Föstudagur, 21. janúar 2011
Glæpamenn eru góðir, þeir borga skatta
Útrásarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson telur til skjólstæðinga sinna Jón Ásgeir Jóhannesson, Pálma í Fons, Sigurjón fyrrum Landsbankastjóra og hér áður Jón Ólafsson sem kenndur var við Skífuna. Sigurður fer á kostum í málsvörn fyrir skjólstæðinga sína.
Eftir Sigurði er haft á Pressunni, sem er viðurkennt auðmannamálgagn, að offors sérstaks saksóknara í rannsókn á glæpum útrásarauðmanna sé komið á það stig að skatttekjur ríkissjóðs finni fyrir.
Hér er Sigurður að biðla til Steingríms J. fjármálaráðherra sem er orðinn auðmannadindill eftir að hann gafst upp á grasrótinni í flokknum. Fyrst leyfir Steingrímur J. Jóni Ásgeiri að eiga 365 miðla áfram og næsta skref er að veita útrásarauðmönnum sakaruppgjöf - til að þeir borgi skatta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.