Föstudagur, 21. janúar 2011
Vinstri grænir hrynja vegna svika við kjósendur
Fylgi við Vinstrihreyfinguna grænt framboð er á hraðri leið niður vegna þess að flokkurinn laug upp í opið geðið á kjósendum sínum, sagðist andvígur aðildar að Evrópusambandinu en greiddi götu aðildar með því að greiða atkvæði með þingsályktun Samfylkingar um að senda umsókn til Brussel.
Forysta Vg forherðist í afstöðu sinni fremur en að sjá að sér. Öllum má vera ljóst að Ísland er í aðlögunarferli að Evrópusambandinu en ekki í óskuldbindandi viðræðum eins og þingsályktunin frá 16. júlí 2009 kvað á um.
Um 70 prósent þjóðarinnar er andvíg aðild að Evrópusambandinu. Steingrímur J. og Árni Þór í forystu Vg telja sig ekki eiga erindi við þann hluta þjóðarinnar.
Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessir flokkar eru búinir
Valdimar Samúelsson, 21.1.2011 kl. 12:00
Vinstri grænir hafa svikið? Það er nú spurningin. Steingrímur J. Sigfússon formaður flokksins hefur hinsvegar svikið flokksmenn sína og alla kjósendur. Margir fullyrða að formaðurinn starfi íandstöðu við stærstan hluta flokksins.
Steingrímur er þannig í hlutverki rónans sem kemur óorði á brennivínið.
Árni Gunnarsson, 21.1.2011 kl. 12:08
Þeir lofuðu stórauknum strandveiðum, efndir í mýflugumynd!
Aðalsteinn Agnarsson, 21.1.2011 kl. 12:21
Það er ekki ónýtt fyrir Vinstrigræna að eiga annan eins foringja og þjóðina fjármálaráðherra eins og Steingrím J. Sigfússon. Hann skrifaði grein í Morgunblaðið hinn 15. mars árið 2002 um Evrópusambandið og hugsanlega umsókn Íslands um aðild að því.
Steingrímur skrifaði meðal annars.:
Steingrímur vitnar síðan í skýrslu utanríkisráðherra um Evrópumál frá árinu 2000 og segir.:
.....................
Steingrímur J. Sigfússon sagði í ræðu á Alþingi 17. nóvember 2005.:
..................
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi 2. desember 2009.:
....................
Steingrímur J. Sigfússon í nefndaráliti á Alþingi 5. desember 2008.:
................
Að loknum ríkisstjórnarfundi þriðjudaginn 24. ágúst 2010 sagði Steingrímur við fréttamenn.:
.................
Sorgarsaga Icesave-málsins
Eftir Steingrím J. Sigfússon.:---------------------
2. desember 2009
-----------------22. október 2008 - fáum dögum eftir að fjármálakerfið hrundi, sagði Steingrímur J. um Icesave:
Í grein í Morgunblaðinu 24. janúar 2009 skrifaði Steingrímur J.:Steingrímur á þingi um Icesave.:
Steingrímur í nefndaráliti á Alþingi.:
Steingrímur í nefndaráliti á Alþingi.:Steingrímur í umræðum á Alþingi.:
Steingrímur J. Sigfússon í aðsendri grein í Morgunblaðinu.:
Steingrímur í viðtalsþættinum Zetunni.:
Svo leyfir þessi ómerkingur sér að hrauna yfir fyrrverandi formann Vinstrigrænna í næst stærsta bæ landsins, sem sagði sig úr flokknum vegna hans og gæludýra Samfylkingarinnar sem hafa svikið allt sem hægt var að svíkja af kosningaloforðum og stefnuskrá flokksins, og stærsta atkvæðaráns sögunnar. Það er vandséð að maðurinn gangi á öllum. Ætlar hann ekki líka að hrauna yfir alla þá kjósendur flokksins sem hafa horfið að undanförnu?
...............
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 18:55
Það liggur við að mann verki sjálfan undan svipuhöggum þínum á Steingrím, Guðmundur 2.
Halldór Jónsson, 23.1.2011 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.