Aðlögunin ræður hraða viðræðnanna

Ísland verður smátt og smátt tekið inn í Evrópusambandið, samkvæmt forskrift frá Brussel. Hraði viðræðnanna ræðast af því hversu hratt íslensk stjórnvöld aðlaga stofnanir og regluverk að kröfum ESB. Í skjali Evrópusambandsins um viðræðurammann við Ísland segir skýrum stöfum í 9. grein

The negotiations will be based on Iceland’s own merits and the pace will depend on Iceland’s progress in meeting the requirements for membership.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra neitar að aðlögun muni fara fram en Evrópusambandið gerir kröfu um það. Raunar gengur Evrópusambandið lengra og fer fram á að stefna íslenskra stjórnvalda gagnvart öðrum ríkjum verði aðlöguð stefnu Evrópusambandsins. Í 19. grein viðræðurammans segir

In the period up to accession, Iceland will be required to progressively align its policies towards third countries and its positions within international organisations with the policies and positions adopted by the Union and its Member States.

Evrópusambandið er annað slagið í deilum við viðskiptahagsmuna, t.d. við Bandaríkin. Ísland er skuldbundið til að  lúta forræði Evrópusambandsins í slíkum deilum þegar á viðræðustigi, samkvæmt því sem segir í forskrift ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er þá ekkert bjölluat!

Toti (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 21:18

2 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

"Lúta forræði" er það ekki bara betra en að næstu Davíðar og Halldórar beiti ofur sjálfstæðinu sem sumir halda að við höfum.  Það fer sjálfsagt ágætlega á því að menn samræmi stefnuna út á við með sínum góðu grönnum í stað þess að  þykjast hafa vit á öllu án þess að hafa forsendur til að setja sig almennilega inn í málin og bulla svo bara upp eitthvað ímyndað sjálfstæðisraus, sem stenst nú ekki nánari skoðun.

Guðjón Sigurbjartsson, 22.1.2011 kl. 22:51

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Byrjar ballið! Eru þessir Leppalúðar"leppstjórnar" að samræma stefnuna með hvað? Grönnum sínum,vitgrönnum sínum? Jú þeim sem þykjast hafa vit á eigin reglugerðum,sem upplýst og vel menntuð ´alþýða Íslands rekur hvað eftir annað ofaní þá og fær ekki staðist,sbr.reglugerðir innstæðutr.sjóðs,sem leysir okkur undan Icesave-kúguninni.Líklegt þykir mér að næstu ráðamenn,hvað sem þeir heita,beiti ofurafli sínu þjóð sinni til heilla.     Hverjar eru forsendurnar sem þú Guðjón hefur en við ekki? Sjálfstæðinu ætlum við að halda,  það stenst allar þínar nánustu skoðanir.

Helga Kristjánsdóttir, 23.1.2011 kl. 01:17

4 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Það sem ég á við er að s.k. sjálfstæði glatast ef menn spila ekki eftir reglum og normum.  Þegar t.d. deilt er um viðskiptahagsmuni þarf áður en samningsmarmið eru og aðferðir er mótað vega og meta  og kanna hvað stendur til boða, hvaða möguleikar eru í stöðunni osfrv.  Niðurstaðan, ef við viljum vera í sæmilegu samneyti við nágrannaþjóðir, verður að vera þeim þóknanleg, eða amk. ásættanleg.  Það verður því ætíð svipað sem við myndum berjast fyrir sjálf og sú viðskptablokk sem við tilheyrum. Svo erum við nú enn í EFTA og EES.

Guðjón Sigurbjartsson, 23.1.2011 kl. 10:26

5 identicon

Guðjón, auðvitað eiga allir alltaf að "spila eftir reglum og normum" en munurinn er sá, að nú veljum við okkur l spilafélaga.  Innan ESB sér Brussel um það val. 

,,Ef við göngum í ESB stjórnum við sjálfir aðeins sanddreifingunni á götur Oslóar" sagði norski verkstjórinn minn þegar þeir voru að greiða atkvæði um inngönguna í ESB - og sögði nei!

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband