ESB skellir skuldinni á Íra

Barroso forseti framkvæmdastjórnarinnar í Brussel segir Íra eina bera ábyrgð á fjármálakreppu landsins sem dýpkar með hverri vikunni. Stjórnmálakreppan sem kemur í kjölfarið mun ekki verða til að auðvelda viðsnúning efnahagsmála á eyjunni grænu.

Ambrose Evans-Pritchard tekur upp hanskann fyrir Íra gagnvart Evrópusambandinu og segir evruna sökudólg vegna þess að vextir á evrusvæðinu tóku mið af þörfum Þýskalands en ekki Írlands.

Fróðlegt.


mbl.is Græningjar úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Getur Össur ekki sannfært Íra hvað þeir eru heppnir að vera í þessum frábæra (þýska) klúbb. The luck of the Irish.

Sigurður I B Guðmundsson, 23.1.2011 kl. 18:33

2 identicon

Ambrose getur þess ekki í greininni hvar og hvenær Barroso lætur tilvitnuð orð falla. Fróðlegt væri að fá upplýsingar um það!Grein Ambrose er annars vegar harðskeitt árás á þýsk stjórnvöld og hins vegar mjög persónuleg gagnrýni á Borroso. Gagnrýnin beinist að þýskum stjórnvöldum og Ambrose segir að Borroso sé handbendi þeirra og framkvæmi þeirra skipanir. Hann gefur sér líka tíma til að rifja upp að Borroso hafi verið Maóisti á yngri árum. Einu sinni maóisti alltaf maóisti heldur hann. Ambrose heldur því líka fram að Írland sé fórnarlamb og það sé saklaust.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 21:34

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Brósi er að lýsa því hvernig Írar eru nú að fást við mál eins og við hefðum verið með ef við hvefðum samþykkt félaga Svavars-og Steingríms Icesave l samninginn. Komnir í skuldafangelsi til lengri tíma. Barroso er gamall kommi eins og Seðlabankastjórinn okkar, líklega eiga þeir báðir gamlar grænar húfur með rauðri stjörnu í og geta því gefið sverar yfirlýsingar um hvernig eigi að skipta skorti. En það er það eina sem kommúnistar kunna til hlítar.

Halldór Jónsson, 23.1.2011 kl. 22:40

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hrafn, ummæli Barroso féllu í umræðu á þingi Evrópusambandsins sl. miðvikudag, 19. janúar:

http://www.youtube.com/watch?v=uah_BVTmHeM

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.1.2011 kl. 22:45

5 identicon

Kærar þakkir Hjörtur. Ef notaðar eru beinar tilvísanir og vitnað orðrétt í menn er sjálfsagt að geta heimildar. Annars er ekki hægt að athuga hvort rétt sé með farið. brósi gerir sig sekan um subbuleg vinnubrögð.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband