Vinstri grænir hrynja vegna svika við kjósendur

Fylgi við Vinstrihreyfinguna grænt framboð er á hraðri leið niður vegna þess að flokkurinn laug upp í opið geðið á kjósendum sínum, sagðist andvígur aðildar að Evrópusambandinu en greiddi götu aðildar með því að greiða atkvæði með þingsályktun Samfylkingar um að senda umsókn til Brussel.

Forysta Vg forherðist í afstöðu sinni fremur en að sjá að sér.  Öllum má vera ljóst að Ísland er í aðlögunarferli að Evrópusambandinu en ekki í óskuldbindandi viðræðum eins og þingsályktunin frá 16. júlí 2009 kvað á um.

Um 70 prósent þjóðarinnar er andvíg aðild að Evrópusambandinu. Steingrímur J. og Árni Þór í forystu Vg telja sig ekki eiga erindi við þann hluta þjóðarinnar.

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þessir flokkar eru búinir

Valdimar Samúelsson, 21.1.2011 kl. 12:00

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vinstri grænir hafa svikið? Það er nú spurningin. Steingrímur J. Sigfússon formaður flokksins hefur hinsvegar svikið flokksmenn sína og alla kjósendur. Margir fullyrða að formaðurinn starfi íandstöðu við stærstan hluta flokksins.

Steingrímur er þannig í hlutverki rónans sem kemur óorði á brennivínið.

Árni Gunnarsson, 21.1.2011 kl. 12:08

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þeir lofuðu stórauknum strandveiðum, efndir í mýflugumynd!

Aðalsteinn Agnarsson, 21.1.2011 kl. 12:21

4 identicon

Það er ekki ónýtt fyrir Vinstrigræna að eiga annan eins foringja og þjóðina fjármálaráðherra eins og Steingrím J. Sigfússon.  Hann skrifaði grein í Morgunblaðið hinn 15. mars árið 2002 um Evrópusambandið og hugsanlega umsókn Íslands um aðild að því.

Steingrímur skrifaði meðal annars.:

"Eitt af því, sem sífellt glymur í eyrum í áróðri þeirra (þe. þeirra, sem hann kallar Brussel-sinna,innskot) er að nauðsynlegt sé að sækja um aðild að sambandinu til þess að vita hvaða kostir Íslendingum byðust ef þeir gerðust aðilar. Þessi áróður er lúmskur, hættulegur og rangur af tveimur grundvallarástæðum. Sú fyrri er að í öllum aðalatriðum liggur fyrir hvað því er samfara að ganga í Evrópusambandið, þ.e. kostir þess og gallar eru tiltölulega vel fyrirsjáanlegir. Hið síðara er að það er ósköp einfaldlega ekkert í boði að senda inn einhvers konar platumsókn um aðild að Evrópusambandinu til þess að láta á það reyna í kjölfar samningaviðræðnanna hversu góðir kostir mundu bjóðast. Evrópusambandið tekur einfaldlega ekki við öðru en alvöruumsóknum þar sem hugur fylgir máli og markmið umsækjandans er að gerast aðili að Evrópusambandinu."


Steingrímur vitnar síðan í skýrslu utanríkisráðherra um Evrópumál frá árinu 2000 og segir.:

"Niðurstaðan er að svigrúm til sjálfstæðrar samningagerðar er sáralítið. Í grófum dráttum snýst aðild um að taka upp Evrópuréttinn eins og hann liggur fyrir með kostum hans og göllum. Hvað hið síðara snertir , þ.e. að rétt sé að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu svona til að láta á það reyna hvað okkur bjóðist, þá stenst sá málflutningur ekki nánari skoðun. Það er einfaldlega ekki raunhæfur möguleiki að fara í einhvers konar könnunarsamningaviðræður við Evrópusambandið....

...Hitt er ljóst að þessi málflutningur nýtist þeim ágætlega, sem vilja reyna að lokka menn áfram í átt til aðildar. Reynt er að telja mönnum trú um að unnt sé að henda inn umsókn og prófa hvað út úr samningaviðræðum komi og svo geti menn svona séð til."

          .....................

Steingrímur J. Sigfússon sagði í ræðu á Alþingi 17. nóvember 2005.: 


"Þetta snýst um að ganga eða ganga ekki inn.  -  Það er mikill misskilningur að menn geti farið í aðildarviðræður og samningaviðræður við Evrópusambandið bara í einhverju gríni án þess að hugur fylgi máli. Halda menn að Evrópusambandið taki vel á móti mönnum sem koma og segja í Brussel.:
"Við ætlum að fá ykkur til að semja við okkur um mögulega aðild okkar. Svo ætlum við að sjá hvað það er, hvort það er nógu gott."
Nei, menn fara ekki í samningaviðræður við Evrópusambandið nema þeir ætli að ganga þar inn, að því auðvitað tilskildu að niðurstaðan verði þolanleg."

         ..................

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi 2. desember 2009.: 


"Aðilar innan Evrópusambandsins héldu uppi grímulausum hótunum gagnvart Íslendingum vegna Icesave málsins. Samstarfsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var  í gíslingu vegna Icesave."

           ....................

Steingrímur J. Sigfússon í nefndaráliti á Alþingi 5. desember 2008.:

"Lánsumsókn íslenskra stjórnvalda hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var haldið í gíslingu af ESB-ríkjum sem kröfðust þess að Íslendingar skuldbundu sig til að borga að fullu Icesave-reikningana. Með því má segja að íslensk stjórnvöld hafi með óréttmætum hætti látið nauðbeygja sig með ófyrirsjáanlegum afleiðingum."

          ................

Að loknum ríkisstjórnarfundi þriðjudaginn 24. ágúst 2010 sagði Steingrímur við fréttamenn.: 


"Það er ekki þannig að það sé stefna þessarar ríkisstjórnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu og þaðan af síður að ganga í Evrópusambandið. Það er ekki svo."

          .................

Sorgarsaga Icesave-málsins

Eftir Steingrím J. Sigfússon.:



Í ljósi þessa er mesta örlagastundin í Icesave-málinu í raun enn eftir. Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingarsjóðurinn hins vegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til að standa gegn. Stjórnarseta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er því að reynast þjóðinni dýrkeypt, í þessu sem öðru. En þessari vöru fæst ekki skilað, eins og sagt er, heldur virðist ríkisstjórnin ætla að sitja áfram, án þess að boða til kosninga, þar til það er orðið endanlegt og óafturkræft að skuldir vegna þessarar fjárglæfrastarfsemi lendi á þjóðinni og komandi kynslóðum.

         ---------------------

2. desember 2009


Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag að aðilar innan Evrópusambandsins hefðu haft uppi grímulausar hótanir gagnvart Íslendingum vegna Icesave málsins. Að samstarfsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið í gíslingu vegna Icesave.
          -----------------

22. október 2008 - fáum dögum eftir að fjármálakerfið hrundi, sagði Steingrímur J. um Icesave:


"Ég hef heyrt þann orðróm að þarna séu tengsl á milli og ef það er svo að þetta sé fyrirfram skilyrði af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til þess að koma hér að málum, að við gerum upp öll þessi ósköp í Bretlandi og Hollandi án þess að það liggi endilega fyrir að okkur sé lagalega og þjóðréttarlega skylt að gera það, þá er það auðvitað ekkert annað en fjárkúgun.
Þá eru allar okkar verstu martraðir að rætast hvað varðar aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins."

-----------------------
Í grein í Morgunblaðinu 24. janúar 2009 skrifaði Steingrímur J.:


"Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk innlánatryggingakerfa samkvæmt reglum ESB/EES- svæðisins aldrei að takast á við allsherjar bankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka. Sama sjónarmið kemur fram í skýrslum og yfirlýsingum frá Seðlabaka Evrópu og framkvæmdastjórn ESB."


"Veigamikil rök hnigu því strax frá upphafi að því að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á skuldum vegna Icesave-reikninganna umfram þá upphæð sem var til staðar í Tryggingasjóði innistæðueigenda."


-------------------
Steingrímur á þingi um Icesave.:


"Ég vil hins vegar hér fyrir hönd okkar þingmanna Vinstri grænna lýsa því yfir að við lítum á þetta sem riftanlegan eða ógildalegan nauðungarsamning og áskiljum okkur allan rétt í framhaldinu hvað það varðar."

-----------------

 Steingrímur í nefndaráliti á Alþingi.:


"Þegar ákveðið var að sækja um lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum varaði undirritaður strax sterklega við að í þeirri ákvörðun og því ferli sem Ísland lenti þar inn í gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fælist jafnframt baneitruð tenging yfir í hina óleystu deilu um Icesave-reikningana.
Þessu var í fyrstu neitað og sagt að ekki kæmi til greina að láta kúga okkur til uppgjafar í því deilumáli til þess eins að geta leitað á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Allt var þetta síðan gefið eftir af ríkisstjórninni. Það sem menn hafa í þessu sambandi kallað "lausn" er í raun ekkert annað en uppgjöf, ósigur, tap."

--------------------

Steingrímur í nefndaráliti á Alþingi.:


"Lánsumsókn íslenskra stjórnvalda hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var haldið í gíslingu af ESB-ríkjum sem kröfðust þess að Íslendingar skuldbundu sig til að borga að fullu Icesave-reikningana.
Með því má segja að íslensk stjórnvöld hafi með óréttmætum hætti látið nauðbeygja sig með ófyrirsjáanlegum afleiðingum."

--------------------

Steingrímur í umræðum á Alþingi.:


"Ég vil láta það koma hér fram að eftir því sem við verðum í aðstöðu til að hafa áhrif á málin, þingmenn Vinstri grænna, verður það forgangsatriði af okkar hálfu á komandi misserum eða árum að reyna að borga Ísland út úr þessu prógrammi aftur."

---------------------

Steingrímur J. Sigfússon í aðsendri grein í Morgunblaðinu.:


"Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk innlánatryggingakerfa samkvæmt reglum ESB/EES svæðisins aldrei að takast á við allsherjar bankahrun"


--------------------

Steingrímur í viðtalsþættinum Zetunni.:


"Ég treysti Svavari Gestssyni og ég veit að hann er að gera góða hluti og ég lofa þér því að það er í sjónmáli að hann landi, og hans fólk, glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur. Vonandi mun betri en lengi leit út fyrir að gæti orðið."

--------------------

Svo leyfir þessi ómerkingur sér að hrauna yfir fyrrverandi formann Vinstrigrænna í næst stærsta bæ landsins, sem sagði sig úr flokknum vegna hans og gæludýra Samfylkingarinnar sem hafa svikið allt sem hægt var að svíkja af kosningaloforðum og stefnuskrá flokksins, og stærsta atkvæðaráns sögunnar.  Það er vandséð að maðurinn gangi á öllum.  Ætlar hann ekki líka að hrauna yfir alla þá kjósendur flokksins sem hafa horfið að undanförnu?

............... 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 18:55

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Það liggur við að mann verki sjálfan undan svipuhöggum þínum á Steingrím, Guðmundur 2.

Halldór Jónsson, 23.1.2011 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband