyktina hvar sem hún gýs upp, og af hatri til þjóðarinnar.
Það sem ríkisstjórn Jóhönnu ætlaði að gera var að nota stjórnlagaþing sem fyrirslátt til innlima okkur í Evrópubandalagið, með að reyna að kippa í spotta til að nema burt fullveldisákvæðið, en þá verður enn auðveldara fyrir peningavaldið að kúga almenning, ESB er ekkert alvöru lýðræði, heldur miðstýrt kerfi sem þokast sífellt fjær öllum lýðræðishugsjónum í átt að einhverju sem varla er þorandi að nefna á nafn.....Svo alvarlegt er það mál. Það var meiningin allan tíman að strunta í vilja almennings og hunsa þrískiptingarákvæðið, það hafa gerðir þessarar ríkisstjórnar sýnt, sérstaklega svívirðileg vanvirðing ríkisstjórnarinnar í máli Lýsingar og megi það mál verða henni til ævarandi háðungar. Þetta fólk hefur blóð á höndum sínum. Þau eru ófá sjálfsmorðin sem framin hafa verið í tíð þessarar ríkisstjórnar út af gjaldþrotum og útburðum úr húsum og fleira sem Lýsingarmálið jók til muna eftir að ríkisstjórnin breytti niðurstöðu Hæstarréttar, eins og henni hefði aldrei verið fært í ríki svo sem Frakklandi eða Bandaríkjunum, þar sem er alvöru þrískipting ríkisvalds. Flestir sem hafa tekið eigið líf í kreppunni er ungt fólk sem hafði ekki lengur neina framtíðarvon...þökk sé ríkisstjórninni.
Democracy (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 21:31
Velti fyrir mér hvort framkvæmd og öll umgjörð þessara kosninga hafi ekki fælt kjósendur frá því að taka þátt. T.d. er ekki ólíklegt að einhverjir hafi ekki viljað taka þátt í ó-leynilegum kosningum. - Sé svo, er vel hugsanlegt að miklu fleiri hefðu kosið hefði almennilega verið staðið að þessu. - Sem þýðir að úrslitin hefðu hugsanlega orðið allt önnur. Ergo: Þau rök standast einfaldlega ekki að fyrirkomulagið hafi örugglega ekki ahaft áhrif á niðurstöðurnar.
Þorgrímur Daníelsson (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 01:14
Óskar Guðmundsson segir svo skemmtilega hér á undan að "meira að segja Daó gekk ekki svo langt í einræðistilburðunum". Ef við erum að tala um sama Daó þá gekk hann enn lengra, hann einfaldlega lét skipa ættingja sína, vini og flokksbræður, allt já-menn sína sem dómara við réttinn til að niðurstöður yrðu honum alltaf hugnanlegar. Og svo lagði hann bara niður stofnanir sem höfðu ekki sömu skoðun og hann sjálfur. Að öðru, það er athyglisvert að viðundur eins og Ólöf Nordal sem þykist vera lögfræðingur skuli hamra á því í ræðupúlti alþingis að hæstiréttur hafi á einhvern hátt gert athugasemdir við lögin um stjórnlagaþingið. Hæstiréttur úrskurðaði framkvæmd kosningarinnar ógilda og því fer Ólöf með hreina lygi og eins og guðinn hennar Daó, margtyggur hún sömu lygatugguna um niðurstöðu hæstaréttar Daós til að reyna að koma lyginni inn hjá fólki. Lygaþvæla ÓN eða kannski skilningsleysi hennar á lögfræðilegum úrlestri niðurstöðunnar gerir hana með öllu ómarktæka. Meira að segja Birgir Ármannsson, sem þekktur er fyrir að túlka alltaf lögin sjálfstæðisflokknum í hag, leyfði sér ekki slíka ósvífni í ræðupúlti og viðtölum heldur kom hann skemmtilega á óvart með því að vera málefnalegur og fullkomlega sanngjarn að þessu sinni.
corvus corax, 26.1.2011 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.