Þriðjudagur, 25. janúar 2011
Valdabarátta í Samfó, Árni Páll hæddur
Óopinbert málgagn Samfylkingarinnar, Herðubreið, endurbirtir í dag pistil sem Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra skrifaði rétt fyrir hrun. Pistillinn sýnir ráðherra sem sauð íklæddan atorku sem hvorki kann skil á merkingu einfaldra orða né hefur minnsta skynbragð á pólitískan veruleika.
Árni Páll skrifar ,,ekki er unnt að taka evru upp einhliða í samstarfi við Evrópusambandið." Hér skilur ráðherra ekki hvað orðið ,,einhliða" þýðir. Nokkru síðar: ,,Ég er reyndar sammála Olli Rehn, þeim framkvæmdastjóra Evrópusambandsins sem fer með stækkunarmál, um að aðildarsamningur við Ísland gæti náðst á innan við einu ári." Einmitt það já, núna er talað um þrjú til fimm ár.
Evrópusambandið hans Árna Páls lítur öðruvísi út gagnvart íbúum sambandsins, t.d. Írum og Grikkjum. Árni Páll: ,,Slíkt gerist með því að skuldbinda landið til að ná aga í hagstjórn og ríkisfjármálum eftir alþjóðlega viðurkenndum viðmiðum. Ekkert tæki hefur gefist betur í því efni á undanförnum áratugum en aðild að Evrópusambandinu og efnahags- og myntbandalagi þess."
Endurbirting á grein Árna Páls er grikkur sem ekki verður skýrður á annan veg en þann að valdabarátta innan Samfylkingar er komin á alvarlegt stig.
Athugasemdir
Þessi grein er svo vitlaus að maður myndi skellihlæja ef ástandið hér væri ekki svona alvarlegt.
Það er hörmulegt að bjálfar fari fyrir ríkisstjórn Íslands á þessum hörmungartímum.
Það er líka hörmulegt að svo lélegt fólk skuli bera uppi baráttuna fyrir inngöngu í ESB.
Karl (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 10:12
Yfirleitt eru miklar smsæriskenningar ekki góðar. Í stjórnmálaflokkum á sér stað valdabarátta leynt og ljóst.Hjá Vg gerist allt fyrir opnum tjöldum. Aðrir flokkar hafa annan stíl.Grein Árna er auðvitað barn síns tíma en kjarninn í henni er jafn réttur þá og nú. Hver er hann?Fyrsta atriðið er að krónan er okkur afar dýrkeypt. Það er dýrt og hættulegt að halda úti örsmáu myntkerfi sem getur orðið leiksoppur sterkra frjármálaafla á mörkuðum. Þennan kostnað bera launafólk og fyrirtæki.(Þess má geta að Guðmundur Gunnarsson hefur skrifað afbragðsgóðar greinar um þetta atriði nýlega.)Það er ljóst að Árni, Rehn hafa verið of bjartsýnir um framgang aðildarviðræðna. Skynsemin segir okkur að við eigum að flýta okkur hægt í þessu máli.Þetta er mikilvægasta ákvörðun í utanríkismálum sem þjóðin hefur tekið.Árni lýsir þeirri stöðu sembankarnir voru í árið 2008. Áhættuálag á íslenska banka var afar hátt og Seðlabankinn reyndi án árangurs að styrkja ´krónuna með ofurháum vöxtum. með slíkum vöxtum er tímabundið hægt að fá erlent fjármagn en umleið er rekstrargrundvelli kippt undan íslenskum fyrirtækjum. Að lokum um kosti aðildar að ESB. Ísland fær tækifæri til að hverfa frá óstöðugleika og fjármálaóstjórn. Hægt er að lækka vexti og viðskiptabankarnir fá sterkari bakhjarl.Ísland hættir að vera fórnarlamd spekúlanta í vaxtamunarviðskiptum og verður öruggari fjárfestingarvalkostur.Aðildarumsókn er mikilvæg stefnuyfirlýsing. Sálfræðin kennir okkur að sá sem sífellt hugsar um samsæri finnur fyrr eða síðar og oft samsæri.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 10:41
Fyrirgefið en ég sé ekkert að þessari grein sem var skrifuð 2007 eða snemma ár 2008. Eru menn t.d. á því að þetta hafi ekki verið rétt greining:
"Áhættuálag íslenskra banka er í hæstu hæðum og reynsla undanfarinna vikna sýnir að engar sjónhverfingar duga til að leysa þann vanda. Engu virðist skipta þótt bankarnir sýni fram á góða stöðu sína og ákvörðun Kaupþings um að falla frá kaupum á NIBC-bankanum hafði engin marktæk áhrif til lækkunar álagsins.
Á sama tíma hefur áhættuálag á ríkissjóð aukist, þótt hann standi líklega betur en ríkissjóður í flestum vestrænum ríkjum. Margt bendir til að þetta áhættuálag sé til vitnis um varanlega og stórfellda vantrú á sjálfbærni íslensks efnahags- og atvinnulífs á alþjóðlegum fjármálamarkaði"
Og á þessum tíma voru menn að ræða um að Ísland ætti þess kost að taka upp evru án þess að ganga í ESB með samkomulagi við þá samt og vitnuðu í þegjandi samkomulag milli ESB og Svartfjallalands.
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2011 kl. 10:52
Gaman, gaman
Halldór Jónsson, 25.1.2011 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.